Búin að teppaleggja

Jæja, þá eru handklæðin komin á gólfin og ég komin í stígvélin,Grin búin að fá mér heitt kakó og slappa af fyrir framan tölvuna. Ég verð nú að viðurkenna að þetta er pínu þreytandi, hundleyðinlegt veður marg oft í mánuði og að þurfa að teppaleggja heimilið með handklæðum til að reyna að draga úr vatnsskemmdum.

En þessu veseni fer nú að ljúka, aðalmeðferðin í gallamálinu gegn byggingarfyrirtækinu og tryggingarfélaginu verðu nú í janúar. Dómarinn búin að lofa því að hún taki ekki langan tíma frá aðalmeðferð þar til hún fellur dóminn í þessu máli. Það verður æðislegt þegar þessari baráttu lýkur. En þangað til að þessu lykur og hægt verður að byrja að laga heimilið, þá verðum við bara að teppaleggja reglulega og vera í stígvélum og flíspeysu W00t Það eru ekki öll börn jafn heppin og mín að geta sullað í pollum innandyraTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hrikalega held ég að þetta sé nú þreytandi, vona svo innilega að þið vinnið málið og þetta komist allt í lag.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Linda litla

sammála síðasta ræðumannni, þetta er stórsniðugt það þarf ekki að senda börnin út að leika sér. Bara henda þeim í pollagalla og leyfa þeim að sulla inni. Nei, þetta er ljótt að segja, vona að þessu máli fari að ljúka svo hægt sé að gera eitthvað í þessu. Gangi ykkur vel Ingunn mín

Linda litla, 30.12.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband