Helvítis hroki lækna á Slysó

Ég mikið verið að pæla í læknum sem eru eins mismunandi og þeir eru margir, sumir þeirra eru alveg frábærir og svo eru aðrir þeirra sem ættu hreint og beint að starfa í verksmiðju.

Ég hef heyrt af ansi mörgum sem hafa þurft að leita til Slysavarðstofunnar í Fossvogi, þar virðist það vera ansi algengt að læknarnir þar þjáist af hroka og óliðlegheit af háu stigi. Eru læknarnir sem eru ráðnir á slysó ófærir að fá vinnu annarsstaðar, ég meina ég færi varla til nokkurs þeirra ef þeir væru með læknastofu út í bæ. Það liggur við að það er hægt að telja þá á fingri annarrar handar sem eru almennilegir og hlusta á þá sem leita á slysó.

Tilfinningin sem maður fær þegar maður leita þangað er sú að maður er að trufla þá lækna sem þar eru að vinna. Læknarnir þar hreyta einhverju í mann og fær maður spark í afturendan fyrir að voga sér að trufla þá með einhverju helvítis óþarfa kvörtutnum að þeirra mati, svo er manni sagt liggur við að hypja sig heim og hætta þessu kvarti og kveini. Fyrir einu ári síðan var ég svo vitlaus að eyða pening og tíma í að leita á slysó, var búin að vera með miklar kvalir í öxl í margar vikur, heimilislæknir kallaði þetta millirifjagigt, sem að mínu mati er sjúkdómsgreining hálfvitans sem ekkert veit, hann skrifaði upp á svefnlyf. Og viti menn, það lagaði ekki verkinn í öxlinni.Shocking  Sem sagt eftir nokkrar svefnlitlar nætur gafst ég upp á þessum kvölum og fór á slysó, þar kemur ung kona læknakandídat, það fyrsta sem hún hreytir í mig var spurning hvort ég vissi ekki að þetta væri bráðamótaka og að hennar áliti væri öxlin á mér og kvalirnar ekki í þeim flokki að kallast neitt bráðatilfelli. Hún potar þó aðeins í öxlina, segir mér að fara heim og taka bólgueyðandi og verkjalyf, þetta væri líklegast ekkert annað en vöðvabólga. Ef verkurinn myndi ekki lagast þá ætti ég hugsanlega að láta taka mynd af öxlinni, henni datt sko ekki í hug að senda mig í myndatöku, þó að slík tæki eru á hæðinni fyrir ofan, því ég var greinilega búin að trufla hana nóg. Ég í hálfgerðu shjokki yfir framkomunni og hrokanum í bölvuðu nemadruslunni, drattaðist heim og hélt áfram að kveljast, var bara búin að vera með stig vaxandi verki í öxlinni í 3 mánuði, og samkvæmt öllu sem ég hef lært og lesið er að þegar þrálátir verkir eru í öxl þarf að mynda hana, en greinilega ekki á slysó. Stundum mætti halda að röntgen myndataka er dýrasta rannsókn sem framkvæmd er þar á bæ, ég held að það er eingöngu á tillidögum sem sjúklingar sem leita á slysó eru send í slíka myndatöku. Devil  

Ég ákvað eftir þetta að fara ekki aftur á slysó nema ég væri meðvitundarlaus.Sideways Hver kærir sig um að fara sárþjáður á slysó til þess eins að hlusta á einhvern hroka í læknunum þar. En alla vega ég fór til bæklunarsérfræðings í Orkuhúsinu, hann hlustaði á mínar kvartanir og sendi mig beint í röntgenmyndatöku og ómskoðun á öxlinni eftir að hann var búin að skoða mig vel og pota á alla réttu staðinaPinch.  Hann var alveg frábær og ekki til hroki í honum, hann reyndar skammaði mig fyrir að hafa ekki látið athuga öxluna fyrr, þannig að ég sagði honum bæði frá því sem heimilislæknirinn sagði og frá almennilegheitunum á slysó, mikið ofbðslega var hann hneykslaður á framkomunni þar. Tveim dögum seinna hringdi hann í mig og sagði ég væri með ofvöxt í beini í öxlinni sem var eins og krókur og það væri að rífa í vöðvafestuna, sinar og taugar. Hann sagði að ég yrði að fara í aðgerð sem fyrst, vildi að ég kæmi strax vikuna eftir, þar sem þetta var tveim vikum fyrir jól, þá spurði ég hvort það væri ekki í lagi að bíða fram yfir áramót, langaði mikið að geta séð um jólasteikina. Og var hvort sem var búin að vera svona í nokkra mánuði, þannig að við komumst að samkomulagi að ég tæki því rólegaLoL og færi svo í aðgerðina strax í byrjun janúar. Þessi sérfræðingur er alveg frábær, hann hlustar og svo segir hann hlutina eins og þeir eru og er ekkert að bulla í manni. Enda er ég í aðgerðar áskrift hjá honumWink Þegar maður er orðin svo gamall og ónýtur þá þarf að laga svo margtGrin Var ferlega snögg að jafna mig eftir aðgerðina á öxlinni, svo fór ég aftur í aðgerð hjá honum í vor að hæl og hásin, er eiginlega alveg búin að jafna mig eftir þá aðgerð, svo eru næstu aðgerðir í desember, hné og mjöðm. Þá verður önnur hliðin komin í lag áður en hægt er að byrja á hinniWink  En alla vega ef einhver þarf á góðum bæklunarlækni að halda þá mæli ég hiklaust með honum Gauta Laxdal.

Vill minna ykkur á baráttu fjöryrkja "Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra"  munið UNDIRSKRIFTARLISTANN , fjöldi undirskrifta er komin í 3.559 en betra væri að fá mikið fleirri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Læknar virðast alltaf hafa minni og minni tíma til að setjast niður með sjúklingum og skoða vandamálin í rólegheitum og yfirvegun...án þess að ég ætli að alhæfa, vissulega misjafnt, en ég hef heyrt margar svipaðar sögur, bæði frá ættingjum og vinum, sjálfur héf ég lítið þurft að leita til lækna í gegnum tíðina og má sennilega vera þakklátur  fyrir það jafn mistækir og þeir geta verið. Eitt virðist fara einstaklega mikið í taugarnar á læknum miðað við reynslu fólks mér nákomið, það er ef að sjúklingurinn telur sig hafa hugmyndir um hvað ami að sjálfur, sérstaklega þegar konur eiga í hlut...þá virðist oft stutt í hrokann.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.10.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Það er þó nokkuð til í því sem þú segir, konur fá oft þann stimpili á sig að vera móðursjúkar, en  það er furðulegt hvernig læknastéttin er að verða. Það er orðið ferlega erfitt að bera nokkra virðingu fyrir þeim, ekki öllum..... en  mjög mörgum þeirra.  En ég tel að eitthvað megi nú fara að sparka í afturendan á þeim sem  starfa á slysadeildinni, allt of margar ljótar sögur  sem maður heyrir  þaðan.  Hrokinn alveg  að gera út af  við flesta þeirra.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: hofy sig

Læknar eru misjafnir eins og aðrir, en það er nú einhvernvegin þannig að þegar maður þarf að leita læknis ætti maður ekki að þurfa að sætta sig við dónalega framkomu þeirra jafnvel þó að þeir séu undir miklu álagi, sjálfur er maður sjaldnast upp á sitt besta þegar maður fer í læknisheimsókn enda væri maður þá örugglega að gera eitthvað annað, alla vega ég. Ég ´hef því miður lent á skapstyggum og dónalegum læknum og kann nokkrar miður fagrar sögur af þeim. Ég hef nú samt verið svo heppin að hafa lítið þurft að sækja slysó síðan að ég var unglingur. Sem betur fer eru margir læknar frammúrskarandi góðir og láta ekki vinnuálagið bitna á sárþjáðum sjúklingum sínum.

hofy sig, 30.10.2007 kl. 00:06

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Guðmundur, ég skil mjög vel að starfsfólkið á slysó er þreytt og hefur oft á tíðum unnið langar vaktir. En það er alveg sama hversu lengi þú hefur verið á vakt, þú hefur ekki leyfi sem heilbrigðisstarfsmaður að koma illa fram við sjúklinga. Ég er ekki að rugla saman þreytu og hroka. Margir læknar sem vinna þarna koma illa fram við sjúklinga, hlusta ekki á þá og hreyta skammarlegum sjúkdómsgreiningum í þá. Margir hafa farið þarna upp eftir og verið sendir heim, og seinna hefur komið í ljós, beinbrot og ýmsir alverlegir áverkar og kvillar, sem þeir hreint og beint nenntu ekki að skoða almennilega, eða mynda. Það eru kandidatarnir sem vinna yfirleytt langar vaktir, sérfæðingarnir vinna ekki eins langar vaktir, en eru samt ekki að hlusta á sjúklingana og sína þeim mikla lítilsvirðingu. 

Ég vann þarna á meðan ég hafði heilsu til þess, og hef horft upp á skammarlega framkomu gagnvart sjúklingum, sumir læknar sem þarna eru eru svo miklir hrokagikkir að hjúkkur og sjúkraliðarnir skammast sín fyrir að vinna með þeim.

Ég hef bloggað um alvarlegt slys sem sonur minn lenti í, fór með hann á endurkomuna 2 vikum seinna, þar var vel úthvíldur sérfræðingur sem við lentum hjá, og þegar ég benti honum á að hryggjarsúlan á drengnum væri ekki eðlileg og höfuðverkir og minni hans væri slæmt, þá hreytti hann  í mig spurningu um það hvort ég ætlaðist til þess að hann tæki upp verkfærin. En það eina sem ég vildi að hann gerði væri að taka röntgenmynd af bakinu og léti ath höfuðið á honum, sem hann neitaði. Það var svo gert annar staðar, og ég hafði rétt fyrir mér, mikil hryggskekkja. Og nú bíðum við eftir að hann fari í segulómun af höfði.

En ég er ekki að segja að allir læknar þarna eru hrokagikkir, en þeir eru óeðlilega margir á slysó. 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 30.10.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 37858

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband