2,9% Til æðstu manna og 3,5% Til lífeyrisþega

Það eru víst ekki allir sem hafa þann möguleika að ákveða og samþykkja eigin launahækkanir. Þetta er frekar hógvær hækkun hjá þeim hæstlaunuðu, en þeir hafa verið svo duglegir að hækka og leiðrétta eigin laun seinasta áratuginn, þannig að þeir eru farnir að slaka aðeins á.

Við lífeyrisþegarnir fáum meiri hækkun en æðstu ráðamennirnirGrin , samkvæmt mínum útreikningi þá hækka bætur lífeyrisþega hjá TR um 3,5%. Hefur það nokkurn tíma gerst áður að lífeyrisþegar fái hærri hækkun prósentulega séð en æðstu ráðamenn?  

Grunnlífeyrir fer úr 24.831 kr á mánuði í 25.700 kr, það eru heilar 869 króna hækkun.W00t  Einnig verða nokkrar breytingar á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar, skerðingin lækkar úr 39,95% í 38,35%.   Ég er búin að vera að skoða þessar nýju breytingar og er ekki alveg að skilja þann útreikning hjá þeim að skerðingarhlutfall á tekjutryggingunni sé að lækka, það eina sem ég sé er tilfærsla fram og til baka milli eigin bóta og maka.

Sem dæmi árið 2007 skertu eigin lífeyrissjóðstekjur tekjutryggingu um 80% en lífeyrissjóðstekjur maka skertu tekjutrygginguna um 20%

Árið 2008 muni eigin lífeyrissjóðstekjur skerða tekjutryggingu um 100% en lífeyrissjóðstekjur maka skerða bæturnar um 0%. Hér sé ég bara tilfærslu á prósentum.

Annað dæmi árið 2007 skertu eigin launatekjur tekjutryggingu um 65% en launatekjur maka skertu tekjutrygginguna um 35%

Árið 2008 munu eigin launatekjur skerða tekjutryggingu um 75% en laun maka munu skerða tekjutrygginguna um 25% 

Er þetta leiðréttingin sem öryrkjar og ellilífeyrisþegarnir eiga að fá, eða er þetta eins og það var þegar vaskurinn á matvælin var lækkaður. Verð á matvælum hækkaði áður en lækkunin varð þann 1 mars og nú er verðið komið í það sama og það var fyrir lækkun og í mörgum tilfellum er verðið reyndar komið upp fyrir það sem það var fyrir lækkunina. Mikið ofboðslega er auðvelt að taka Íslendingana í afturendann, því við segjum ekki neitt. Tuðum öll í sínu horni og sættum okkur við þetta. 

Hér er hægt að sjá breytingarnar á skerðingu tekjutryggingar hjá TR 


mbl.is Tugir þúsunda fá enga launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm og jæja, ekki á ég nú von á miklu. Hefurðu það ekki ágætt mín kæra ? ég heimsótti Heiðu og Heklu í gær, yndislegur litli hundurinn hennar.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Nei 3,5% hækkun á bæturnar verða ekki margar krónur.

Jú takk elsku Ásdís mín, ég hef það bara mjög gott, er öll að hressast. Vona að þið skutlur hafið haft góðar og fjörugar stundir saman. Vona að við förum allar að hittasta aftur sem fyrst. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband