Byggingarfulltrúi og reglugerðir

Þá ætla ég að halda áfram að skrifa um lög og reglugerðir í tengslum við byggingar og húsnæði.

Í dómsmálinu okkar gegn, JB byggingarfélagi, byggingarstjóranum og tryggingarfélaginu hans, kemur fram að ein okkar helsta krafa er vegna aðgengi fatlaðra fyrir utan og innandyra. Varðandi aðgengið fyrir utan og hallann á bílaplaninu, er okkur dæmdar bætur þar sem ekki er byggt samkvæmt reglugerð, sem er á ábyrgð byggingarstjórans, en þrátt fyrir það er hann sýknaður og ég dæmd til að greiða hans málskostnað upp á 600.000 kr. Eins og ég hef skrifað áður eru 3 mismunandi stærðir á hurðum í íbúðinni og það samræmist ekki reglugerð varðandi aðgengi fyrir fatlaða, allar hurðir eiga að vera 90 cm breiðar. Ásamt því að í íbúð fyrir fatlaða mega þröskuldar ekki vera hærri en 25 mm. hér er þröskuldurinn við útidyrnar 60mm að innan og 90 mm að utan. Hvað brot á þessari reglugerð varðar var byggingarstjórinn sýknaður, hann taldi að nóg væri að pípulagnir inni á baðherbergi væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að breyta baðherberginu, það er að segja færa baðkar/ sturtuna frá einu horninu í annað. Þetta svar féllust dómararnir á. Þeir vilja sem sagt meina að það er nóg að fatlaður einstaklingur geti komist um fyrir utan eignina, en þurfi ekki að geta komist inn, né komist um íbúðina að neinu leit. Það er sem sagt nóg að það sé hægt að færa sturtuna, þótt að fatlaður einstaklingur muni aldrei komast að baðherbergiu vegn of lítilla hurðagata í íbúðinni.

Samkvæmt byggingarreglugerðum á að fara fram lokaúttekt, áður en húsnæði er tekið í notkun. Hún hefur ekki farið fram í húsinu hjá okkur, íbúðirnar voru afhentar í júní 2000. 

Við sem sagt búum í húsnæði sem telst ekki lokið samkvæmt byggingarreglugerðum, samt er hægt að vera með heimilisfang skráð hér, allir í húsinu eru með lán á sínum íbúðum og allir eru að borga skatta og gjöld af íbúðum sínum, þrátt fyrir að húsið telst ekki lokið og ekki er leifilegt að flytja inn í það fyrr en lokaútekt hefur farið fram.

Til hvers er verið að segja lög og reglugerðir ef ekki þarf að fylgja þeim? Hvernig getur dómari sýknað byggingarstjóra sem fer á svig við þær byggangarreglugerðir sem eiga að gilda í landinu. Byggingarreglugerðir eru settar fram og samþykktar af ríkinu, dómarar vinna hjá ríkinu, en enginn þarf að framfylgja neinu. Ég á sem sagt að sætta mig við það að byggingarstjóri, dómari og aðrir fylgja ekki lögum og reglum, sem eiga að gilda í þessu landi.

Eitthvað verður að fara að gerast í þessum málum, það er fáránlegt að hlutirnir eru svona, og almenningur á bara að sætta sig við að svona er þetta bara. Ég setti aleiguna mína í þessa íbúð, hún er gölluð og ekki í samræmi við samþykktar teikningar og það er bara allt í lagi. Málið er að ef byggingarstjórinn hefði verið dæmdur fyrir brot á reglugerðunum, þá mundi hann missa starfsleifið, og það hefur aldrei fallið dómur á byggingarstjóra, heldur eingöngu á byggingarfyrirtækin. Þrátt fyrir að allir vita að byggingarstjórar brjóta oft reglugerðirnar.

Ég held þessu máli áfram, því ég tel að það beri að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda í landinu og sætti mig ekki við það að dómari og hans meðdómarar, telja það í lagi að fara á svig við reglugerðir, eins og skrifað er í dóminum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband