21.1.2008 | 19:14
Mig langar heim til Færeyjar
Undanfarið hefur mikill söknuður ráðist á mig, ég er farinn að þrá að komast heim til Færeyjar. Við fjölskyldan sigldum þangað fyrir 4 árum og börnin elskuðu að vera þar. Það er svo mikið frelsi og allt í rólegheitunum alls staðar. Amma var enn á lífi þegar við vorum þar, en hún lést fyrir tæpum tveim árum síðan og einhvern veginn, langaði mig ekki mikið að fara þegar amma var ekki á staðnum. En yngri strákurinn er farinn að tala svo mikið um að fara aftur til Færeyjar og þá bara sigla ekki með flugi. Siglingin var líka alveg ofboðslega kósý, að rugga í svefna var æðislegt.
Amma með langömmu börnunum.
Smá Titanic fýlingur í strákunum þegar við fórum í siglingu með bróðir hennar mömmu.
Frænda mínum datt í hug að prófa að sigla inn í hella, hafði aldrei farið þarna inn áður. Það var alveg geðveikt flott að fara þarna inn á bátnum.
Tindhólmur, rétt hjá Mykinesi fyrir utan Sörvág.
Systir mín og litla prinsessan mín aðeins að sulla og vaða á sandinum í Sörvági.
Hér stendur prinsessan og bíður eftir að bræður hennar komi til baka, þeir fóru út að sigla á árabát með pabba sínum, henni var ekki treyst að fara með og var ekki sátt við það.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar var ég frá 26. júlí 2005-10 ágúst og þótti mér það vera alveg yndislegt, fór með ferjunni keyrði um alla eyjunna þvera og endilanga. Í lokin fór ég í siglingu kringum eyjarnar það var algert æði.
Eiríkur Harðarson, 21.1.2008 kl. 19:23
Yndislegar myndir, mig langar svo mikið til færeyja og er jafnvel á planinu að skreppa með Norrænu næsta sumar, ég vona að það gangi eftir
Huld S. Ringsted, 21.1.2008 kl. 23:02
Æðislegar myndir. Eg hef aldrei komið til Færeyja, það er eitthvað sem eg a eftir að fara. Það er alveg ljost. Myndin ur hellinum er ofsalega flott.
Linda litla, 21.1.2008 kl. 23:40
hef farið nokkrum sinnum til Færeyja og alltaf jafngaman að koma þangað i kyrrðina fínt að kafa þar
Ólafur fannberg, 21.1.2008 kl. 23:40
Vá Ingunn! frábærar myndir, eins og þín er von og vísa. Já, Færeyjar, þær eru á planinu, einn góðan veðurdag verður maður að fara þangað og heimsækja næstu nágranna. Það hlýtur að vera bara dásamlegt!
Takk fyrir þetta ferðalag í myndum Ingunn. Vona að þér heilsist betur og betur.
Ragnhildur Jónsdóttir, 22.1.2008 kl. 15:42
Frábærar myndir, mig hefur alltaf langað til Færeyja, kannski maður taki skipið fljótlega og kíki á staðinn. Er alltaf á leiðinni með bíl til Evrópu. Kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 20:08
Oooo hvað þetta eru æðislegar myndir. Ég skil vel að þú saknir þessa staðar. Ég er ein af þeim sem langar svooo að fara til Færeyja. Sé það með svona draumagleraugum að fara þangað. Reyndar nefndi ég Færeyjar í fullri alvöru við manninn minn þegar við vorum að spá í brúðkaupsferð á sínum tíma. Hefði svo viljað vera þar. Þetta er í það minnsta einn af þeim stöðum sem maður VERÐUR að fara á meðan maður lifir.
Annars vona ég bara að þú sért öll í góðu formi, eins og mögulegt er snúllan mín.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:46
Flottar myndir og þá aðallega Titanicmyndin....
Björgin þarna eru tingarlega hrikaleg en það kunni ég ekki að meta er ég dvaldi þar fyrir 35.árum
Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.