Ég er að hressast og búin að fá staðfestingu á fávitaskap ráðherra

Ég er öll að hressast, sef eins og ungabarn, þarf ekki lengur að hjálpa fætinum þegar ég er að snúa mér. Fyrir aðgerðina leið mér alltaf eins og fóturinn snéri vitlaust og að hnéskelin væri aftan í hnésbótinni.  Er farin að geta beygt hnéið mikið meira en ég gat áður, nota kælipokann á hnéið til að draga úr bólgum og deyfa og svo eru það bara æfingar og beygjur, hætti ekki fyrr en ég næ fullri beygju á hnéið aftur, svo byrja ég á fullu í sjúkraþjálfuninni á miðvikudaginn. Ég sleppi því stundum að nota hækjurnar hér heima, en þar sem það er mikil hálka úti og miðað við mína heppni, þori ég ekki annað en að nota hækjurnar þegar ég fer út. Svo fæ ég að vita meira hvað ég má og má ekki hjá doksa á fimmtudaginn.

Ég fór áðan á heilsugæslustöðina með yngri strákinn og þvílíkt frelsi að komast út og geta keyrt sjálf. Jæja, eins og ég sagði fór ég með yngri prinsinn til heimilislækninn áðan, hann er slæmur af vöðvabólgu í baki, hálsi og herðum, sem er náttúrlega afleiðingar af slysinu hjá honum í fyrra. Lækninum fannst réttast að gefa honum bólgueyðandi töflur og svo held ég áfram að nudda kútinn minn, það versta er að drengurinn kvartar svo lítið og segir ekki frá því þegar hann er slæmur, hann hvæsir bara á fjölskyldumeðlimina og þá veit ég hvernig honum líður.

Það var rólegt á heilsugæslunni þegar við vorum þar, þannig að læknirinn spjallaði þó nokkuð, ég lét hann hafa læknabréfið sem ég fékk í seinustu viku varðandi lesblinduna og vandamálin hjá prinsinum mínum. Ég spurði hann hvað það er sem heilsugæslann átti að geta gert varðandi lesblindu, eins og hópurinn sem hún Þorgerður Katrín Menntamálaráðherra,setti á laggirnar sem kom fram með þær snilldar tillögu um "VIRKJA HEILSUGÆSLUNA" Læknirinn vissi ekkert um það hvað heilsugæslan átti að geta gert annað en það að benda mér á að fara með drenginn í lesblindugreiningu.  Ég sagði lækninum að það væri búið að greina hann með lesblindu, þá brosti hann bara og sagði að hann væri ekki með neina lausn né lyf sem virka á né lækna lesblinduW00t. Þetta vissi ég náttúrlega, en langaði bara að athuga hvaða lausn heilsugæslan átti að veita í þessum málum. Við spjölluðum aðeins um nýju reglugerðina hjá Gunnlaugi Heilbrigðismálaráðherra, varðandi ókeypis læknishjálp fyrir öll börn, sem er að ganga frá heilsugælsunni og læknunum þar dauðum, því nú koma hýsterískir foreldrar í tonnatali með börnin um leið og einhver hnerraði í leikskólanum. Það veldur því að raunverulega veikt fólk þarf að bíða í marga daga og stundum í vikur eftir því að fá tíma á heilsugæslunni hjá lækni.

Þannig að það sem ég komast að í dag, eða réttara sagt fékk staðfest, er að ráðherrar hafa oft á tíðum ekki hundsvit á því sem þeir eru að gera, þeir setja bara fram  einhverjar fáránlegar tillögur, sem eru algerlega gagnslausar og valda bara meira veseni en lausnum.

Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín sagði: 

VIRKJUM HEILSUGÆSLUNA. Það virkar ekkert fyrir lesblinda, það er engin læknisfræðinleg lausn til varðandi lesblindu.

Heilbrigðismálaráðherra Gunnlaugur Þór sagði: 

Frítt fyrir börnin til læknis, veldur því að það er varla hægt að fá tíma hjá heimilislækni fyrir veikt fólk, þar sem foreldrar hlaupa með börnin þangað í hrönnum, því það er nú ókeypis að fara þangað með börnin. 

 Á morgunn er svo planið að hringja í menntamálaráðuneytið og leita lausna varðandi lesblindu sem virka, eða þá að ég sendi frúnni tölvupóst og bið um svör eða leiðbeiningar.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

haha þú ert æði...

Vonandi batnar Stefáni sem fyrst :) bið að knúsa liðinu :D 

Gísli Sigurður, 25.2.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra af hnénu þínu.  Ég fór út að labba í dag, rosa dugleg. Var orðin hundleiða á verkjunum og ákvað bara að ögra mjöðminni, nú ligg ég  InLove

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Solla Guðjóns

gott að heyra að þú ert að lagast og farin að komast út.

Ég er að bíða svars frá menntamálaráðherra varðandi lesblindu og sérfræðiaðstoð lesblindra hvað ég þarf að bíða lengi veit ég ekki en var lofað svari innan viku og er sú vika að líða.

Knús á þig dúlla.

Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Ólafur fannberg

bið að heilsa

Ólafur fannberg, 26.2.2008 kl. 07:18

5 Smámynd: Linda litla

Mikið er gott að sjá að þér líður betur í fætinum. Þetta hefst kannski núna, það er a.m.k. vonandi.

Hafðu það gott mín kæra.

Linda litla, 26.2.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband