Þyrnirós og Óskarinn

Um kvöldamatarleitið í gær hvarf dóttir mín, við kölluðum stöðugt á hana og hún svaraði ekki. Hún á það til að gera þetta, fara eitthvað og fela sig og svara ekki þegar við köllum á hana. Þannig að þá var farið að  leita að prinsessunni, og fannst hún á skemmtilegum stað, steinsofandi, sem útskýrði það að hún svaraði ekki þegar við kölluðum á hana. Ég ætla að láta myndirnar tala sínu máliShocking

512_IMG_7781Þetta er ástæðan fyrir því að prinsessan svaraði okkur ekki í gær þegar við kölluðum á hanaInLove

 

 

 

 

 

 

 

 

 

512_IMG_7785 Hún hafði greinilega þurft að fara á salernið, og þar sofnaði hún bara og hafði það ósköp huggulegt. Það eru bara börn sem geta sofna alls staðarLoL

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú eru búið að afhenda Óskarinn. Ég fékk einn í fyrra frá unglingnum mínum og er hann geymdur á hillu í stofunni, ég var að vísu ekki búin að skrifa neina ræðu, enda ferlega óvænt að fá einn Óskar upp úr þurru. En mikið ofboðslega er ég montin með ÓSKARINN MINN, frá elsta prinsinumHeart512_IMG_7790

 

 

 

 

Ég varð orðlaus eins og stórsjörnurnar og bara táraðist, þegar unglingurinn minn gaf mér þennan Óskar í fyrra. Tekstinn á honum er bara æðislegur. Daniel minn, ég elska þig líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Æi, sjá krúttið. Hún er bara steinsofandi á klósettinu. Þetta eru ekkert smá sætar myndir (þó að þær séu teknar á klósettinu.)

Eigðu góðan dag

Linda litla, 26.2.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku krúttið, sú hefur verið þreytt, man þegar stóra mín sofnaði einu sinni oní súrmjólkina sína, ég hló svo mikið að ég ætlaði aldrei að ná henni uppúr.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 20:25

3 identicon

Æ hvað þú átt frábær börn!!  Yndislegur strákurinn þinn greinilega. Það er alveg ljóst að þessi ungi maður elskar þig og gerir það því þú hefur augljóslega elskað hann.  Jiiiiii hvað þetta er sætt allt saman!  Bestu kveðjur á ástarheimilið ykkar

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æji Krúttið!! sú hefur verið þreytt þessi elska

Huld S. Ringsted, 26.2.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe prinsessan ætti að fá óskarinn fyrir klósettsvefninnMinnir mig á það þegar ég sofnaði i gömlum ruggustól með heimilisköttinn í fanginu Það var ruggandi nótt

Ólafur fannberg, 26.2.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Frábærar myndir af þessari falllegu stelpu.Ég er alveg sammála Fannberg að hún ætti að fá Óskarinn fyrir.

Solla Guðjóns, 27.2.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband