Spítalavistin og aðgengið

Mikið ofboðslega var gott að sofa í mínu eigin rúmi í nótt, svaf til rúmlega 11, tók líka verkjatöflur áður en ég fór að sofa og það hjálpaði mikið. Í fyrrinótt svaf ég illa enda á spítala, þá vaknaði ég klukkan 6 og var með þó nokkra verki.

Ég var á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, lítill og heimilislegur, ekki eins og stóru köldu verksmiðjuspítalarnir við Hringbraut og í Fossvoginum.  Starfsfólkið er alveg yndislegt á St Jó, þegar ég átti að fara í aðgerðina þá var ég sótt og ég labbaði með hjúkkunni inn á skurðstofuna, sem ég verð að viðurkenna að var þó nokkuð huggulegra heldur en að láta bruna með mann í rúminu eftir löngum göngum. Á skurðstofunni þegar verið var að undirbúa mig fyrir aðgerðirnar og svæfinguna,  urðu miklar umræður og fíflalæti um það hvort ætti að klippa þessar flottu nærbuksur af mér eða hvort ætti að reyna að ná þeim í heilu lagi, ég ákvað að vinna með þeim og lifta upp á mér afturendanum svo ekki þurfti nú að skemma flottu nærbuksurnar, svo var slökkt á mér eftir það.

Þegar ég var almennilega vöknuð eftir aðgerðirnar, þá var kominn tími á að skreppa út í smók. Ég tók lyftuna niður og fór út fyrir, vissi að karlinn væri að koma þannig að ef ég mundi hrynja niður þá mundi hann og börnin drösla mér inn afturW00t  Ég var akkúrat búin að klára að reykja þegar fjölskyldan kom, karlinn leggur bílnum beint fyrir framan mig, börnin hoppa upp af kæti við að sjá mig, ég horfi á þau og svo kasta ég upp beint fyrir framan þau.Sick Huggulegt að heilsa fjölskyldunni svona, en ég var svo almennileg að kasta upp beint ofan í öskubakkann.  Svo  var farið inn, en þá kom í ljós að búið var að loka og læsa hurðinni inn á röntgendeildina og þar með inn að lyftunni, þessari hurð er læst klukkan 16 og þar með er ekkert aðgengi fyrir fatlaða eftir þann tíma, því það eru tröppur upp í aðalandyrinu sem er svo hin leiðin að lyftunniBlush Maðurinn fékk leifi til að hlaupa upp, taka lyftuna niður og opna hurðina innan frá til að ég kæmist í lyftuna án þess að þurfa að skakklappast á hækjum upp allar bölvuðu tröppurnar.

Við spurðum starfsfólkið um þetta, hvort það væri virkilega ekki gert ráð fyrir að fatlaðir kæmust inn á spítalann eftir klukkann 16, það var reyndar aldrei búið að hugsa út í það þannig. 

Það sama var upp á teningnum þegar ég var að fara heim, þá þurfti ég að fara niður í andyrið að gera upp og borga fyrir aðgerðirnar, móttakan og upplýsingarnar eru staðsettar mitt á milli trappa, þannig að ég varð að velja hvort mér þætti betra að komast upp eða fara niður tröppurnar á hækjunumPinch. En fyrir utan þetta hönnunarklúður á St Jó sem er byggður árið 1926, þá er samt gott að liggja þarna og starfsfólkið þar yndislegt og vill ég þakka kærlega fyrir ummönnunina þar.

En endilega bætið úr þessu, opinberar byggingar eiga að vera með aðgengi fyrir fatlaða, ekki bara milli klukkann 8-16 á daginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he, he, var einmitt þarna í viku í sept. í aðgerðinni minni. Notalegt að rölta svona inn hálf groggaður með hjúkkunni og vippa sér upp á skurðarborðið sjálfur. En þetta með lyftuna er ekki alveg nógu gott, ég gat labbað niður svo ég fann ekki fyrir þessu. Haltu áfram að vera með húmorinn í lagi dúllan mín og ég er bara fegin að þú ældir ekki á húsbandið, það hefði verið frekar subbó. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38058

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband