Fullt að gera.

Er búið að vera mikið að gera í dag, prinsessan búin að vera veik og skapið hjá henni í stíl við veikindinAngry Mikið ofboðslega hefur hún verið pirruð og hún er hálf andsetin af einhverjum púkum sem segja henni greinilega að gera líf bræðra sinna eins leiðinlegt og mögulegt er. Nú lögðum við hana í bleyti í smá stund og samt getur hún haldið áfram að bögga strákana.

Mætti með yngri strákinn á Landsspítalann í morgunn. Loksins kom að því að senda barnið í segulómun af höfði, hann lenti í slysinu 1.ágúst, við fáum svarið í næstu viku, vona bara eftir góðum fréttum. Bjóst við því að hann yrði órólegur í segulómuninni, þar sem þetta tekur alveg ferlega langan tíma og getur verið erfitt fyrir okkur fullorðna fólkið að fara í svona myndatöku, en hann var svo afslappaður, með dúndrandi popptónlist og var farinn að dotta. 

Unglingurinn búin að vera að lesa í allan dag, próf í Algebru á morgunn hjá honumWhistling

Mamma og pabbi eru nýfarinn, þau kíktu í heimsókn og komu með ís, kalda og heita súkkulaðisósu og nammi kurl út áTounge. Það var æðislegt að fá svona heimsendingarþjónustu og heimsókn í leiðinni. Ekki veitti af smá kaloríubombu eftir svona dag, mamma og pabbi eru svo æðisleg, held þau þurfi smá undirbúning með börnunum áður en þau passa þau í lok næstu viku. Þá skreppum við skötuhjúin til Minneapolis, mikið ofboðslega hlakka ég til að skreppa út í 4 daga og bara versla og versla og versla ÓDÝRTGrin  og líka að slappa af og fara út að borða og hafa það bara kósýýýýýý.

Fór í dag að prufukeyra bíl sem ég er búin að vera að skoða í nokkrar vikur, mig langar svo geðveikt í hann, þarf að fara að fá mér bíl með sjálfskiptingu og langar svo mikið í Peugeot 807 bílinn, en ég þarf alltaf langan tíma til að skoða og ákveða og reikna aftur og aftur og aftur. En svona er ég bara, varkár og lengi að taka ákvarðanir þegar kemur að svona málum. En það var alveg æðislegt að keyra hann og erfitt að skila honum aftur Frown, ég fer nokkrum sinnum aftur að skoða hann áður en ég tek ákvörðun um að kaupa hann.

Jæja nú er prinsessann að verða að sveskju og verð víst að fara að taka hana úr bleyti, hún ætti að vera orðin hrein.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað foreldrar þínir eru sætir!  Dásamlegt að fá svona heimsókn þegar allt er búið að standa á haus yfir daginn.  Ég vona svo sannarlega að allt komi vel út hjá drengnum þínum og að litlan verði hress fljótlega, og þá geðbetri...O, þessi grey geta verið svo ergileg þegar þau vita ekkert hvað er að gerast, líður bara ekki vel og láta öllum illum látum.  En alltaf skulu þau bræða mann á einn eða annan hátt.  Það er bara lögmál.

Gangi þér vel í öllu þínu Ingunn mín!

kveðja, Arna fjöryrki

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Solla Guðjóns

yndislegir foreldrar þínir að koma með kaloríur í önnumkafna fjölskylduna og litla böggarann.

Ég dáist af staðfestunni í þér með bílinn...er hrædd um að ég gæfi þessu ekki svona langan tíma

Solla Guðjóns, 22.11.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband