28.12.2007 | 00:12
Þvílík át hátíð
Þessi Jól voru yndisleg. Við fórum öll í mat til mömmu og pabba, mamma heimtaði að við yrðum hjá þeim í mat af því að ég var ný búin að fara í aðgerðirnar. Útskýrði það nú fyrir henni að ég var í aðgerð á fæti, báðir handleggir enn á sínum stað og ég gæti nú alveg eldað, en hún heimtaði þetta. Mömmur eru alltaf ofvernandi og ég er líka svona með mín börn svo Mömmu matur er alltaf æðislegur þannig að ég gafst upp og við ákváðum að þiggja æðislegt boð og eyða aðfangadagskvöldi með þeim, yngri systir mín og kærasti hennar voru líka þar í mat. Við átum náttúrulega á okkur gat eins og siður er, svo er alltaf ætlast til að við borðum eftirrétt líka og við troðum honum í okkur þótt það er ekkert pláss fyrir hann.
Þvílíkt pakkaflóð sem var undir jólatrénu, börnin áttu náttúrulega mest af þeim, það tók alveg dágóðan tíma að opna alla pakkana. Eldri systir mín, maðurinn hennar og sonur þeirra, sem ég á ansi mikið í komu svo líka. Ofboðslega er það huggulegt þegar öll fjölskyldan er saman um hátíðirnar. Með tilheyrandi fíflalátum og öllu því. Börnin léku sér að dótinu sem þau fengu, svo var endalust verið að skipta um föt, þarf auðvita að prófa öll fötin sem þau fengu líka
Prinsessan fékk sjónvarp með innbyggðu karókí og DVD spilara, það var auðvitað sett upp um leið og við komum heim, en það var bilað Skiluðum því í dag og fengum það endurgreitt, næsta sending kemur ekki fyrr en í febrúar.
Á Jóladag er svo alltaf hangikjöt hjá mömmu og pabba. Mikið ofboðslega var erfitt að koma sér úr náttfötunum til að fara í mat, en það tókst að drösla öllu liðinu í matarboðið. Eftir matinn var svo spilað Trivial Persuit, ég og yngri sonurinn vorum saman í liði, miðjubörnin saman og við rústuðum þeim öllum saman enda bæði gall harðir Framarar. Hlustum ekkert á einhverjar rannsóknir um að elstu börnin eru alltaf gáfuðust Auðvitað átum við á okkur gat aftur þennan dag eins og fyrri, enda er mömmu matur alltaf bestur.
Í gær fann ég virkilega fyrir því að hafa borðað reykt og saltað kjöt, fannst allur vökvi í líkamanum hafa safnast á mjöðmina og bölvaða hnéið, sem er enn svolítið aumt, enda ekki nema vika liðin frá aðgerðunum. Ég tók mig til og skutlaði hækjunum inn í geymslu og labbaði á fætinum og skánaði við það og bólgurnar minnkuðu mikið. Þvílíkt frelsi að losna við hækjurnar, aðeins á undan áætlun en nú finnst mér ég vera svo frjáls með tvær hendur að ég dreif mig í að baka Sörur núna í kvöld og ætla að fara að drífa í að gera kremið og skutla því á.
Ég vona að þið kæru bloggvinir hafið haft jafn yndislega hátíð og við, svo var snjórinn alveg til að toppa jólin.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki í lagi, farin að baka og nýkomin af hækjunum. Ég held þú ættir bara að hvíla þig aðeins meira. Knús og klús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 00:19
Og þér finnst þetta gáfulegt ??? Henda bara hækjunum inn í skáp og fara að baka sörur ??
Ingunn mín, er ekki málið að fara vel með sig ? Á ég virkilega að þurfa að koma og líma þig við sófann heima hjá þér ?? Í Guðanna bænum farðu vel með þig góða mín.
Linda litla, 28.12.2007 kl. 00:32
Nei, ég er ekki í lagi, þess vegna var ég í aðgerð Ég hef aldrei tekið því jafnrólega og nú. Doksi vill meina að ég hafi allt of háan sársaukaþröskuld og fari fljótt að vesenast, þess vegna hefur hann aldrei sent mig í sjúkraþjálfun, ég sé um það sjálf Nei, ég á ferlega erfitt með að sitja lengi á rassinum, en ég reyni samt. En nú ætla ég að fara að hvíla mig, góða nótt, elsku dúllurnar mínar.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 02:24
Ólafur fannberg, 28.12.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.