15.2.2008 | 13:20
Frumburðurinn minn fer að koma heim.
Þá fer loks að líða að því að unglingurinn fari að koma heim úr ferðinni að Laugum. Bölvanlega er ég nú búin að sakna hans mikið Yngri systkinin ekki heldur alveg sátt við að það sá elsti er búin að vera í burtu síðan á mánudag. Þau hafa farið inn í herbergið hans á hverjum degi, bara til að athuga hvort hann sé heima og af gömlum vana kalla þau alltaf "bless Daníel" þegar þau fara út.
Í morgunn fékk ég svo bréf frá Reykjarvíkurborg um að fara að innrita prinsessuna í skólann fyrir haustið. Úfff hvað tíminn líður fljótt, hún fæddidst bara fyrir nokkrum mánuðum og svo á ég að fara að innrita hana í skóla núna Ég er ekki alveg tilbúin til þess, hún er litla barnið mitt.
Svo kom bréf frá læknunum sem yngri prinsinn er búin að vera hjá vegna slyssins í fyrra, þetta bréf þarf ég að fara með í skólann. Þar kemur fram að slysið hafi haft mikil áhrif á einbeitingu, hegðun og sálarástand drengsins, ásamt því að hann greinist með lesblindu og talsverðan mislestur. Þetta er nýtilkomið og hugsanlega afleiðingar slyssins. Skólinn er vinsamlegast beðin um að taka tillit til þessa ástands hans.
Erum búin að tala mikið við kennarann hans um ástandið og hún sýnir honum mikinn skilning og vill að við leifum honum að vinna sem mest á tölvuna, þar sem hann er alveg ofboðslega lengi að skrifa, svo er hann örfhentur og þar af leiðandi er hann alltaf að nuddast yfir allt sem hann skrifar og bæði hann og blaðið verður svona frekar subbulegt, blý út um allt.
Skrítið með þessar breytingar á drengnum, í fyrra kom hann heim með heimanámið á mánudegi fyrir alla vikuna, hann settist niður kláraði allt heimanám á klukkutíma og svo var hann rokinn út, en í dag erum við að berjast í marga klukkutíma með eitt fag. Óöryggið er greinilega þó nokkuð hjá honum, því hann fer varla út lengur. En þetta mun að öllum líkindum lagast með tímanum.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tíminn liður hratt í sambandi við börn
Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 13:43
Ingunn mín passaðu vel og fylgdu eftir að drengurinn þinn fái alla þá meðferð og úrlausnir og það fullnaðar úrlausnir sem skólinn á að veita.Kíktu á frumvarp til grunnskólalaga og sjáðu hvað stendur um sérfræðiþjónustu....
Reyndar er ég búin að reyna að vera senda menntamæálaráðherra spurningar um þessa sérfræðiþjónustu varðandi lesblindu en einhvern veginn sendist það ekki áfram.
Knús til þín elskan.
Solla Guðjóns, 15.2.2008 kl. 13:44
Sæl Ingunn mín. Tíminn líður sko allt of hratt ekki spurning. Segi eins og Ollasak, endilega að passa vel upp á allt sem hann á rétt á og fylgja því vel eftir, mun borga sig. Hafðu það gott um helgina mín kæra. Kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.