Þá baula kúabændur

Mjólkin er ódýrari á Íslandi en í Danmörku og Noregi. Þá byrja kúabændur að baula og kvarta um hörku, að verð á mjólkinni er haldið niðri af mikilli hörku hér á landi. Það er fé almennings sem styrkir þá all hressilega, þannig að þeir ættu að hætta að baula.

Af hverju gerir Landssamband kúabænda ekki verðkönnun á kjötvörum á milli þessara landa, þ.e.a.s Ísland, Danmörk og Noreg sem þeir vilja bera sig saman við? Verð á nautahakki hér á Íslandi er komið hátt í 1.500 kr kílóið, þetta eru afgangarnir og ruslið sem er skafið af beinunum sem er hakkað og selt á þennan geðveika pening. Í Danmörk er hægt að kaupa nautahakk á rúmar 500 kr kílóið, en það vilja Landssamband kúabænda ekki minnast á. 

Þeir komust að því að mjólkin er ódýrari hér en í hinum tveimur löndunum, ekki er þetta marktæk verðkönnum hjá aumingja kúabændum. Á maður að vorkenna þeim???? Ég bara spyr.

Við búum í dýrasta landi í heimi, en mjólkin er eitthvað ódýrari hér en í þessum tveim löndum og það er fréttnæmt.  


mbl.is Ódýr nýmjólk á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Nákvæmlega! Það er fréttnæmt ef eitthvað er ódýrara hér en úti.

Emma Vilhjálmsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Ólafur fannberg

muuu sagði einhver

Ólafur fannberg, 28.1.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Muuuu  Cow   það er nú búið að taka þá langan tíma að komast að þessarir niðurstöðu, getur ekki verið mjög erfitt að finna það út.   Kær kveðja til þín Ingunn mín og mundu að drekka mjólk, gott fyrir beinini. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Besta mjólkin í heimi. Eða það finnst mér allavega, er ég eitthvað hlutdræg? híhí það gerir ekkert til. Verðsamanburður er bara heimskulegur eins og þú bendir á með kjötið.

Bestu kveðjur Ingunn

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband