Eru Íslendingar svona ríkir ?

Ég var að lesa forsíðugreinina í Fréttablaðinu og þar stendur í fyrirsögninni "Nýlegir bílar skildir eftir á ruslahaugunum"   Bílar sem skilað er í endurvinnslu eru flestir sjö til átta ára gamlir.

Er þessi þjóð að ganga af göflunum ? Ofboðslega eru margir ríkir á íslandi. Er það skrítið að það er mikil þennsla hérna, háir vexti og mikil verðbólga ? Islendingar henda 7-8 ára gömlum bílum á haugana, bílar sem eru lítið bilaðir er hent í stað þess að láta gera við þá. Svo væla margir um ástandið á Íslandi, hvað allt er erfitt. Þurfa allir að eiga það nýjasta og flottasta af öllu?

Ég er fjöryrki það útskýrir það að bílinn minn er komin langt fram yfir seinasta neysludag, vá hann er  átta og hálfs árs gamall, alveg frá seinustu öldLoL Með því að þvo og bóna GAMLA bílinn minn þá lítur hann bara vel út miðað við aldur, svo er ég með gelgjuna á sumrin og set á hann spinnera, sem hneykslar marga, en mér er sama. 

Ég verð oft svo reið að hlusta á vælið í full frísku vinnandi fólki þegar það kvartar yfir því hvað lífið er erfitt. Er það skrítið, þegar að sá einstaklingur er kannski með 10-15 raðgreiðslusamninga, alla vega einn helst tvo nýja bíla fyrir utan, flottasta sumar skuldahalann í eftirdragi á nýja bílnum og kemur alltaf heim með alla innkaupapokana úr NÓATÚNI.

Eins og fram kemur að ofan þá er ég lífeyrisþegi, við erum láglaunafólkið og lifum á smánarbótum, sem eru undir fátækramörkum, með alsskonar skerðingar og kjaftæði. Auðvitað er fullt af fólki að vinna sem fær greidd skammarlega lág laun og það þarf að breyta því og hækka lægstu launin, og hækka skattleysismörkin, því það er það eina sem gagnast láglaunafólkinu, lækkun skatta prósenturnar gagnast hálaunafólkinu mest. 

En ég spyr er ekki komin tími til að stoppa þessa geðveiki hérna ? Þarf fólk ekki aðeins að fara að líta sér nær, þegar það kvartar undan öllu, er fólkið sjálft ekki að koma sínum eigin rassi í sjálfskaparvíti með þessu kaupæði, út með allt gamla draslið og allt keypt nýtt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Júlíus.   Þig langaði að vita hvað vextir væru á bílalánunum hér heima, þeir eru 8,95% plús verðtryggingin, en ef lánið er ekki verðtryggt þá er vextirnir bara 16,00 % Vextir á íbúðarlánum eru 6,4% plús verðtrygging fyrir viðskiptavini bankana en annars 7,15%. Ef fólk tekur Vísalán eða raðgreiðslur þá eru vextirnir á því 17,75% plús 2% lántökugjald. En þetta stoppar samt ekki verslunargleði Íslendinga, en virðist samt gefa þeim leifi til að kvarta og væla.  Íslendingar halda þessum lifnaði áfram þangað til að landið sekkur.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já það er grátlegt hvert markmiðið virðist vera hér á Íslandi,að eiga allt það besta og fínasta og auðvita alltaf betri en næsti maður,en börnin og fjölskyldan en það er afskaplega lítill tími fyrir það og það sem er í raun það dýrmætasta í lífinu er látið mæta afgangi.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.11.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Já Katrín, börnin og fjölskyldan er það dýsmætasta sem við höfum, en þar sem það hangir enginn verðmiði á þeim með himinháum upphæðum fyrir nágrannan að sjá,  að þá gleymast þau því miður allt of mikið. Þau ganga oft sjálfala, fá jógúrtdollu í hausinn frá drullu þreyttum foreldrum eftir langan vinnudag. Þvílíkt rugl.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég varð alveg gáttuð þegar ég las þessa frétt í morgun. Þvílík dæmalaus vitleysa.  Fólk er algjörlega að missa sig í ruglið.  Ef ég ætti ekki foreldra á lífi þá væri ég farin til Noregs eða Danmerkur, það hefur lúrt í okkur í mörg ár að breyta til.  Sjáumst vonandi í næstu viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég á einn Renault Clio á fermingaraldri, hann gengur alveg hreint ennþá en eyðir ótrúlega miklu

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband