Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
28.9.2007 | 15:08
4,4 milljónum ódýrar að mennta barn í Grafarvogi!!!!
Mér finnst þetta athygglisverð frétt, þar sem ég er mikið búin að vera að pæla í skólamálum og fjárveitingum til þessara mála.
Foreldrar barna sem eru til dæmis með lesblindu, athygglisbrest eða önnur vandamál og þurfa á stuðningskennslu að halda, fá yfirleitt sömu svörin í skólanum og það er að það er ekki til peningur eða tími til að veita þessum börnum þá kennslu sem þau þurfa, eiga rétt á og er skylda að veita þeim. Hvernig stendur á því að hægt er að svara svona, að það er ekki til peningur til að kenna þeim eins og skylda og lög segja til um.
Ég vil benda fólki á að fara á vefsíðu www.grunnskolar.is og skoða tölur um fjárveitingu til mismunandi skóla. Þegar ég skoðaði þessa síðu og sá þvílík rosa mismununun er á milli skóla og nemenda þá fór ég að skilja þessi svör sem við foreldrar barna með sérþarfir erum að fá í okkar skólum.
Í fréttinni stendur "Grunnskólanemendur kosta milljón á ári"
Nemendur í Fellaskóla kostar 1.120.600 kr. per ár.
Nemendur í Korpuskóla kostar 814.000 kr. per ár.
Nemendur í Rimaskóla kosta 670.000 kr. per á.
Þetta þýðir að skólaskylda per nemenda í Fellaskóla kostar rúmar 11,1 milljónir.
Skólaskylda per nemenda í Korpuskóla kostar rúmar 8,1 milljónir og skólaskylda nemenda í Rimaskóla kostar 6,7 miljónir.
Hvernig stendur á þessum mismun?
Er það ásættanlegt að nemendur í Grafarvogi fái svo margfallt minni eða ódýrari menntun?
Þarna er mismunun upp á 4,4 milljónir á skólaskyldu nemenda, það er ekki skrítið að lesblind börn í Grafarvogi sem og í fleirri skólum eru jafn ólæs eftir 10 ára skólagöngu, þar sem skólarnir hafi ekki fjármagn til að kenna þessum börnum eins og æskilegt er.
Þetta finnst mér vera alveg óásættanlegar tölur, og til skammar þessi mismunun á milli nemenda, börnin mín eru sem sagt í svokölluðum "BÓNUS SKÓLA" ódýrum skóla, með 5 færanlegar skólastofur sem ég kalla "SKÚRA" sem halda hvorki vatni né vindi og eru myglaðir að innan. Þar sem að skólabúningurinn þyrfti að vera regngalli, gúmmístígvél og vettlingar
Ég er vægast sagt brjáluð yfir þessu óréttlæti og mismunun á mentun barna okkar.
Grunnskólanemendur kosta milljón á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 11:41
Til hamingju með 10 ára afmælið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 16:08
Gallar í nýbyggingum
Gallar í nýbyggingum eru mikið algengari en fólk heldur, því það eru ekki nema smá brot af kaupendum sem gera eitthvað í málunum. Ég keypti íbúð árið 2000, hún átti að vera samkvæmt auglýsingu LÚXUS ÍBÚÐ, en þrátt fyrir ýtarlega leit hef ég ekki enn rekist á þennan svo kallaða lúxus. Það voru eingöngu Íslendingar sem sáu um lokafrágang hér.
Íbúðin heldur hvorki vatni né vindi, allir hlaðnir veggir illa sprungnir og hafa gengið til, hæstu punktar á gólfinu inni á baðherbergi er þar sem niðurfallið er. Blindur maður hefði flísalagt betur en þeir sem sáu um að flísaleggja hér, fúgur eru frá 3mm og upp í 1 cm, rakaskemmdir í útveggjum og ýmislegt fleirra. Og það besta við allt saman er svo það að íbúðin á að vera fyrir fatlaða, sem þýðir 90 cm breiðar hurðir, en hurðirnar hér eru 70,80 og sumar 90 cm
Þegar við fórum að benda á hina ýmsu galla við byggingaraðilan, þá var alltaf einn starfsmaður sem við nágrannarnir kölluðum hirðfíflið, með fullt af æðislegum svörum. Þegar við sögðum að hurðar og gluggar héldu hvorki vatni né vindi þá var hann snöggur að svara að við værum náttúrulega alltaf með ferskt loft í íbúðinni og við gætum bara notað regnvatnið til að skúra með. Við vorum alveg æðislega ánægð að þurfa ekki að burðast um með skúringarfötu. LÚXUS!!!!!
Af 8 íbúðum er ég sú eina sem fór af stað með málaferli, hinir ætluðu að bíða og sjá til hvernig okkur gengur. Dómskvaddir matsmenn búnir að koma, það var kostnaður upp á tæpar 740.000kr, heildarkostnaður komin yfir 2 milljónir. Þegar byggibgaraðilinn var spurður af hverju íbúðin væri ekki með hurðar sem eru 90cm breiðar eins og teikingarnar sína, þá var svarið "Eigum eftir að skila inn nýjum teikningum til byggingarfulltrúa, þar sem íbúðin er ekki byggð fyrir fatlaða." Hann vildi sem sagt meina að það er hægt að selja íbúð sem er með samþykktar teikningar og fara svo nokkrum árum seinna og skila öðrum breyttum teikningum eftir sölu. Þeir gátu heldur ekki svarað af hveju hurðirna á íbúðinni eru í 3 mismunandi breiddum.
Lögfræðingurinn minn sendi kröfugerðina á þá í fyrra, þeirra lögfræðingur átti að svara inn 2 vikna, en tók sér 14 vikur. Loka orð lögfæðings byggingaraðilanns í svari hans við kröfunni voru, "Umbj. minn hefur haft mikinn kostnað af málsvörn sinni í máli þessu. Umbj. minn mun gera kröfu um að fá hann bættan að fullu sjái umbj. yðar ekki að sér í máli þessu og láti mál þetta niður falla" Málið er í Héraðsdómi og verður aðalmeðferðin í október, geiðveikt hlakka ég til þegar þessu líkur, þá mun ég líka gefa upp nöfn og fleirra.
Málið er að það á að fara fram lokaúttekt á öllum nýbyggingum áður en flutt er inn í þær, því sleppa byggingaraðilarnir í flestum tilfellum. Hvernig er hægt að veita íbúðarlán og veðsetja íbúðir ef ekki hefur verið gerð lokaúttekt????? Hvernig er hægt að senda fólki reikninga fyrir fasteignagjöldum ef ekki er búið að gera lokaúttekt og ekki á að flytja inn fyrr en úttektin hefur farið fram????. Lokaúttekt þýðir að byggingu er að fullu lokið, hvernig geta byggingarfyrirtæki verið með mörg hundruð íbúðir í byggingu og löngu búið að selja þær allar en alveg sleppt því að láta gera lokaúttekt ????????? Af hverju fá þeir að halda áfram að byggja ef þeir klára aldrei neinar byggingar????????
Það þarf að gera eitthvað rótækt í þessum málum, og reyna að fara að framfylgja öllum þessum lögum og reglugerðum, sem að byggingaraðilar komast endalaust um með að hundsa. Kaupendur eru í flestum tilfellum að setja aleiguna sína í þetta, og eru ekki með allan þann pening sem þarf til að standa í málaferlum.
Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 11:22
Loksins er það orðið opinbert.
Ég skrifaði í gær um þetta flókna almannatryggingakerfi, en ég er alveg ferlega ánægð með það að Sigurður Grétarsson skuli viðurkenna það að "Starfsmenn Tryggingastofnunar þurfa kennslu til að skilja kerfið" Stundum hefur maður þurft að fara niður í TR og verið á suðupunkti yfir tregðu starfsmanna sem vinna þarna
Ég er svo ánægð með að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fái þennan málaflokk til sín eftir áramótin, því ég lifi í þeirri von og treysti á það að hún standi við allt það sem hún hefur sagt á alþingi varðandi lífeyrisþega og þá sem þurfa á aðstoð að halda. Að hún muni beita sér fyrir því að þetta bölvaða kerfi verði auveldað og að hún beiti sér fyrir leiðréttingu og hækkun bóta. Það er ekki auðvelt að vera undir miskun annarra komin, sem ákveða hversu mikið eða réttara sagt hversu lítið maður á að hafa á mánuði til að framfleyta sér og fjölskyldunni.
Eins og ég sagði frá í blogginu hjá mér í gær er lífeyrissjóðurinn Gildi að lækka mínar bætur um 24.500 kr, þetta er ferlega stór biti að missa, þetta samsvarar afborgun af 4 milljóna króna íbúðarláni. En við öryrkjarnir verðum víst að sætta okkur við þetta.
Mín tillaga er aftur sú, leggjum niður lífeyrissjóðina, greiðum sömu % til ríkisins og þá er minna hlaup og vesen fyrir lífeyrisþega og það auðveldar líka vinnu þeirra sem sjá um útreikning á bótum. Þá þarf ekki að fara yfir skattaskýrslur allra lífeyrisþega á hverju hausti eins og gert er í dag, bæði hjá TR og lífeyrissjóðunum. Það yrði mikill sparnaður í þessu fyrir alla.
Þurfa námskeið til að skilja tryggingakerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 12:33
Öryrkjar ríka fólkið
Við öryrkjarnir erum í stöðugri baráttu við kerfið varðandi bætur og réttindi.
Fyrir helgina fékk ég sendandi bréf frá lífeyrissjóðnum GILDI, þar sem mér var bent á að heildar bætur sem ég fæ eru komnar upp fyrir þau laun sem ég var með á árunum 1988-1990, og þar af leiðandi munu þeir lækka lífeyrisgreiðslurnar hjá mér um 24.500 kr eða sem samsvarar 45% lækkun á mánuði( jibbíii ég er svo tekjuhá). Í bréfin frá GILDI benda þeir mér á að snúa mér til Tryggingarstofnun Ríkisins og gefa þeim upp nýja tekjuæátlun. Það nenni ég bara alls ekki að standa í, þar sem lífeyrissjóðirnir eru búnir að standa í þessum leik reglulega seinustu 3 árin og hafa svo þurft að bakka með allar sínar hótanir gegn lífeyrisþegunum.
Hef farið niður í TR reglulega. þ.e.a.s. þegar lífeyrissjóðirnir hafa sent þessi bölvuðu bréf og tilkynnt um breytta tekjuáætlun og hef svo þurft að fara aftur þegar þeir hafa hætt við að lækka greiðslurnar. Ég hef bara ekki orku til að standa í þessari vitleysu.
Það skemmtilega og fyndna við þessi viðmið hjá Gildi er að þeir segja að mér er velkomið að hafa samband við þá ef þeirra viðmiðunartekjur gefi ekki rétta mynd af tekjunum fyrir orkutapið svo sem vegna, veikinda, náms, barrnsfæðinga og svo framvegis. Ég hef í mörg ár útskýrt það fyrir þeim að ég var nýbyrjuð í námi árið ´88 þegar ég lendi í bílslysinu og var í hlutastarfi, held samt áfram í námi og reyni að vinna eins og heilsan leyfði þar til ég gat ekki meir 3 árum seinna. En samt miða þeir við þessi ár sem ég held áfram í námi og vinnu á helvítis þrjóskunni.
Ég legg til að við leggjum niður þessi helvíti stóru bákn sem heita lífeyrissjóðir og að við borgum sömu prósentu til ríkisins. Þá þegar að því kemur að fólk fer á lífeyri þá þarf það ekki að hlaupa á milli Tryggingarstofnunar og lífeyrissjóðanna eins og brjálað jójó, til að gefa upplýsingar um bætur frá hvort öðru svo að hinir geti nú reiknað út bætur miðað við bætur frá hinum aðilunum. Það gerist allt of oft að lífeyrisþegar enda skuldugir við Tryggingarstofnun vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum og svo lækka lífeyrissjóðir greiðslur vegna þess að Tryggingarstofnun er búin að leiðrétta og látið uppfylla að hluta þau loforð sem ráðherrar gefa lífeyrisþegum. Það væri svo margfallt betra og auðveldara að þurfa bara að fara á ein stað sem væri með allan pakkann, en ekki að þurfa að hlaupa á milli staða og standa í endalausu stappi og veseni út þessum smánarlegu bótum sem lífeyrisþegar fá. Stundum er það fullt starf að vera lífeyrisþegi, og svo er líka eins gott að hafa heilsuna til að standa í þessu stappi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar