Félagsmálaráðherra byrjuð að laga kerfið?

Jæja þá er Jóhönnu tími kominn eins og hún sagði svo oft fyrir nokkrum árum síðan. Ég er alveg ofboðslega ánægð með það að Jóhanna er byrjuð að laga þetta kerfi, ekki veitir af. Það er alveg bráðnausynlegt að sjá til þess að foreldrar geta verið heima hjá sínum börnum sem eru veik. Ég væri alveg til í að sjá að greiðslurnar yrðu hærri en 130.000 en samkvæmt lögunum þá hefur ráðherra heimild til að fara fram á breytingu á þeirri upphæð ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum. Einnig að breyta því að foreldrar langveikra barna sem greindust fyrir gildistíma lagana fái greiðslur.

En Jóhanna er byrjuð að lagfæra kerfið og það er frábært, hálfnað verk þá hafið er.

Við fjöryrkjarnir erum svo að bíða eftir því að fá tíma hjá henni til að afhenda undirskriftarlistann og spjalla við hana um þetta kerfi allt saman. Sérstaklega allar skerðingarnar og þá vitleysu. 

Við höfum trú á þér Jóhanna og treystum á það að nú fari allt að breytast varðandi kjör langveikra barna, öryrkja og ellilífeyrisþega.

Vill bara minna enn og aftur á undirskriftarlistann "Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra" Fjöryrkjar þakka góðar undirtektir. 


mbl.is Félagsmálaráðherra boðar úrbætur fyrir langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona bara að við hittum Jóhönnu fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:41

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já ég hef mikla trú á Jóhönnu. Það þarf auðvitað að skoða allt sem þarf að laga og laga það rétt. Mér líst vel á það sem hún er að gera. Nú hlýtur hún að fara að hitta okkur, fyrst hún er búin með þennan kafla, auðvitað átti að byrja á börnunum.

Sjáumst

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Jóhanna  gerir eins vel og hún getur það hefur hún alltaf gert......hvort hún fái svo aura til að taka almennilega á þessum málum er allt annar handleggur...

Berjast......

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 37841

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband