16.1.2008 | 15:05
STOPP
Berklar ekki horfnir á Íslandi, og árlega greinast 10-12 einstaklingar með smitandi lungnaberkla, um helmingur þeirra Íslendingar. Aðeins seinna í greininni kemur fram að 4 starfsmenn Landsspítalans hafi greinst jákvæðir eftir að berklapróf var framkvæmt á þeim þar sem inniliggjandi sjúklingur hafi greinst með smitandi berkla. Ég get ekki betur séð en að erlendur sjúklingur hafi smitað 4 starfsmenn og samkvæmt mínum útreikningi eru þarna komin sá fjöldi Íslendinga sem greinast með berkla á ári.
Frjáls innfluttningur íslenskra fyrirtækja á ódýru vinnuafli er orðin vandamál, fyrirtækjunum er í sjálfsvald sett hvort þeir fari fram á að erlendir starfsmenn sýni sakavottorð eða ekki, heilbrigðisvottorð er ekki einu sinni inni í myndinni. Ég get ekki betur séð en að þetta er að verða ansi mikið vandamál, varðandi innfluttning á ódýru vinnuafli.
Starfsfólk spítalana er í hættu, þar sem nokkrum sinnum á ári koma upp sýkingar og berklar sem sjúklingar af erlendu bergi brotnir bera með sér og skapar það hættu fyrir aðra sjúklinga og starfsfólk. Seinustu árin hefur orðið mikil aukning á því að starfsfólk spítalana þurfi að ganga í gegnum alls konar próf og rannsóknir í tengslum við sýkingar og annað sem kemur reglulega upp innan spítalanna. Eitthvað hlýtur þetta að kosta.
Nú svo ég tala nú ekki um líkamsárásir á lögreglumenn, þar erum við líka að tala um innflutt vinnuafl, sem eins og áður segir þurfi ekki að leggja fram sakarvottorð, né heilbrigðisvottorð við komuna til landsins. Þessir 5 einstaklingar, allir Litháar eru með sakaskrá í sínu heimalandi og við við samþykkjum og leifum frjálsan innfluttning á slíku fólki til Íslands. Fyrirtækið sem Litháarnir unnu hjá, sagðist ekki sætta sig við það að þeirra starfsfólk hagaði sér svona og rak þá, og þar með er það fyrirtæki laust við vandamálið sem fyldi starfsfólki sem þeir fluttu til landsins.Nauðgunum hefur fjölgað þó nokkuð og ansi stór hluti þeirra eru framin af innflutta vinnuaflinu.
Sem sagt fyrirtæki á Íslandi hafa leifi til að flytja inn fullt af ódýru vinnuafli, þetta spara þeim fyrirtækjum pening, því oft á tíðum borga þau þessu fólki langt undir íslenskum launatöxtum. En þjóðfélagið allt borgar brúsan, þar sem aukning hefur verið á afbrotum, árásum, nauðgunum og sýkingum og berklum með þessum innfluttningi.
Ef mig langar að flytja inn gæludýr, þá þarf ég að sækja um leifi til þess og borga fyrir það tæpar 20.000 kr. Svo þarf að setja dýrið í 4 vikna einangrun sem kostar 200-250 þúsund krónur fyrir hunda. Áður en ég fengi leifi til að koma með dýrið til Íslands, þá þarf dýrið að fara í alls konar bólusetningar og rannsóknir, samkvæmt lögum, einnig þurfa sumar hundategundir að fara í Skapgerðarmat. Þetta eru lög og reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir að sjúkdómar og sýkingar berast í íslenska hunda og önnur dýr.
Íslendingar eru kærðir fyrir að koma með of mikið af sælgæti til landsins, einnig er maður tekin ef maður er með kjöt eða matvörur með sér til landsins og kærður. Þetta er glæpsamlegt athæfi, þar sem matvörur gætu innihaldið salmonellu eða annan ófögnuð. En það er frjáls innfluttningur á ódýru vinnuafli sem ber jafnvel með sér sjúkdóma og eru með langan sakaferil að baki í heimalandinu, en það er í fínu lagi.
Sælgæti, ostar, kjöt og gæludýr er bannað eða háð ströngum lögum og reglum, en engar reglur reglur eru varðandi erlent starfsfólk, sem getur valdið heilsu og líkamlegu tjóni á íslenskum tvífætlingunum, það er mikilvægara að passa upp á lif og heilsu fjórfætlinganna.
Berklar ekki horfnir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð pæling, maður verður að horfa á heildarmyndina. Er ekki enn búin að manna mig upp í heilsuleysis blogg, en ég get sagt þér að Gauti er að safna gögnum um mig og spekúlera í hvað er best að gera. Liggur ekki svo í augum uppi. Knús elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:47
Spáið í þetta........ aldrei hef ég horft á þetta svona. Gott umhugsunarefni.
Linda litla, 16.1.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.