29.12.2007 | 02:59
Bíllinn fór í Jólafrí
Elsku bílinn minn ákvað að fara í jólafrí. Hann dó þegar við vorum að rúnta um á Þorláksmessu og klára að versla það sem þurfti fyrir hátíðirnar. Hann hafði þó vit á því að deyja á bílastæðinu hjá Bónus í Spönginni, bara neitaði að fara í gang, enda búin að spila dúndrandi tónlist í honum síðan ég keypti hann nýjan fyrir átta og hálfu ári síðan. Ég vissi að hann var orðin tæpur á rafmagni þannig að ég mátti svo sem búast við þessu, bara ekki á þessum degi
En alla vega, eins og alltaf hringdi ég í elsku pabba sem kom 5 mínútum seinna og gaf okkur start þannig að við komumst heim og svo ákváðum við að leifa bílnum að fá jólafrí, hann átti það skilið, hefur aldrei bilað á öllum þessum árum. Notuðum stóra drekann um Jólin, þoli ekki þann bíl, 9 manna strætó sem drekkur bensínið, en ég nota hann þegar fóturinn á mér bilar, þar sem hann er sjálfskiptur.
Fór svo í dag með elsku bílinn minn og lét mæla rafgeyminn á honum, eins og ég vissi var geymirinn steindauður, starfsmennirnir hjá Skorra ætluðu varla að trúa því þegar þeir tóku geyminn úr bílnum, orginal geymirinn var fyrst núna að gefa upp öndina enda orðin átta og hálfs árs eða jafn gamall og bílinn. Algengur líftími á rafgeymir er um 3-5 ár, þannig að sá franski er heldur betur búin að standa fyrir sínu og fékk því sína endanlegu hvíld í dag.
En þar sem grunnlífeyrinn hjá TR hækkar um 869 kr á mánuði, þá hafði ég efni á því að fjárfesta nýjum geymi, miðað við þessar 869 krónur, þá tekur það bara ca. 16 mánuði að borga fyrir nýja geyminn Varð aðeins að leika mér með tölur og hækkanir á bótunum
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! Eitthvað hefur bíllinn verið góður hjá ykkur. Hvaða tegund er þetta? Farið greinilega vel með elskuna ykkar.
Já, til hamingju með 869 krónurnar Ingunn mín. Það er aldeilis munur að geta leyft sér að spreða í jógúrt eða jafnvel nýjar skóreimar! Ekkert nema lúxus
Bestu kveðjur úr sveitinni, Arna
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 09:09
Eins og ég hef sagt, við erum ríkar konur, ekki spurning.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:14
Ég vildi öruggan góðan bíl, sérstaklega með börnin, þannig að ég keypti Renault Megane Scenic, hann eyðir litlu og hefur aldrei bilað á mig alla vega ekki alvarlega, rúðuþurrkumótor og svo blessaði geymirinn, þannig að ég get alls ekki kvartað og tími ekki að láta hann frá mér.
Jamm við erum og verðum svo ofboðslega ríkar skutlur.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.