Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
29.10.2007 | 23:33
Viðeigandi Stjörnuspá
Stjörnuspá
Vatnsberi: Ertu enn að velta fyrir þér hvar þín sneið af hinni alkunnu köku sé? Þú þarft að baka kökuna sjálfur, gefa öðrum af henni og að lokum færðu þína sneið.
Varð að setja stjörnuspána fyrir daginn í dag á bloggið, finnst þetta vera alveg frábær stjörnuspá, sérstaklega þegar ég hugsa til baráttu Fjöryrkjahópsins. Þessi spá segir allt sem segja þarf varðandi baráttu öryrkja og aldraðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2007 | 22:17
Helvítis hroki lækna á Slysó
Ég mikið verið að pæla í læknum sem eru eins mismunandi og þeir eru margir, sumir þeirra eru alveg frábærir og svo eru aðrir þeirra sem ættu hreint og beint að starfa í verksmiðju.
Ég hef heyrt af ansi mörgum sem hafa þurft að leita til Slysavarðstofunnar í Fossvogi, þar virðist það vera ansi algengt að læknarnir þar þjáist af hroka og óliðlegheit af háu stigi. Eru læknarnir sem eru ráðnir á slysó ófærir að fá vinnu annarsstaðar, ég meina ég færi varla til nokkurs þeirra ef þeir væru með læknastofu út í bæ. Það liggur við að það er hægt að telja þá á fingri annarrar handar sem eru almennilegir og hlusta á þá sem leita á slysó.
Tilfinningin sem maður fær þegar maður leita þangað er sú að maður er að trufla þá lækna sem þar eru að vinna. Læknarnir þar hreyta einhverju í mann og fær maður spark í afturendan fyrir að voga sér að trufla þá með einhverju helvítis óþarfa kvörtutnum að þeirra mati, svo er manni sagt liggur við að hypja sig heim og hætta þessu kvarti og kveini. Fyrir einu ári síðan var ég svo vitlaus að eyða pening og tíma í að leita á slysó, var búin að vera með miklar kvalir í öxl í margar vikur, heimilislæknir kallaði þetta millirifjagigt, sem að mínu mati er sjúkdómsgreining hálfvitans sem ekkert veit, hann skrifaði upp á svefnlyf. Og viti menn, það lagaði ekki verkinn í öxlinni. Sem sagt eftir nokkrar svefnlitlar nætur gafst ég upp á þessum kvölum og fór á slysó, þar kemur ung kona læknakandídat, það fyrsta sem hún hreytir í mig var spurning hvort ég vissi ekki að þetta væri bráðamótaka og að hennar áliti væri öxlin á mér og kvalirnar ekki í þeim flokki að kallast neitt bráðatilfelli. Hún potar þó aðeins í öxlina, segir mér að fara heim og taka bólgueyðandi og verkjalyf, þetta væri líklegast ekkert annað en vöðvabólga. Ef verkurinn myndi ekki lagast þá ætti ég hugsanlega að láta taka mynd af öxlinni, henni datt sko ekki í hug að senda mig í myndatöku, þó að slík tæki eru á hæðinni fyrir ofan, því ég var greinilega búin að trufla hana nóg. Ég í hálfgerðu shjokki yfir framkomunni og hrokanum í bölvuðu nemadruslunni, drattaðist heim og hélt áfram að kveljast, var bara búin að vera með stig vaxandi verki í öxlinni í 3 mánuði, og samkvæmt öllu sem ég hef lært og lesið er að þegar þrálátir verkir eru í öxl þarf að mynda hana, en greinilega ekki á slysó. Stundum mætti halda að röntgen myndataka er dýrasta rannsókn sem framkvæmd er þar á bæ, ég held að það er eingöngu á tillidögum sem sjúklingar sem leita á slysó eru send í slíka myndatöku.
Ég ákvað eftir þetta að fara ekki aftur á slysó nema ég væri meðvitundarlaus. Hver kærir sig um að fara sárþjáður á slysó til þess eins að hlusta á einhvern hroka í læknunum þar. En alla vega ég fór til bæklunarsérfræðings í Orkuhúsinu, hann hlustaði á mínar kvartanir og sendi mig beint í röntgenmyndatöku og ómskoðun á öxlinni eftir að hann var búin að skoða mig vel og pota á alla réttu staðina. Hann var alveg frábær og ekki til hroki í honum, hann reyndar skammaði mig fyrir að hafa ekki látið athuga öxluna fyrr, þannig að ég sagði honum bæði frá því sem heimilislæknirinn sagði og frá almennilegheitunum á slysó, mikið ofbðslega var hann hneykslaður á framkomunni þar. Tveim dögum seinna hringdi hann í mig og sagði ég væri með ofvöxt í beini í öxlinni sem var eins og krókur og það væri að rífa í vöðvafestuna, sinar og taugar. Hann sagði að ég yrði að fara í aðgerð sem fyrst, vildi að ég kæmi strax vikuna eftir, þar sem þetta var tveim vikum fyrir jól, þá spurði ég hvort það væri ekki í lagi að bíða fram yfir áramót, langaði mikið að geta séð um jólasteikina. Og var hvort sem var búin að vera svona í nokkra mánuði, þannig að við komumst að samkomulagi að ég tæki því rólega og færi svo í aðgerðina strax í byrjun janúar. Þessi sérfræðingur er alveg frábær, hann hlustar og svo segir hann hlutina eins og þeir eru og er ekkert að bulla í manni. Enda er ég í aðgerðar áskrift hjá honum Þegar maður er orðin svo gamall og ónýtur þá þarf að laga svo margt Var ferlega snögg að jafna mig eftir aðgerðina á öxlinni, svo fór ég aftur í aðgerð hjá honum í vor að hæl og hásin, er eiginlega alveg búin að jafna mig eftir þá aðgerð, svo eru næstu aðgerðir í desember, hné og mjöðm. Þá verður önnur hliðin komin í lag áður en hægt er að byrja á hinni En alla vega ef einhver þarf á góðum bæklunarlækni að halda þá mæli ég hiklaust með honum Gauta Laxdal.
Vill minna ykkur á baráttu fjöryrkja "Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra" munið UNDIRSKRIFTARLISTANN , fjöldi undirskrifta er komin í 3.559 en betra væri að fá mikið fleirri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2007 | 01:10
Lúxuslíf fjöryrkjans
Ásdís fjöryrki bað mig að senda sér nokkra punkta, varðandi lúxuslífið sem öryrki.
Ég settis í dag yfir bókhaldið, fann bara 3 bréf frá Tryggingarstofnun frá í ár, varðandi bætur sem mér hefur verið ofgreiddar, heildasumman á skuld minni við TR er 86.944 kr.
Svo eru það vaxtabæturnar. Um áramótin 2005-2006 hækkaði Fasteignamat Ríkisins mat á íbúðum, og þau áramótin varð ég sko alveg ferlega rík, allt í einu. Jú íbúðin mín hækkaði um rúmar 5 millur, váááá. Og þar sem ég varð skyndilega svo rík og mikil stóreignarmanneskja að þá fór ég úr því að fá fullar vaxtabætur sem í dag eru 218.042 kr á ári í það að fá 0 kr.
Svo er það lífeyrissjóðurinn Gildi sem hefur ákveðið að lækka lífeyrisgreiðslurnar hjá mér um 24.443 kr á mánuði eða um 293.316 kr á ári.
Þannig að samanlagt er ég að skulda og lækka í greiðslum sem nemur 598.302 kr á ári.
Enn það er allt í lagi, ég er nefnilega svo rík og með svo miklar mánaðartekjur, ég er öryrki og það er sko ekkert mál að lækka um þessa upphæð. Ég sleppi bara eitthvað af þessum óþarfa lúxus sem ég er endalaust að veita mér.
Viljið þið PLÍÍÍÍS muna eftir undirskriftarlistanum LEIÐRÉTTUM KJÖR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA. Undirskriftirnar eru orðnar 3272, en við viljum fleirri, látið það fréttast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 01:29
Reiði og hlátur
OMG hvað ég hefði þurft að komast í bíltúr með lögunni í Heiðmörkina í dag. %#%&##Arrrrg. Lögfræðingurinn minn sem sér um málsóknina mína gegn byggingarfyrirtækinu sem byggði þessa gölluðu íbúð, hringdi í mig í dag á meðan ég var í Bónus, ekki besti staðsetningin. En alla vega hann hringdi og tilkynnti mér það að helv.... aðalmeðferðin hjá mér sem átti að vera á þriðjudaginn, verði frestað. Það eru víst komnir upp einhverjir hagsmuna árekstrar á milli fyrri eiganda og núverandi eiganda á byggingarfyrirtækinu og fjandans lögfræðingsins þeirra. Þannig að nú ætla þeir að biðja um frest til að geta sett annan lögfæðing í málið. Ég var alveg brjáluð og spurði hvort að þetta væri ekki bara enn eitt stöntið hjá þeim til að tefja þetta hel.... , þetta er bara búið vera í gangi í 7 ár. Þannig að við þurfum víst að bíða lengur eftir að þessu lýkur og sætta okkur við það að sitja hér í roki og rigningu þegar við erum nálægt gluggum eða hurðum, og áframhaldandi handklæða þvott, þar sem þau hafa verið mikið notuð nú undanfarið í þessu veðri sem hefur verið. Kannski ég fái dæmdar bætur fyrir slit og mikla þvotta á öllum handklæðunum sem ég hef þurft að teppaleggja og þétta með?????? Jæja, það kemur í ljós á þriðjudaginn hvað þeir fá langan frest.
Í kvöld fórum við í Íslensku Óperun að sjá Pabbann með honum Bjarna Hauki, unglingurinn fór með. Hann Bjarni er bara snillingur á sviðinu, ég hló svo mikið að ég var komin með vöðvabólgu og verki í hnakkann og kjálkann og náttúrlega með verki alls staðar eftir að sitja svona, en það var vel þess virði. Ég sá Hellisbúan með honum og varð bara að komast á þetta leikrit með honum líka, er reyndar að hugsa um að fjárfesta í Hellisbúanum á DVD, til að leifa börnunum að sjá það frábæra leikrit. Þetta er bara húmor sem hentar mér. Frumburðurinn minn hló svo mikið að ég hélt að hann mundi kafna. Honum var virkilega skemmt þegar Bjarni var að lýsa fæðingunni, svefnlausum nóttum, ælu, kúkableyjum og öllu því tilheyrandi. En ég mæli alveg hiklaust með þessu leikriti, maður fær alveg fullt af endorfíni á að sjá leikritið.
En nú enn og aftur, munið að láta alla vita af undirskriftarlistanum, Leiðréttum kjör öryrkja ogaldraðra, komnar 3029 undirskriftir, en það er bara 1% af þjóðinni, þannig að endilega látið alla vita og hjálpið þeim sem geta ekki skráð sig sjálfir. Við sem stöndum í þessari baráttu erum að gera þetta fyrir okkur öll, því það kemur að því að þið verðið í okkar sporum, að þurfa að fara á lífeyri og þá er betra fyrir ykkur að við erum búin að fá þessu breytt og leiðrétt. Þetta eru bara hrein og klár mannréttindi sem við erum að berjast fyrir.
Baráttu Fjöryrkjakveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2007 | 11:18
Dýru kremin
Ég hef nú verið að horfa á bresku þættina á skjá 1 How to look good naked. Mér finnst þessir þættir alveg ofboðslega skemmtilegir, stíllistinn gerbreytir konum, bara með sma snyrtingu og með því að breyta um fataval hjá þeim, ekki eins og Americu þar sem hnífarnir eru óspart notaðir. Í tveimur síðustu þáttunum hafa verið gerðar prófanir á kremum, í gær voru það brjóstakremi eða krem til að lifta og stinna brjóstin og í seinust viku voru það krem til að vinna cellulite/ appelsínuhúð. 100 konum var skipt í 4 hópa og voru látnar prófa þessi krem í 4 vikur, þær vissu ekki hvaða krem þær fengu, dýru eða ódýru kremin. Og viti menn það voru ódýru kremin sem höfðu vinninginn, dýru kremin fengu virkilega lélega dóma frá þessum bresku konum.
Kremið fyrir appelsínuhúðina sem kom best út var frá Nivea en ég man ekki hver var framleiðandinn sem kom best út í gær, en það var eitt af ódýru kremunum.
Ég fæ útbrot og ofnæmisviðbrögð í andlit af þessum dýru flottu kremum, t.d Lancome sem á að vera ofsalega gott, ef ég set það framan í mig þá hreinlega kviknar í andlitinu á mér, þannig að ég nota bara Nivea.
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2007 | 01:37
Góður endir á erfiðum degi
Eftir hádegi hringdi skólahjúkrunarfræðingurinn í mig og sagði mér að Stefáni hefði verið hrint og væri með mikla verki í baki og mjöðm. Við hentumst að stað og í skólann að sækja hann, hann situr hágrátandi inn hjá hjúkrunarfræðingum, og ég þurfti enn og aftur að útskýra það að hann hafði lent í slysi og væri ekki í topp formi, það er eins og það eru ekki allir að fá upplýsingarnar í skólanum. arrrrg . Hjúkkan sagðist ætla að skoða málið og hringja í mig á morgunn. En jæja við mæðginin áttum tíma í hnykk, sem hefur hjálpað okkur báðum mjög mikið.
Á meðan við bíðum hjá hnykkjaranum hringir hjúkkan í mig, var búin að tala við alla kennarana, skoða og bera saman námsárangur frá því vor og svo núna í haust, og eins og hún og kennararnir sáu er honum að hraka í náminu Hjúkkan ákvað að ræða þessi mál og hafa samband við sálfræðing sem hún vill að hann fari til. Hún var svo hneyksluð á því að læknarnir á slysó sáu enga ástæðu til að fylgjast með honum. Þannig að hún setur af stað teymi til að vinna með honum í skólanum og hún vill að drengurinn fái áfallahjálp, telur það vera alveg lífsnauðsyn fyrir hann, eins og hún segir að þá verður að huga að líkama og sál við svona slæmt slys og áfall. Jibbbbíiiiii
Svo seinna var handboltaæfing hjá honum, alveg sama hvað, hann vill ekki missa af æfingu, æeg sit alltaf og horfi á og tek hann á bekkinn, þegar ég sé að hann byrjar að fá verki og haltra. Því hann getur ekki stoppað sjálfur, vill ekki hætta út af verkjum, en líkamin er að senda skilaboð.
Við fengum tölvupóst í gær þar sem börnum sem æfir handbolta var boðið á æfingu hjá landsliðinu, ég var svo utan við mig í gær að ég tók ekki eftir því að það átti að skrá sig í gær, og Stefáni langaði svo að fara Þá ákvað ég að ég ætlaði að gera allt til að hann kæmist, sérstaklega eftir erfiðan skóladag, þá var bara að taka upp símann og hringja, fyrst í formanninn í okkar félagi og svo bara beint í gemsan hjá Róbert hjá HSÍ og þessu var bara reddað. Þvílíkt bros sem ég fékk hjá guttanum þegar hann vissi að við kæmust á landsliðsæfinguna. Á æfingunni fengu öll börn plakat af liðinu og boðsmiða á leikinn á föstudag. Við verðum þá í Laugardalshöllinni að hvetja STRÁKANA OKKAR.
