24.1.2008 | 01:05
Nýársstökkið og íbúðarmálið.
Er búin að vera löt við bloggið, tengist því að ég er búin ferlega slæm af verkjum i bölvaða hnénu sem hefur versnað mikið og ég hef þurft að vera mikið á verkjalyfjum undanfarið. Ekki mitt uppáhald. Sendi doksa tölvupóst um ástandið og hann snöggur að svara eins og alltaf, hann vildi að ég kæmi til hans og var ég hjá honum í dag. Ég hef skaðað eitthvað í hnénu með þessum flótta á gamlárskvöldi undan flugeldanum, það er að segja stökkið inn í nýja árið Hnéið hefur ekki þolað stökkið og lendinguna, þannig að nú þarf ég aftur að fara í segulómun, en það er alltaf smá bið( rúmar tvær vikur) en doksi bað um að ég yrði sett í forgang, þannig að ef tími losnar þá verður hringt. Og hann vill meina að ég þurfi aftur að fara í aðgerð, heldur að ég hafi rifið liðþófann eða það sem var eftir af honnum og spurning með krossböndin. Jæja, það er ekkert við því að gera, bíð bara eftir að ljúka þessu, svo ég losni við þessa dj... sáru verki. Er of þrjósk til að fara að nota hækjurnar aftur, því þá er ég handarlaus á meðan, þannig að ég verð bara að vanda mig og labba varlega, það versta er að komast ekki út að rölta um og taka myndir.
Svo er náttúrulega bara nóg að gera þegar maður er í stríði á öllum vígstöðvum. Var að breyta herberginu hjá litla gutta og taka til, þarf að minnka draslið og undirbúa allt heimilið fyrir málaferlið, þar sem dómararnir ætla að koma hingað og skoða gallana sjálfir. Aðalmeðferðin átti að vera í næstu viku, en í dag hringdi lögfræðingurinn minn og sagði að lögfræðingurinn þeirrahefði beðið um vikufrest, ég var ekki ánægð með enn einn frestinn en það er ekkert við því að gera, dómarinn ræður. Þá hef ég aðeins meiri tíma að undirbúa heimilið á hægum hraða miðað við heilsuna eða heilsuleysið. Stóri dagurinn er því 7.febrúar, dómararnir og lögfræðingarnir mæta hér klukkan 8:30 að skoða Höllina og svo verður farið beint niður í Héraðsdóm Reykjarvíkur, þar sem aðalmeðferðin verður svo keyrð áfram. Held að það er bara gott, þá hafa þeir séð gallana með eigin augum og vita hvernig ástandið er, ekki bara einhverjar myndir og lýsingar frá matsmönnum og mörgum mismunandi aðilum. Dómarinn lofaði mér í haust að hún mundi ekki taka langan tíma áður en hún fellur dóm í málinu. Þannig að þessari margra ára baráttu fer bráðum að ljúka.
Jæja, þá eru verkjatöflurnar farnar að slá í hausinn á mér og ætla að fara að koma mér í rúmið
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bara fjör og læti...vonandi gengur allt vel
Ólafur fannberg, 24.1.2008 kl. 01:09
Ég krossa mig nú bara við að lesa þetta Ingunn mín. Skelfilegt ef þetta eina hopp er að laska þig svona að þú þurfir aftur í aðgerð. Öll mín samúð til þín
En gangi þér vel með dómsmálið snúllubúnt. Nú verður ekkert kjaftæði meir.
Hafðu það sem allra best! kveðja, Arna
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 03:30
Þetta hljomar ekki vel, i guðanna bænum Ingunn, viltu fara vel með þig.
Linda litla, 24.1.2008 kl. 08:22
Takk kærlega fyrir yndislegu bloggvinir. Já, ég verð að viðurkenna að þetta er frekar fúlt og bölvanlega sárt, en doksi verður snöggur að tjasla mér saman aftur í næsta mánuði.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.