Veðrið er að versna

Þá er það enn einn stormurinn á leiðinni, hafa blessuðu hjálparsveitirnar ekki fengið nóg að gera þennan mánuðinn. Nú er flugeldasalan komin á fullt hjá þeim og vakt allan sólahringinn í tengslum við það og svo verður víst eitthvað fjör í Kára í nótt og þá verða björgunarsveitirnar kallaðar út aftur.

Veðrið er að skella á, við fjölskyldan vorum að koma heim núna rétt áðan, búum í Staðarhverfinu í Reykjavík og fjörið er byrjað hér. Tveir bílar pikk fastir upp við Korpúlfsstaðina, nokkrir úti með skóflurnar að reyna að losa þá. Færðin er að verða hundleiðinleg, mikið fjúk og þá myndast þessir æðislegu snjóskaflar alls staðar og bílarnir annað hvort sygla í gegnum skaflana eða þá að þeir hringsnúast og festast.

Nú er bara kominn tími á að hita sér kakó með rjóma, hendast upp í sófa með fjölskyldunni og njóta þess að vera kominn heim.  


mbl.is Stormi spáð á öllu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér vaknaði ég við lætin, kisa er að pissa á sig úr hræðslu, liggur í fanginu á mér.  Er farið að batna hjá ykkur??  kær kveðja á þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Nei, veðrið er hundleyðinlegt, en fjölskyldan virðist bara breiða upp fyrir haus og halda áfram að sofa, þannig að ég sit ein hérna frammi í rólegheitunum. Æðislegur friður Knús og kossar á ykkur öll.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 30.12.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband