Sturta

Jæja þá tókst mér að komast í sturtu, þvílíkur unaður, skrítið hvað maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að skutlast í sturtu. En eftir aðgerðir er það vægast sagt puð,  maður verður að plasta og líma allt svo að umbúðir og sár blotna ekki. Þá spyr maður sig hver er tilgangurinn að fara í sturtu allur plastaður, jú ég gat ekki gert fjölskyldunni það mikið lengur eða sjálfri mér að sleppa þvíGrin Mér finnst ég aldrei verða hrein á þessum þvottapoka þvotti.

Verkirnir minnka hratt og við tekur þessi geðveiki kláði í skurðunumShocking. Að vera stekkjastaur er ekki að fara vel í bakið, maður er allir skakkur þegar maður má ekki stíga alveg í fótinn og þá klikkar bakið. Ég var svo ánægð hvað mér leið vel og var með litla verki þannig að ég þurfti ekki að taka verkjalyfin, svo settist ég niður og þá small svo hressilega í bakinu, með tilheyrandi læsingu, en ég held að skrúfurnar þar eru enn allar á sínum staðLoL.

Í gær skrapp ég aðeins í Elko, á bara svo hryllilega erfitt með að stoppa, sem betur fer hringdi mamma ekki á meðan, hún hefði komið og hennt mér í rúmið. Ég reikna með að við mömmurnar verðum alltaf ofverndandi mömmur og börnin verða alltaf litlu börnin manns alveg sama hversu gömul þau eru orðin. Sem betur fer eru mamma og pabbi ekki með nettengingu þannig að hún mun ekki komast að því að ég var óþekkHalo, þess vegna er í lagi að blogga um ferðina í Elko. Við þurftum að kaupa seinustu jólasveinagjafirnar. Höfum alltaf gefið börnunum DVD myndir í skóinn seinasta daginn, þá eru þau rólegri að bíða eftir jólgjöfunum.  Hjá okkur er bara stekkjastaur sem kemur og gefur í skóinnTounge, nei, karlinn sér um þetta núna, ég mundi bara vekja allt liðið ef ég færi að dröslast inn til þeirra um miðja nótt á hækjunum.

Þá er komin tími til að vera stillt og  leggjast aðeins, karlinn búin að bjóðast til að nudda bakið aðeins, ég segi sko ekki nei við svoleiðis boðiTounge  Tek mér smá hvíld og kíki svo á ykkur seinna í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gott að heyra Ingunn mín að aðgerðirnar tókust vel en farðu nú vel með þig!

Ég óska þér og fjölskyldu þinni Gleðilegra jóla og takk fyrir bloggvináttuna á árinu

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Linda litla

Við mömmurnar verðum alltaf ofverndandi mömmur og börnin verða alltaf litlu börnin manns alveg sama hversu gömul þau eru orðin. Það er svo sannarlega rétt hjá þér.

En þó að ég sé ekki mamma þín Ingunn mín, viltu samt gjöra svo vel og fara varlega og vel með þig.

Linda litla, 22.12.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í ELKO, eins gott að ég vissi það ekki heldur, hefði henst í bæinn og hent þér í rúmið, kona þú ert mega óþekk.  Hvað er annars skurðurinn á mjöðminni stór?  verður ekki húsbandið að gefa þér eitthvað í skóinn svo þú verðir stillt á aðfangadag?? held það bara.  Vertu nú soldið stillt svo þér batni fljótt elskið mitt.  Knús í krús með plús 

                                                                      Gif santa claus Images      Gif santa claus Images

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 20:48

4 identicon

Þú ert nú meiri ormurinn!  Viltu fara varlega elsku Ingunn mín.  Gott að aðgerðirnar tókust vel og þá er líka eins gott að halda þessu góðu.  Þetta er náttúrulega óheppilegur tími til að fara í aðgerðir, en þá er bara að fá karlinn til að baukast þetta í búðunum.  Í guðanna bænum vertu stillt!

Annars þakka ég þér frábærar samverustundir sem og bloggvináttu á árinu.  Eigðu yndisleg jól og gleðileg.  Kveðja, Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 01:27

5 Smámynd: Ólafur fannberg

jólainnkvittunarkveðja....og haltu þig í rúminu og láttu þann óvirka stjana við þig..

Ólafur fannberg, 23.12.2007 kl. 07:25

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Takk fyrir kveðjurnar kæru bloggvinir.

Já Ólafur sá óvirki er að stjana við mig, þess vegna hefur hann engann tíma til að blogga

Allar mömmurnar mínar, ég skal reyna að vera stillt og taka því rólega, karlinn er búin að vera ofbosðlega duglegur að hjálpa. En ég er bara svo ómissandi

Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38058

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband