15.1.2008 | 13:54
Lögregluárásin
Á útvarpi Sögu í morgunn var Arnþrúður Karlsdóttir að ræða um árásina á lögreglumennina á Laugaveginum um helgina, eins og flest allir vita voru þar Litháar á ferð. Hún bað hlustendur um upplýsingar um málið, þar sem hún sagðist hafa heyrt að þessi árás hafi verið gerð að tilstuðlan Íslendings eða að Íslendingur hafi greitt þeim fyrir árásina. Ég hlustaði ekki á þáttinn þannig að ég veit lítið um þetta mál, annað en það sem mér hefur verið sagt, og svo það sem ég las á DV. Hér fyrir neðan kemur það sem er skrifað á DV.
Árásarmenn reknir
Tveir mannanna fimm sem gengu í skrokk á óeinkennisklæddum lögregluþjónum á Laugaveginum, aðfaranótt föstudagsins, störfuðu hjá JB byggingarfélagi. Mönnunum, sem eru báðir frá Litháen, var umsvifalaust sagt upp störfum þegar málið kom upp.
Við munum aldrei líða það að starfsmenn á okkar vegum leggi stund á ofbeldi af nokkru tagi," segir Engilbert Runólfsson, forstjóri JB byggingarfélags, í samtali við DV sem fjallar um málið í dag.
Þetta er byggingarfélagið sem ég er í málaferlum við og verður aðalmeðferðin eftir tvær vikur, ég get ekki bloggað neitt um málið fyrr en dómur fellur og þá mun ég líka vera dugleg við að segja frá öllu í sambandi við íbúðarkaupin og alla gallana sem eru hér.
Ég vona bara að þeir senda enga Litháa á eftir mér
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á ætti að dæma mennina, láta þá afplána dóm og senda þá svo heim til sín, þetta er ekkert nema endalaust vesen með þessa útlendinga hérna. Líkamsárásir og nauðganir, þetta eru yfirleitt einhverjir útlendingar sem á bara að senda heim. Það er ekkert skrítið að landið skuli vera orðið svona þegar stór hluti okkar er orðið útlendingar.
Ég hef aldrei haft neina fordóma gagnvart þessu fólki , en það eru bara alltaf að koma upp einhver mál tengd þeim. Og hana nú !
Linda litla, 15.1.2008 kl. 14:33
Mér þykir það gott hjá fyrirtækjum almennt að hunsa ofbeldismenn........einhver verður að taka í taumana..........þetta er orðið einum of gróft ....landið opið í báða enda.
Vona samt að þú nárir réttlætinu í þínu máli fram.
Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.