Stefán og Sigfús, smá stærðarmunur
Stefán stoltur með Snorra Steini.
Alla vega góður endir á erfiðum degi, að fá að hitta hetjurnar.
Jæja 2.718 undirskriftir en minni samt enn og aftur á UNDIRSKRIFTARLISTANN
Baráttukveðjur til allra fjöryrkja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 12:19
Baráttan heldur áfram
Nú er allt að fara á fullt, maður er í baráttu alls staðar, ég stökk út í djúpulaugin með fjöryrkjahópnum, og þvílíkt fólk og baráttugleði. Samstaðan er á við vítamínsprautu í afturendan. 2352 undirskriftir komnar og við erum alls ekki hætt.
Eins og ég bloggaði um í gær er nú sonur minn loksins komin til lækna sem sjá ástæðu til að rannsaka og mynda hann betur. Svona heilbrigð skynsemi segir mér að 27 kg líkami getur ekki komið heill út úr því að fá eitt tonn af járnhrúgu á sig á 30-40 km hraða. En enn og aftur vill ég segja það að nota hjálma þegar þau eru að hjóla. Ef hann hefði ekki verið með sinn hjálm, þá væri hann ekki hér. Sá alveg eins hjálm og hann var með í Toys R us, sama merki og sama þyngd á hjálminum, og hann kostaði heilar 1.199 kr. Þannig að ég mæli með að foreldrar kíki þangað og kaupi hjálma á börnin, þó þeir eru ódýrir þá standa þeir svo sannarlega fyrir sínu.
Eftir 6 daga eða þriðjudaginn í næstu viku kl.9:15 á ég svo að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur, þá byrjar aðalmeðferðin í máli hjá mér gegn byggingaraðilanum sem byggði íbúðina okkar. Þetta er búið að vera hræðilega langt og dýrt ferli, en ég er þrjóskuhundur sem gefst ekki upp, er búin að standa í þessu í 7 ár. Byggingaraðilanum og lögfræðingnum þeirra finnst ég vera að kvarta að ástæðulausu, íbúðin heldur hvorki vatni né vindi, sem ég tel vera stórana galla, en ekki þeim en það er út af því að þeir þurfa ekki að búa í þessu, það er ég. Rakaskemmdir í útveggjum, þeirra lausn á því er að kynda vel og lofta út, get ekki loftað mikið betur út en ég geri, gluggarnir eru svo óþéttir að þetta er allt sjálfvirkt Og það versta er að allir hlaðnir veggir eru að losna frá lofti og farnir að hallast til. Svo voru settar 3 mismunandi stærðir af hurðum, þeim hefur líklega þótt það svo cool, en þar af leiðandi er íbúðin ekki hæf fyrir fatlaða eins og hún átti að vera. En Guð hvað ég vona að þessu máli lýkur fljótlega, þannig að það verði loksins hægt að mála og laga hurðar og glugga, því veðráttan sem er núna á þessum tíma er alveg óþolandi, á meðan íbúðin er svona og þetta bætir ekki heilsuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.10.2007 | 22:21
Brjálað að gera.
Var búin að bíða lengi eftir þessum degi, í dag átti yngri sonur minn sem lenti fyrir bíl tíma hjá heila og taugasérfræðingi, ég hef haft miklar áhyggjur af honum vegna minnisleysis, svo er hann ferlega uppstökkur og bara breyttur. Læknum á Borgarspítalanum sáu enga ástæðu til að vera að skoða eða athuga hans heilsu neitt meir, við vorum svo greinilega að trufla læknana þar upp frá.
En þessi sérfræðingur gerði helling af taugaprófum, og ákvað að senda drenginn í segulómun af höfði, mikið ofboðslega létti mér við það, mér fannst ég ekki vera að trufla hann og hann hafði áhuga og áhyggjur af þeim persónuleika breytingum sem drengurinn hefur orðið fyrir. Svo á hann að fara til taugasálfræðings sem mun skoða hann og vinna með hann.
Jæja eftir hádegið var svo komið að foreldraviðtölum í skólanum, unglingurinn minn er bara að standa sig svo geðveikt vel, svo kurteis og með frábærar einkunnir, að ég sá vængina vaxa út úr herðablöðunum á honum og það kom skær geislabaugur fyrir ofan höfuðið á honum, hann er algerlega punktalaus, sá eini í bekknum, OMG hvað ég er stolt af honum, ekki lengur skilningslausir kennarar sem kalla hann latan, heldur skilja þeir að hann er með athylisbrest, en lyfin hjálpa alveg geðveikt mikið.
Yngri sonurinn ofboðslega duglegur og kurteis, gengur vel en er að dragast aftur úr, hefur versnað þó nokkuð í lestri og öðrum fögum, þannig að afleiðingar slyssins virðist hafa skert námsgetuna að einhverju leiti, en það er vonandi að þetta er tímabundið.
Svo var farið á handboltaæfingu, og eftir það beint út í skólann aftur á bekkjarkvöld, sem ég átti að hafa umsjón með. Úffff 50, 9 og 10 ára hress börn með raddböndin í lagi En börnin voru ánægð með bekkjarskemmtunina, að fá að sleppa sér í leikfimissalnum í tvo klukkutíma og engir kennara að skammast í þeim og segja þeim að vera stillt og hafa ekki læti, þau voru vel þreytt og sveitt þegar þau fóru heim. Við foreldrarnir sem sáum um þetta, með smá hausverk, en hann lagast, alla vega hjá þeim hinum, þau losna við sína verki.
En eins og ég sagði í gær þá fannst mér ekki ólíklegt að undirskriftarlistinn færi á flug í dag og þegar ég loksins settist niður fyrir framan tölvuna og kíkti, þá varð maður bara klökkur 2129 búnir að skrifa, og það tikkar hratt. Frábært, æði ég gæti öskrað að gleði, ætti kannski að hringja í lögguna og fá þá að skutla mér út í Heiðmörk og öskra þar
En þið sem eruð ekki búin að skrifa á undirskriftarlistann, endilega kíkið á hann og skutlið nafni ykkar á hann hér.
Fjöryrkja baráttukveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2007 | 23:01
Fjöryrkjaviðtal í 24 stundir á morgunn
Á morgunn verður viðtal við YFIRFJÖRYRKJANA Heiðu Björk og Ásdísi, vegna undirskriftarlistana. Viðtalið tók hún Björg Eva sem skrifaði um ASI og Gylfa í seinustu viku, með fyrirsögninni "Öryrkjar eru sjálfum sér verstir. Sú fyrirsögn verður afsönnuð í viðtalinu á morgunn, reikna ég með
Ég bíð spennt eftir að lesa blaðið og vonandi að það verða þá einhver meiri viðbrögð og áhugi frá alþingismönnum og ráðherrum.
Undirskriftunum rignir inn og eru orðnar 1657, þannig að ég vonast eftir undirskriftaflóði, þegar fólk hefur lesið blaðið
Svo eru fjöryrkjar farnir að kíkja í kaffi og hittast, alveg frábærir bloggvinir
PS, ekki gleyma undirskriftarlistanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 21:40
Óhuggulegt
Hvað er í gangi hjá bretum sem fara í frí til sólarlanda með börnin sín. Er eitthvað að mér, en mér finnst þetta hálf furðulegt að móðirin hverfur.
Ég er nú bara það taugaveikluð þegar kemur að börnunum mínum og við förum erlendis, þá er ég bara með augu í hnakkanum. Maður veit aldrei hvað getur gerst, þannig að ég hleypi þeim aldrei úr augsýn einum.
Leita móður fimm ára breskrar stúlku sem féll af hótelsvölum á Mallorca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar