18.2.2008 | 11:18
Helgin búin og flottur titill hjá unglingnum.
Þá er helgin búin. Unglingurinn minn kom heim á föstudagin, eftir frábæra ferð að Laugum, þau voru þar í 5 daga og skemmtu sér æðislega. Mikið ofboðslega var gott að fá fjörkálfin heim, hann er svo mikill bangsi, alltaf að faðma og knúsa mann, og það hef ég saknað í alla þessa daga. Svo er hann svo mikill fjörkálfur og alltaf til í fíflalæti, það er ekki annað hægt en að elska hann út af lífinu. Hann er svo ófeiminn og tók þátt í Drag keppni og vann tiltilinn Dragqueen Lauga 2008
Prinsessan heimtaði að fá að gista hjá ömmu sinni og afa, og fékk það náttúrlega. Hún vill meina að þeim leiðist svo að vera bara tvö ein heima. Þannig að hún var sótt á laugardeginum og var hjá þeim í algjöru dekri og kom svo heim í gær.
Yngri prinsinn er búin að vera að hlaupa um allt hverfi og safna fyrir ABC börnin, þeir voru ekki lengi að fylla baukinn og ætla svo að sækja annan bauk í dag og halda svo áfram að safna.
Í gær var svo fjölskyldan og vinir hér í mat, smá afmælisveisla viku á eftir áætlun. Eftir að allir voru farnir þá varð ég að setjast niður, blessaða hnéið var orðið tvöfallt og því svaf ég frekar illa í nótt. En ég fer í viðgerðina á morgunn og þá fer ég að losna við bölvuðu verkina.
Hér er myndin af Daníel sem var tekin af honum í keppninni á Laugum. Hann er í miðjunni, ég á fötin sem hann er í, en ekki hann Úfff hvað hann er flottur.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gellu töffari er þetta. Yndisleg börnin þín það er nokkuð ljóst. Hafðu það gott elsku Ingunn og vona að lappaskrappið komist í betra lag.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:34
Ásdís mín, hann Gauti verður búin að laga hnéið fyrir hádegið á morgunn. Fjölskyldan er búin að hóta því að biðja hann að gifsa mig upp í nára. En ég er ekkert að fara að leika mér með flugelda á næstunni og búin að lofa að fara varlega Já börnin mín eru alveg yndisleg, hvert á sinn hátt.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 18.2.2008 kl. 11:49
Elsku Ingunn mín, bestu óskir um farsæla aðgerð. Biðjum og vonum að þetta blessist allt saman. En mikið svakalega tekur drengurinn sig vel út í fötunum af þér! Hann fer kannski að fá fötin þín lánuð í kjölfarið? Algjört krúttuskott
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:11
sonurinn geðveikt flottur ó mæ god Takk fyrir kaffið og spjallið um daginn alltaf jafn notó að hitta á þig gangi þér rosalega vel á morgun. kær kveðja frá Hveró
Heiða Björk (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:10
Solla Guðjóns, 19.2.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.