Söknuður, reiði, og gleði

Þegar verkirnir eru slæmir verð ég stundum alveg ferlega pirruð og reið og þá fer hausinn á fullt. Svo er það hugsanlega líka andlegt, yngri sonurinn fór á föstudaginn í bústað með nágrönnum okkar, og þetta er reyndar í fyrsta sinn sem hann fer yfir nótt eftir að hann lenti í slysinu í ágúst. Hann hefur sjálfur ekki viljað fara neitt langt frá heimilinu eftir þessa reynslu, hef tekið eftir því hvað slysið breytti honum mikið.

Ég fór með hann á endurkomuna í lok ágúst og talaði þar við yfirlækni út af þessum breytingum á drengnum, hann þjáist af mynnisleysi, höfuðverkjum og bakverkjum og er alveg ofboðslega skapstyggur stundum. Ég er sjálf hjá hnykkjara sem ég var búin að láta skoða hann og hann sá greinilega hryggskekkju, ég sagði yfirlækninum það, sem var bara með helv... stæla og spurði hvort hann ætti að taka upp verkfærin, svo sagðist hann ekki sjá neina ástæði til að skoða hann eða mynda hann neitt meir, á slysó var tekin tölvusneiðmynd af höfði og hann var límdur og saumaður og svo sendur heim. Ég var alveg brjáluð eftir að hafa talað við þennan lækni á endurkomunni, við  fórum í heimsókn til mömmu og pabba, sagði mömmu sem vinnur á BSP hvað læknirinn hafði sagt, hún var snögg að hringja og hella sér yfir hann.Whistling

Hnykkjarinn tók röntgenmynd af syni mínum og var mikill hryggskekkja hjá honum og miklar bólgur og tog í öllum vöðvum í bakinu, guð hvað mig langaði að fara og drepa helvítis lækninn á endurkomunni, sem mér fannst gefa skít í heilsu sonar míns. Lögfæðingur ráðlagði mér að fara reglulega með hann til heimilislæknis og láta fyrlgjast með og skrá allar kvartanir hjá honum, sem sendi okkur áfram til barnasérfræðings, hann sagði að það væri ekki séns á að svona lítill líkami gæti lent í því að fá eins tonna bíl á sig á 30-40 km hraða og sloppið alveg óskaddaður frá svoleiðis höggi. Höfuðið á honum fór í húddið, svo í framrúðuna sem brotnaði og eftir það flaug hann yfir bílinn og lenti hinum meginn á gatnamótunum og þar skall höfuðið aftur í kannststeininn. Barnalæknirinn sendi mig svo áfram með sonin til heila og taugasérfræðings, það er búin að vera 6 vikna bið, ofboðslega er tíminn búin að vera lengi að líða, en þriðjudagurinn er alveg að koma. Það sem bjargaði lífi hans var kúluhjálmurinn sem hann var með, en ég er bara svo drullu ósátt við framkomuna og hrokann sem hrá ansi marga í læknastéttinni og þá sérstaklega á slysó og endurkomunni.  Ég ætla ekki að sætta mig við það að það er gert lítið úr heilsu barnsins míns, við eigum bara einn líkama og hann þurfum við að lifa með og hugsa um ævilangt. Ég samþykki ekki sinnuleysi og hroka frá læknum. Enda er ég fjöryrki og mun halda áfram að berjast, við allt og allaDevil

Vá hvað ég sakna hans, smá bilun, en svona er víst móðureðlið í okkur, tel klukkustundirnar þangað til þú kemur heim. Ein mynd af okkur saman, Stefán Óli og ég á Gamlárskvöld.  Var að kíkja á Undirskriftarlistann Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra ,1251 undirskriftir, geðveiktWizard

Stefán Óli og ég


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vá Ingunn, þvílík saga. Hann er lánsamur drengurinn að vera á lífi eftir svona árekstur. En læknirinn..... (ekki prenthæft)...  Hvað er að svona fólki? Eins og það sé ekki nóg fyrir móður að taka á eftir svona. 

Sonur minn á við veikindi að stríða, ég hef einmitt þurft að bíta ansi oft í tunguna á mér svo ég öskri ekki yfir læknana og reyndar skólastjóra og kennara líka, sem dissa hann algjörlega. Það þyrfti að senda sumt fólk á samskipta námskeið ásamt því að leiðrétta hjá þeim ýmsa erfiða fordóma sem þeir bera. 

En eins og þú segir, við fjöryrkjar höldum baráttunni áfram

Yndisleg mynd af ykkur mæðginum. Það er greinileg mikil ást og kærleikur þarna á milli.

bestu fjöryrkja kveðjur

Ragga

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Hæ, Ragga

Ég hef heyrt margar skrautlegar sögur af heilbrigðiskerfinu og hef sjálf lent í nokkrum. Ég er búin að fá mig fullsadda af þeirra framkomu.

Hef líka fundið fyrir skilningsleysi og skammarlegri framkomu í skólakerfinu, eldri sonurinn með athyglisbrest, vá ég var stundum að því komin að sprynga. 

Það besta sem ég veit er að komast út í náttúruna og taka myndir, yngri guttin kemur oft með og tekur sína myndavél, svona cozy mæðginatími.

Við fjöryrkjar eigum ansi mikið sameiginlegt.

Fjöryrkjakveðjur

Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband