Ég á afmæli

Jæja, þá vaknaði ég einu árinu eldri en í gær. Ég var að plana að bjóða fjölskyldunni og nokkrum vinum  í mat í kvöld, en verð að fresta því. Erum búin að vera með yngri prinsinum á handboltamóti á föstudag og laugardag, elsku strákarnir mínir eru búnir að gera eitt jafntefli og vinna svo alla hina leikina, þannig að þeir eru komnir í úrslitin og eiga að keppa aftur í dag.Wizard

Svo er unglingurinn minn að fara að Laugum með skólanum á morgunn og kemur aftur til baka á föstudag, þannig að þá þurfum við að pakka niður fyrir hann og gera klárt fyrir ævintýrið hans. 

Þá verð ég bara að vera með veisluna um næstu helgi, en mamma og pabbi hringdu í gær og buðu okkur í mat í kvöld.  Þannig að elsku mamma og pabbi ætla að hafa smá afmæli fyrir litla barnið þeirraGrin  sem þau eignuðust fyrir nokkrum árum síðan. Ártalið segir 39 ár síðan en ég er en svo ung í anda að ég er bara 20 ára, þótt að líkamlega líður mér oft eins og ég sé mikið eldri en þaðW00t

Jæja, kallinn búin að baka pönnsur, er að fara að belgja mig út og svo þurfum við að fara að mæta niður í Fram og fylgjast með handbolta hetjunum okkar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með 39 árin Ingunn mín. Megi afmælisdagurinn vera góður. Skelltu í þig pönnsum og njóttu, þetta er jú þinn dagur.

Linda litla, 10.2.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞITT ELSKU INGUNN  Njóttu dagsins sem allra best,við eigum jú bara 1 svona dag á ári

Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.2.2008 kl. 14:10

3 identicon

Innilega til hamingju með daginn Ingunn mín!  Bestu kveðjur úr sveitinni 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:02

4 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með daginn gamla

Ólafur fannberg, 10.2.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elskan mín og innilega til hamingju með afmælis daginn þinn.  Alltaf gaman að eiga afmæli.  Er unglingurinn að fara að Laugum í Þingeyjarsýslu? kveðja og eigðu góða viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið!! 

Bestu knús og kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.2.2008 kl. 01:30

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til lukku með árin 39 Ingunn mín,en já við verðum að fara að ákveða fjöryrkjahitting fljótlega.

Magnús Paul Korntop, 11.2.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með afmælið og ég er sko sammála að maður el alveg hátt í 20.árum yngri en ártalið segir ti um

Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 02:05

9 Smámynd: Kjartan D Kjartansson

Hjartanlega til hamingju með 20 árin  hin talan breytir engu máli og heldur ekki hvað skrokkurinn er að  bulla í þér dúllan okkar, það er sálin sem telur ekki dagatalið.  
Megir þú og þín góða fjölskilda njóta dagsins.

Kjarri og Hulda

Kjartan D Kjartansson, 12.2.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband