7.4.2008 | 12:30
Pabbi heiðraður
Þá er þessi fallega helgi búin. Fór á föstudaginn til læknis og náði mér í lyf, nú er ég búin að taka þá ákvörðun að reyna að hætta að styrkja ríkið svona mikið með því að reykja, byrjaði að taka lyf á föstudaginn sem eiga að hjálpa við að hætta þessum ósóma.
Um kvöldið fór ég með mömmu og pabba á afmælissýningu á JCB vinnuvélum hjá Vélaver, JCB er búið að vera á Íslandi í 45 ár. Pabba var boðið sérstaklega þar sem JCB framleiðandinn ætlaði að heiðra pabba og einn annan sem eru búnir að vera með JCB vélar í yfir 40 ár. Ég mætti náttúrulega með myndavélina á svæðið og tók fullt af myndum.
Hér tekur pabbi við fallegu úri sem honum var gefið í tilefni þess að vera diggur stuðningsmaður JCB á Íslandi .
Hér er pabbi ásamt hinum manninum sem var heiðraður af JCB verksmiðjunum, með þeim er Mark sölustjóri JCB í Evrópu.
Svo var náttúrulega haldin smá sýning, hér er einn af Bretunum úr THE DANCING DIGGERS að sýna listir sínar
Enn eitt sýningaratriðið frá Bretunum.
Svo sýndu Íslendingar sína færni á gröfunum, hér er hann að koma vélinni upp á pallinn á vörubíl.
Þessi var ekki lengi að koma þessari beltagröfu, bæði niður og upp aftur á pallinn.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með pabba þinn. JCB vélar eru vel þekktar á mínu heimili, Óskar Björn var með dellu fyrir þessum vélum og pabbi hans heitinn vann á svona vélum. Pabbi þinn hefur ábyggilega átt þetta vel skilið.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 12:34
til hamingju með karlinn
Ólafur fannberg, 7.4.2008 kl. 12:36
Til hamingju! Frábært þegar gott starf er metið að verðleikum
bestu kveðjur gott hjá þér að hætta að reykja, gangi þér rosavel
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:58
Til hamingjumeð pabba þinn, hann á þetta alveg örugglega skilið karlinn.
Ekki má gleyma......Gangi þér vel að reyna að hætta að reykja, ég er stolt af þér. Ég er alltaf að hugsa um að hætta, en framkvæmi aldrei. En ég veit að sá dagur kemur sem að ég drep í.
Linda litla, 7.4.2008 kl. 16:06
Innilega til hamingju með föður þinn og sjálfa þig að ætla að hætta að reykja....frábært hjáþér
Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 01:39
Til hamingju með Pabba, og þetta eru bara flottar myndir. kkv
Jón Svavarsson, 21.4.2008 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.