Pöddupartý á Heilsugæslunni ????

Þurfti að fara á Heilsugæsluna í Árbæ í dag á vaktina eftir klukkann 4, gleymdi að hringja í morgunn til að láta símsenda mér lyf.  Það var allt fullt út úr dyrum og rúmlega klukkutíma bið, svei mér þá ég held bara að öll leikskólabörnin í Árbænum voru að fara til læknis. Það var ansi fróðlegt að standa þarna í heilan klukkutíma og fylgjast með.

Þar var einn lítill strákur þarna hann var rétt um tveggja ára, hann var vægast sagt að springa úr frekju, hann reif allt af hinum börnunum og svo gekk hann að manni og heimtaði sætið hans, ok, maðurinn sat við kubbaborðið við hliðina á dóttur sinni, en hann stóð upp fyrir frekjudósinni. Mamman sat bara og fylgdist með frekjunni í honum og sagði ekki neitt. Ég var að því komin að benda henni á að barnið hennar væri frekt og illa upp alið, en ég ákvað að skipta mér ekkert af því, þetta verður hennar höfuðverkur en ekki minnW00t.

Það sem ég fór að pæla í á meðan ég stóð þarna og beið, það var að þarna var fullt af börnum hóstandi út í loftið og framan í næsta barn, foreldrarnir voru flestir að koma með börnin vegna hálsbólgu og grun um strepptokokka sýkingu í hálsi. Öll börnin voru að leika sér með sömu kubbana, sem hafa ábyggilega verið þarna í mörg ár, þau stungu þeim upp í sig og sleiktu þá og settu þá svo aftur ofan í og næsta barn tók svo sama kubbinn og gerði nákvæmlega það sama, sleikti og slefaði á kubbana. Ég horfði á þetta og mér fannst þetta ferlega ógeðslegt, ef börnin voru ekki alvarlega veik þegar þau komu inn á biðstofuna, þá verða þau það alveg örugglega eftir klukkutíma bið á biðstofunni og allir að slefa á og sleikja sömu kubbana og rétta svo næsta barni. Þarna í þessum kubbum sem eru á biðstofunni á heilsugæslustöðinni hlýtur að vera bara heilt pöddu og sýkingarpartý sem börnin skiptu bróðurlega á milli sín.

Þegar mín börn voru yngri og ég fór með þau til læknis, þá sat ég alltaf og fylgdist með þeim og stoppaði þau af og bannaði þeim að setja allt dótið á biðstofunni upp í sig. Hvað veit ég um það hvort dótið er þrifið, eða hver var búin að troða því í hvaða gatSick 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er sko alveg á hreinu að ef maður fer með barnið sitt þokkalega frískt á heilsugæslustöð að þá nær það sér í eitthvað. Ég segi það sama, þegar ég var að fara með mínar litlar til læknis þá var passað upp á það að ekkert væri sleikt eða nagað

Huld S. Ringsted, 18.2.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Linda litla

Ég er viss um það að kubbar og annað dót á heilsugæslustöðvum er ekki þirfið í lok vinnudags, eða ég er alveg viss um að það sé bara hreinlega ekkert þrifið.

Linda litla, 18.2.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er sko umhugsunarvert.Maður skyldi ætla að á heilbrygðisstofnunum væri svo mikil vægur hlutur sem að hreinsa leikföngin gerður......en hvað veit ég.

Þetta vekur svo upp þá spurningu hvort yfir höfuð eigi að vera með leikföng á þessum stöðum.

Solla Guðjóns, 19.2.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband