Alien tennur

Jæja, fór með yngri guttan í röntgenmyndatökuna í gær, þar sem átti að athuga hvort fullorðinstennurnar væru ekki örugglega einhverstaðar á leiðinni. Drengurinn verður 11 ára á árinu og er bara búin að missa 4 barnatennur, ekki mikið að flýta sér að þessu.Whistling Tennurnar fundust, þær eru allar þarna. Eftir myndatökuna fórum við út í bíl og skoðuðum myndina, við öskruðum þegar við sáum hana, svo hlógum við og reyndum að finna út úr því hvar við höfðum séð svona tanngarð áður. Guttinn sagði að tennurnar hans líktist tönnunum hjá AlienGrin Honum fannst þetta frekar cool til að byrja með, svo í gærkvöldi fór hann að pæla í því hvort að tennurnar hans verða svona  eða hvort það er hægt að laga þetta, ég sagði honum að við látum laga tennurnar,  að tannsi ætlar að skoða myndirnar og hringir svo í okkur og lætur okkur vita um framhaldið. 

Ég tók eftir því að greiðslukortin mín fóru að hitna all verulega, það kom megn bræðslulykt úr veskinu mínu. Ég þarf engann tannsa til að segja mér að ég verði að borga  brjálæðislega háa tannlæknareikninga fyrir guttann minn næstu árin.

512_IMG_6952 Þessi mynd segir mér að elsku prinsinn minn þurfi tannréttingar í nokkur ár. En hann er allavega með fullorðinstennur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hann er greinilega ekkert að flýta sér að þessu drengurinn!  Já Ingunn mín það er sko auðvelt að bræða úr kortinu sínu hjá tannsa, mínu korti er farið að kvíða fyrir þar sem eldri stelpan mín fer í tannréttingar eftir ferminguna (í vor) og er ég mest hrædd um að kortið mitt flytji að heiman áður en að því kemur

Huld S. Ringsted, 12.1.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hlýtur að hafa fengið vitlausar tennur, þetta er ekki "human"  annars er furðulegt hvað þessir tannsara geta lagað, en dýrt er það drottinn minn. finn til í buddunni með þér.  Dentist 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Linda litla

Þetta er svakalegt, þó ekki sé minnst á kostnaðinn sem á eftir að fylgja þessu. En er viss um að tannsi á eftir að gera gott úr þessu. Gangi ykkur vel Ingunn mín.

Linda litla, 13.1.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Alien hehe bið að heilsa geimverunni

Ólafur fannberg, 13.1.2008 kl. 17:39

5 Smámynd: Gísli Sigurður

tjahá... ég er bara orðlaus.

Gísli Sigurður, 14.1.2008 kl. 13:40

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er nú eitt sem mætti nú alveg fara að athuga með að mjaka tannréttingakostnaði eitthvað niður.Ríkið greiðir reyndar 150.000 kall í áföngum á með á réttingunum stendur.

Ég er með stelpuna mína í óumflíanlegum tannréttingum.Eftir að ég var búin að punga út 180 og eitthvað þús í það skipti sem sem sett var upp í hana þá samdi ég um afganginn og borga 17 þús á mánuði í tvö ár eða þar til réttingunum líkur.

Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 02:16

7 Smámynd: Solla Guðjóns

sko ég samdi beint við sérfræðinginn og borga inn á reikn hjá honum og slepp þannig við vísakostnað....

Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband