1027 undirskriftir

Vá, mikið ofboðslega er ég ánægð, það eru komnar 1027 undirskriftir á listann, og fjölgar hratt.

Ég verð að viðurkenna það að ég ætlaði aldrei að blogga, mér fannst margir vera að veita of mikinn aðgang inn í líf sitt og fjölksyldunnar. En seinustu daga hef ég komist að því að ég er ekki lengur jafn einangruð og ég er ekki ein að berjast gegn þessu óréttláta kerfi sem lífeyrisþegar þurfa að eiga við, ég er ekki eini tuðhausinn. Það eru svo mörg hundruð jafnvel þúsundir aðrir sem eru í sömu sporum og ég. Og það er á hreinu að þegar við stöndum saman þá verðum við sterkari og háværari. Einnig held ég að það ség gott að blogga um ástandið hjá lífeyrisþegum og um önnur málefni þannig að hinir fari að skilja og sjá að þetta er ekki öfundsvert líf.

Minnihlutahóparnir verða svo oft undir og gleymast, nema bloggarar láta í sér heyra og vekja athygli á því sem er í gangi í þessu velferðarþjóðfélagi. Að lesa það í blöðunum í vikunni var til dæmis skrifað um það að vistmenn á Droplaugastöðum, gamla fólkið sem byggði upp þetta land fær pakkasúpu í kvöldmat og tekex í kvöldkaffinu. Getum við ekki gert betur en þetta fyrir eldriborgara.

Við verðum að standa saman og halda áfram að berjast fyrir réttlátara kerfi, bótum sem hægt er að lifa á. Lífeyrisþegar eru oft örmagna á að standa í þessu stappi, en þegar við stöndum saman þá getum við dreift þessu á milli okkar eftir því sem heilsa og geta leyfir.

Munið Undirskriftarlistann  Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra

Fjöryrkjar gefast ekki upp 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir

Ég er öryrki svo ég skil þig ofboðslega vel...ég á líka í vandræðum með þetta fjands...kerfi.Það er svo óréttlátt að þurfa að þola þetta misrétti í okkar samfélagi.

Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, því fleiri sem við erum því líklegra er að árangur náist. Ekki gefast upp mjatla áfram og áfram. Kannski afkomendur búi þá við betri kost.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Við höldum áfram og gefumst ekki upp   ... tekex og pakkasúpa? nei takk

Góða nótt og bestu kveðjur

Ragga fjöryrki 

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 37901

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband