4.4.2008 | 15:52
Sparaði helling á að goggla og leita á netinu
Mikill sparnaður í að hafa netið og kunna að leita og nota það.
Fyrir páska ákvað bakaraofninn að bila, hann hætti bara að hitna almennilega á blæstrinum, fór aldrei upp fyrir 100 gráður. Þar sem ég nota ofninn mjög mikið þá var ég hálf vængbrotinn, gleymdi biluninni eitt kvöldið og bauð fólki í mat, geri oft pizzur og nota þá pizzastillinguna sem er með blæstri, þá tekur enga stund að elda, en þar sem hann var bilaður þá hélt ég að við yrðum með miðnætur boð.
Þegar gestirnir fóru þá var sest við tölvuna og beint á GOOGLE, þar var skoðað og leitað, fundum svo upplýsingar um bakaraofninn eins og okkar, þá fundum við út af því að það eru tvö element í ofninum, eitt sér fyrir blásturinn, það var sú stilling sem virkaði ekki hjá okkur. Á síðunni eru svo allar upplýsingar um varahluti, verð, myndir og hvernig átti að gera við ofninn. Varahluturinn erlendis kostaði um 1400-1700 krónur, sem var bara mjög ódýrt.
Daginn eftir hringjum við svo í verkstæðið hjá Húsasmiðjunni og útskýrum bilunina í ofninum, sá sem svaraði var ekki lengi að segja okkur að ofninn væri líklegast bara ónýtur að það borgaði sig að kaupa nýjan (Nýr kostar ekki nema rúmar 100 þúsund kallinn), við ekki alveg sátt og sögðum honum að við hefðum heyrt það að það væru tvö element og að það væri líklegast annað þeirra sem væri bilað. Jú, svaraði hann það væri möguleiki á að það væri biluninn, nýtt element kostar hjá þeim um 5.800kr og svo kostaði 9.500 kr að fá viðgerðarmann heim í hálftíma.
Við tókum innan úr ofninum, kipptum elementinu úr og fórum svo á verkstæðið og báðum þá að athuga hvort það væri bilað, það tók þá 3 mínútur að staðfesta, elementið bilað Við fjárfestum í nýju elementi, notaði svo græna kortið, lífeyrisþegar fá afslátt hjá Húsasmiðjunni með því að sýna TR kortið. Varahluturinn kostaði því um 4.500 krónur, við settum hann í þegar við komum heim og bakaraofninn virkar eins og hann sé alveg nýr. En alltaf er reynt að fá íslendinga til að henda öllu sem bilar og kaupa nýtt, en með því að goggla er hægt að spara bara heilan helling, viðgerðin hjá okkur tók ekki nema um 30 mínútur og varhluturinn frekar ódýr, miðað við nýjan bakaraofn
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, algjör snilld, það borgar sig alltaf að skoða hlutina vel, gúgglið er æði, ég nota það mikið. Helgarkveðja og knús til þín elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 16:02
snilld
Ólafur fannberg, 4.4.2008 kl. 17:19
Þú sniðug! En þetta er ekki fyrsta sagan sem ég heyri um að "hugsanlega" sé tækið bilað, það er allt reynt til að selja okkur ný tæki.
Eigðu góða helgi
Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 20:00
Það getur borgað sig að kanna málið! Gott hjá ykkur Ingunn
Bestu kveðjur úr Firðinum
Ragnhildur Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:07
Frábært, þarna spöruðið þið ykkur slatta, 9500 að setja stykkið í ?? Er þetta í einhverju lagi ?
Linda litla, 5.4.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.