27.3.2008 | 16:09
Skatturinn og TR
Búin að vera í einhverri blogg deyfð. En er komin aftur.
Kláraði að hjálpa fjölskyldunni með skattaskýrslurnar í gær, nú er búið að skila þeim öllum.
Systir mín og kærastinn hennar eru nú búin að vera saman í 2 ár, í fyrra ætluðu þau að láta samskatta sig, en fengu ekki leifi til þess þar sem þau áttu ekki barn saman. Fólk getur ekki fengið að gera sameiginlega skattaskýrlsu fyrr en það hefur búið saman í minnsta kosti eitt ár, nema að það eigi barn saman. Við hringdum í skattinn í fyrra og fengum þessi svör, svo hringdum við aftur í ár með sömu spurningu og fengum aftur þau svör að það væri ekki víst að þau fengu leifi fyrir samsköttun.
Ég er búin að hugsa mikið um þessi svör og reyna að skilja þennan mismunun á fólki, eftir því hvort barn er í spilinu eða ekki. Málið er náttúrulega bara peningaspursmál hjá ríkinu, þess vegna er þessi mismunun á fólki, hvort er ódýrara fyrir ríkið að vera með þessar mismunandi reglur.
Ef einstaklingur er með barn þá eru barnabæturnar hærri, það er að segja viðkomandi einstætt foreldri fengi 240.034 krónur í óskertar barnabætur, en ef um væri að ræða par sem er samskattað þá detta barnabæturnar niður í 144.116 krónur og því er hagkvæmara fyrir ríkið að leifa fólki sem á barn að láta skattleggja sig saman.
Ef einstaklingur á íbúð þá eru óskertar vaxtabætur 179.713 krónur, en ef par er samskattað með sömu íbúðina, þá hækka vaxtabæturnar upp í 297.194 og því er það óhagstæðara fyrir ríkið að leifa barnlausu pari með eigin íbúð að skattleggja sig saman.
Alltaf koma svon furðulegar reglur í ljós þegar maður fer að leita svara hjá ríkinu.
Svo kom í ljós við gerð skattaskýrslu mismunur á uppgefnum bótum frá TR á greiðsluseðli og staðgreiðsluskrá hjá RSK, uppgefnar bætur sem voru forskráðar voru þó nokkru hærri en greitt var í fyrra. Þá fór ég að leggjast yfir tölurnar til að leita skýringa á þessu klúðri hjá TR, það er nú ekki óvanalegt að það er klúður og vitleysa á þeim bænum. Nema núna er bara mikið erfiðara að finna út úr því þar sem þeir eru hættir að senda heim greiðsluseðla mánaðarlega. Ég kannaðist við töluna sem olli þessu ósamræmi, fyrir tveimur árum kom bréf um ofgreiddar bætur og því átti að endurgreiða þær til baka. En þetta var kært vegna mistaka hjá starfsmanni í TR sem hafði óvart fært lífeyrissjóðstekjur sem launatekjur og þar af leiðandi voru greidda hærri bætur, þar sem að launatekjur skerða minna en lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Þetta var fellt niður árið 2006, en svo kom formlega bréfið í ársbyrjun 2007 og þar að leiðandi varð þetta skráð sem tekjur í fyrra.
Ég var ekki lengi að skrifa bréf á þann sem sá um málið og benti honum á að hann væri enn eina ferðina að klúðra málunum, koma með sömu vitleysuna tvö ár í röð. Í fyrra tók það marga mánuði að fá rétta tölur frá TR til að hægt væri að leiðrétta skattaskýrsluna og enn og aftur byrjar sama helvítis vitleysan á þeim bænum, það er eins og liðið sem vinnur þarna viti ekkert hvað það er að gera.
Það sogar algjörlega úr manni orkuna að þurfa að standa í stappi og reyna að fá liðið sem vinnur hjá TR að skilja það klúður og mistök sem þeir eru sjálfir að gera.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh... ég er ekki búin með mína skattaskýrslu, það er svo leiðinlegt að gera hana. Er búin að sækja um frest en nenni bara ekki að byrja á henni.
Eigðu góðan dag Ingunn mín.
Linda litla, 27.3.2008 kl. 16:15
Ég kláraði skýrsluna á réttum tíma rétt slapp fyrir horn enþað er rétt hjá þér að margt bullið kemur frá tryggingastofnun
Solla Guðjóns, 28.3.2008 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.