Loksins búið!!!!

Þá er málsmeðferðinni varðandi íbúðina loksins lokiðW00t  Ég er búin að standa í sjö og hálfs árs baráttu við byggingarfélagið sem byggði íbúðina sem við keyptum okkur. Ég var alls ekki sátt við alla gallana sem komu í ljós í íbúðinni og sinnuleysi af hálfu byggingaraðilans og því fór ég í málaferli við þá. Þetta er búið að vera heljarinnar stapp og vesen, endalausir frestir og kjaftæði, en loksins í gærmorgunn komu dómarar og lögfræðingar hingað að skoða íbúðina og svo var farið beint niður í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem aðalmeðferðin fór fram og henni lauk seinnipartinn í gærWizard Dómsuppkvaðning verður 22. febrúar, þannig að nú er bara verið að bíða eftir þeim degi. Það er ekkert meira sem ég get gert í þessu máli, nú er það komið alfarið í hendurnar á 3 dómurum. Ég vona bara að ég fái ástæðu til að opna Kampavínsflösku föstudaginn 22. febrúar.

Eftir að málinu lauk, þá varð að hendast heim sækja drengina og koma þeim í æfingar, og svo koma sjálfri mér í sjúkraþjálfun. Þjálfarinn heldur áfram með tilraunastarfsemi á hnénu á mér með því að líma það þvers og kruss, mér líður eins og pakka þegar hann hefur lokið sér af með teipiðWink

Ég ætlaði varla að nenna að fara af stað í gær eftir að við komum heim, það varð svo mikið spennu fall hjá mér eftir að málsmeðferðinni lauk, að ég hefði getað sofnað. Ég var svo tóm að ég var sofnuð fyrir miðnætti, það gerist bara aldrei hjá mér að ég sofna svo snemma.

En í dag er ég svo að fara í segulómunina til að athuga hvað mér tókst að skemma í hnénu á gamlárskvöldLoL með þessu stökki. Held að næsta gamlárskvöld þá kaupi ég bara enga flugelda, svo ég þurfi ekki að stökkva undan þeim.  Svo er það að sækja yngri  prinsinn og fara í hnykk, þeytast heim og sækja restina af börnunum og aftur niður í bæ. Yngri strákurinn er að fara á handboltamót í dag og á morgunn, svo eru úrslitaleikirnir á sunnudaginn. 

Þannig að það er alltaf nóg að gerast og mér leiðist aldreiLoL Svo er ég að plana að bjóða allri fjölskyldunni í mat á sunnudaginn í tilefni af því að eitt árið enn ræðst á mig þann daginn. Var með bollukaffi um seinustu helgi og bakaði þá 110 bollur sem hurfu ofan í fjölskylduna. 

Jæja, verð að hendast af stað, ég kíki á ykkur öll þegar róast hjá mérGrin Eigið þið æðislega helgiWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég vona að 22 febrúar verði eftiminnilegur góður dagur hjá ykkur.

Eigðu góða helgi með fjölskyldunni og farðu vel með þig góða mín.

Linda litla, 8.2.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara brjálað að gera hjá þér.  Ég var einmitt að hugsa til þín í gær þegar ég heyrði uppkvaðningu einhvers annars svona húsamáls.  Farðu nú vel með hnéið þitt, vona bara að þér batni.  Eigðu góða helgi mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 15:57

3 identicon

Ég hélt einmitt að hitt málið sem kom í fréttirnar hefði verið þitt mál og ég hugsaði "loksins réttlæti!".  En þá er víst að bíða örrrrrlítið lengur.  Vona að það verði í svipuðum stíl hjá þér.  Njóttu helgarinnar Ingunn mín

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:14

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gott að þetta mál með húsið fer að klárast og vonandi að það fari vel  Já,það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér Ingunn mín,ég óska þér góðrar helgar skvís  Ha eitt árið enn ? afmæli ?

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.2.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hlýtur að vera ákveðinn léttir að þetta sé búið, núna er bara að vona að úrskurðurinn verði þér vel hagstæður

Áttu afmæli á sunnudaginn? 

Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Vona svo sannarlega að dómararnir þrír sjái sóma sinn að dæma þér ærlega í hag............Taktu fagnandi við árinu alltaf gaman að eiga afmæli.

Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 03:50

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já,ég er búin að vera að reyna að finna þetta út með afmælið  Ég fann Ingunni Jónu sem á afmæli 10 febrúar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.2.2008 kl. 14:22

8 Smámynd: Kjartan D Kjartansson

Ég vona svo innilega að það verði opnað fyrir Kampavínið og það flæði um allt, þér til fagnaðar í langri og mjög strangri baráttu með þetta.

Kjartan D Kjartansson, 12.2.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Ólafur fannberg

vona að allt falli ykkur i hag

Ólafur fannberg, 12.2.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband