Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ég er í Danaveldi

Sæl öll sömul, ég er alls ekki hætt að blogga, tók bara óþarflega langa pásu. Nú erum við í Danmörk að hitta fjölskylduna og slappa af og skemmta okkur.

Er bara búin að vera á fullu að vesenast í öllu og haft lítin tíma til að blogga, en ég kem á fullu aftur þegar við komum  heim, um næstu helgi. Þá mun ég segja ykkur meira frá því hvað ég er búin að vera að gera seinustu mánuði.

Er búin að sakna ykkar mikið, hef að vísu kíkt á ykkur öll af og til en ekki komið mér í að blogga, en ég er að hlaða batteríin og kem á fullu trukki þegar ég er komin heim.

Ég bara varð að blogga um þessar bölvuðu heisluspillandi skólastofur sem börnunum okkar er boðið upp á.Devil

Ég bið að heilsa ykkur öllum, elsku bloggvinir og hafið það sem allra best, kíki á ykkur öll eftir viku.

 


Ekki er ég hissa

Ég er alls ekki hissa á þessari niðurstöðu. Ég tók myndir þarna inni fyrir meira en ári síðan og fór með þær í menntasvið Reykjavíkurborgar, nokkrar þeirra hef ég sett inn á bloggsíðuna mína. Skólastjórinn vissi af okkar kvörtunum út af þessum skúrum, en það var svo foreldraráðið sem fór af stað og lét taka sýnin sem staðfestu okkar grun.

Þessir skúrar skulu burt og engin börn eiga að stíga fæti þarna inn meir. Sumir nemendur sem hafa verið þarna inni hafa verið veikir í hverri einustu viku, einnig var ansi mikið um veikindi á kennurum á síðasta vetri, en það er svo sem ekki skrítið.

En að það skuli vera hægt að bjóða börnunum upp að vera í 6 klukkustundir á dag í þessum ógeðslegu skúrum og þvílík vinnuaðstaða sem borgin er að bjóða sínu starfsfólki upp á.

Borgin eyddi nú mörg hundruð milljónum í að bjarga einhverjum kofum á Laugveginum, þannig að það ætti nú ekki að vera mikið máll að redda nokkrum milljónum til að henda þessum heilsuspillandi kofaræflum og byggja við skólan sem var sprunginn löngu áður en hann var byggður.

En ennþá halda þessir borgarstarfsmenn áfram að reyna að lappa upp á þessa skúra til að hafa þá tilbúna áður en skólinn byrjar eftir 3 vikur. Þvílík peningasóun, því foreldrar hafa ákveðið að ekkert barn fari aftur inn í þessar svo kölluðu kennslustofur, sem eru svo sýktir af sveppum og mörgum mismunandi tegunum af bakteríum að manni blöskraði þegar við sáum niðurstöðurnar úr sýnatökunni.

 


mbl.is Heilsuspillandi kennslustofur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband