14.1.2008 | 13:07
Helgin búin
Þá er helgin búin og komin mánudagur og prófvika hjá strákunum Ég var hálf ofvirk um helgina, eitthvað sem ég geri þegar ég er með verki og er mikið að hugsa. Tekur smá tíma að jafna sig, mjöðmin orðin mjög góð, get tekið hliðarskref án þess að hneygja mig, en hnéið er ekki að skána líklega stökkið inn í nýja árið hafi ekki verið það besta sem ég gat gert. Svo blessaða kjálkamyndin af prinsinum, eða eins og Ásdís sagði "it aint human", smá áfall að sjá myndina, Beauty on the outside but beast on the inside. Þetta verður lagað, sama hvað það muni kosta, fallegi drengurinn minn fær ekki að vera svona tenntur.
Þannig að um helgina fór ég að þrífa allt, taka til í fataskápunum , taka föt sem eru of lítil og farið með í Rauðakrossinn. Þvo glugga og gardínur, jóladótið tekið niður og pakkað, en ég læt nú ljósin vera lengur sérstaklega í þessu myrkri. Fór með fullt að drasli á haugana, mig langaði að gráta þegar ég henti spinnerunum af bílnum, þeir voru orðnir of slitnir, þannig að nú þarf ég að pannta aðra. Ég veit að ég er skrítin, ég er á gelgjunni með unglingnum mínum, keyri um með spinnera á sumrin og langar að setja díóðuljós undir bílinn en það er bannað.
Prinsessan er að ná í sig flensu og er eins skemmtileg og hún á að sér að vera þegar hún er veik. Hún verður hálf andsetin þegar pöddurnar eru komnar í hana og hennar aðalmarkmið er að gera líf bræðra sinna að helvíti þegar henni líður ílla
Unglingurinn var að hringja í mig og segja mér að hann þurfi að komast til tannsa, hann var að brjóta úr framtönninni í matartímanum. Æðislegt, meiri tannsi, ætli þetta verði eitt af þessum árum þar sem mikill tími verði hjá tannsa, svona tannsa ár????
Árið í fyrra var nefnilega lækna, slysa, aðgerðarár. Fyrstu vikuna í janúar í fyrra fór ég í fyrstu aðgerðina með öxlina, gekk æðislega. Um vorið var það svo hæll og hásin, hækjur í 4 vikur, á sama tíma ákvað yngri prinsinn að bráka á sér öklan og vera á hækjum mér til samlætis Nú svo var keyrt á prinsinn og fullt að gera í tengslum við það slys. Prinsessan fór svo í hálskirtlatöku í haust og var snögg að jafna sig á því, byrjaði að syngja um leið og við komum heim og hefur ekki hætt að syngja síðan þá. Svo endaði árið með aðgerðum á mjöðm og hné hjá mér. Þannig að það var nóg að gera í fyrra.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, þetta hefur meira árið hjá þér mín kæra. Vona ykkar vegna að þetta ár verði ekki tómar tannlæknaferðir, fátt eins leiðinlegt. Gott að heyra að mjöðmin er að batna, ég er að fara til Gauta í fyrramálið. Dóttir mín var í aðgerð í morgun hjá honum og Svíanum. Hafðu það gott elskið mitt. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 13:11
Skil þetta með prinsessuna Var svona lika á svipuðum aldri Varð andsetinn ef ég varð veikur og gerði öllum lifið leitt á meðan.
Ólafur fannberg, 14.1.2008 kl. 13:25
Ásdís mín, vona að aðgerðin hjá dóttur þinni hafi gengið vel og gangi þér vel hjá Gauta á morgunn, það er alltaf nóg að gera, mér leiðist aldrei
Ólafur, já pöddurnar er erfiða að lifa með, en sem betur fer er prinsessan enn sofandi.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 13:34
Þetta hefur nú verið meira lækna-slysa-aðgerðar-hækju árið hjá ykkur í fyrra, vá. Og svo ætlar að verða tanlæknaár núna...... greyjið mitt, hvernig verður 2009 ?? Langar ekki einu sinni að hugsa til þess.
Gangi ykkur vel elskurnar.....
Linda litla, 14.1.2008 kl. 14:02
Jahérnahér úbbsVona að þetta ár verði betra í alla staði.
Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.