15.11.2007 | 12:10
Það er varla þorandi að fara í bíltúr á kvöldin, þegar skrímslin yfirtaka borgina
Hverslags fyrirsögn er þetta eiginlega "Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð" Hvaða h... máli skiptir það þótt að bíllinn eyðilagðist, ég get ekki betur séð en að bensínstöðin eyðilagðist, ég tel það vera alvarlegra.
Nú verður eitthvað að fara að gerast í þessum málum, drykkjuhrútar og útúr dópað lið sem keyra eins og villimenn er að leggja alla borgina í hættu. Það þarf ekki einu sinni mikinn hraða til að drepa fólk í bílslysi eða örkumla það fyrir lífstíð.
Las grein í fréttablaðinu í gær varðandi áætlanir hjá Áströlum vegna ofsaaksturs þar í landi. Ástralar ætla að gera ökutæki dæmdra ökunýðinga upptæk og not þau í árekstrarpróf. Stjórnvöld ætla að stúta bílum þeirra og hægt verður að fyrlgjast með því á netinu. Stjórnvöld þar í landi eru greinilega búin að fá sig fullsadda af því að þessir ökuníðingar taka þátt í banvænum, eignaskemmandi og andfélagslegri hegðun og ætla því að snúa við blaðinu og ætla eyðileggja eigur þeirra.
Mér þætti nú sniðugra að gera ökutækin upptæk og selja þau. Nota síðan ágóðan til að auka löggæsluna og í forvarnir til handa þessum geðsjúklingum.
Ég verð að viðurkenna að stundum er ég orðin hálf hrædd að fara að kvöldlagi á bílnum á einhverja á þessum aðalgötum í borginni sem eru notaðar sem hraðbrautir af brjáluðum ökuníðingum hvort sem þeir eru í vímu eða ekki. Þeir eru bara stórhættulegir og eru að leggja borgina undir sig, það er lífshættulegt að fara í bíltúr á kvöldin.
Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástandið er eiginlega alveg skelfilegt. Vona að okkur takist að snúa þróuninni við og bæta líðan þessa fólks og snúa því til jákvæðari vegar. Það er alltof mikill hraði á öllu samfélaginu það "hefur enginn tíma" til að anda og slaka á, hvað þá að sitja bara og njóta líðandi stundar. Og þá er "hlaupið" með hraðanum, bara eitthvert. Ef þú skilur hvað ég meina...
Bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 13:47
Þetta fólk er ekki bara á ferli á kvöldin - því miður
Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 16:34
Uggvænleg þróun.
Solla Guðjóns, 16.11.2007 kl. 00:08
fá sér bara skriðdreka fyrir bæjarrúntinn
Ólafur fannberg, 16.11.2007 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.