21.4.2008 | 13:43
Ég er á lífi
Ég er á lífi Ég gerði mér bara enga grein fyrir því hvað tíminn líður ofboðslega hratt, það eru 10 dagar síðan ég bloggaði síðast
Ég er búin að vera ansi upptekinn undanfarið. Er náttúrlega á fullu í sjúkraþjálfun að reyna að koma löppinni í lag, alla vega eins og hægt er.
Svo er nóg að gera við að undirbúa keppnisferðina með handbolta strákana á Akureyrarmótið, það er þó nokkur vinna við það, betla styrki og afslætti, selja og safna.
Ég bauðst til að vera farastjóri og svo var ég allt í einu komin í foreldraráðið sem sér um allan undirbúningin, og var svo látin vera gjaldkeri líka. Ég verð bara að segja það eins og það er, börnin eru ekkert vandamál, það eru foreldrarnir sem geta gert vandamál og vesen úr öllu. Foreldrarnir vilja fetta fingur út í alla hluti og halda að það sé ekkert vesen að vera með alls konar sérþarfir, meira fyrir sjálfan sig en barnið. Þeir eru ekki alveg að gera sér grein fyrir því að það þarf ansi mikið plan og upplýsingar um börnin áður en farið er af stað með 40 stráka á aldrinum 10-12 ára heila helgi. Það verður alla vega æðislega gaman að fara til Akureyrar með strákana á mótið, og ég held bara svei mér þá að sumir þeirra hafa nú bara gott af því að komast aðeins í burtu frá foreldrunum
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér. Það er sko mikið rétt að börnin eru ekki til vandræða, það eru yfirleitt foreldrarnir, þekki það úr mínu starfi í skólum ofl . Eigðu ljúfa viku elsku Ingunn
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 13:49
Það er aldeilis að þú kemur þér í fjörið "á öðrum fótnum" eins og einhver sagði. Gott að heyra frá þér, hafðu það gott og engin langstökk.....!
bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 14:02
Ég hélt nú bara að þú værir flúin land eða eitthvað álíka, vertu velkomin aftur í bloggheiminn.
það verður örugglega gaman að fara með þeim á Akureyri, það er svo gaman að vinna með börnum.
Hafðu það gott Ingunn mín.
Linda litla, 21.4.2008 kl. 14:13
Já stelpur mínar ég stökk út í djúpu á örðum fótnum og var næstum því að drukkna
Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 14:25
Dugur er í þér.það degi sannara að litli putti verður að öllum skrokknum og foreldrar eru meira mál en börnin.Ég veit allt um það
Hvenær verður mótið núna?
Knús á þig ofurkonaá einari
Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 22:01
næturvaktarinnlitskvittunarknús
Ólafur fannberg, 22.4.2008 kl. 02:12
þetta verður örugglega skemmtilegt en farðu vel með þig ljúfust hafðu góðan dag
Brynja skordal, 23.4.2008 kl. 10:49
Gleðilegt sumar Ingunn mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:11
Gleðilegt sumar Ingunn mín Gangi þér vel með undirbúninginn af mótinu,ég er mjög hrifin af handbolta
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:21
Gleðilegt sumar
Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.