Hvar á þetta fólk að búa?????

Þetta er hræðilegt að fólk hafi ekki efni á því að kaupa sér þak yfir höfuðið. Launin eru það lág að það er stór hópur í þjóðfélagin sem eigir sér enga von um að eignast húsnæði og ekki er það ódýrara að leigja.

Launin eru of lág. Hvað þá bætur hjá þeim sem eru svo óheppnir að hafa ekki heilsu til að vinna.  Hjá þeim hópi eru heildartekjur kannski að ná 2.000.000 króna á ári.  Launin í þessu landi eru í engu samræmi við verðlagið, hvorki á húsnæði, matvörum eða neinu öðru. Þeir sem eru með nokkrar milljónir í árslaun lifa í þeirri trú að allir eru með há laun eins og þeir.

Nei, þessi velferð og hagvöxtur sem er alltaf verið að tala um hér á landi er bara hjá nokkrum sérútvöldum, sem vita ekki hvernig það er að þurfa að rembast við að lifa mánuðinn af með útborgaðar tekjur upp á um 150-180 þúsund.

Er ekki komin tími á að hætta þessum strútsleik, taka hausinn upp úr sandinum og hækka bætur og tekjur þeirra lægstlaunuðu, hækka skattleysismörkin all verulega, þannig að þeir sem eru í neðstir í fæðukeðjunni í þessu landi eigi von um að lifa út mánuðinn og hugsanlega geta einhverntíma eignast sitt eigið heimili. 

Eins og er skrifað í þessari frétt er fjórðungur, eða 25% para með tekjur undir 5 milljónum á ári og mun því aldrei geta keypt sér þak yfir höfuðið. Hvað á þetta fólk að gera? Leigja á uppsprengdu verði? Eða lifa í fátækt alla ævi?

 


mbl.is Meðaltekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér verður nú bara hugsað með hryllingi til blessaða unga fólksins sem verða fjöryrkjar ungir, þeir eiga sér ekki einu sinni von. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ásdís mín, það er nú heldur svart útlit hjá þeim sem eru ungir og lenda í áföllum, úfff, hvað þetta verður hræðilegt hjá því fólki ef ekki verður gert neitt í þessum málum. Við Fjöryrkjarnir verðum greinilega að berjast með kjafti og klóm til að tryggja að fjöryrkjar lendi ekki í þeim hryllingi að eignast aldrei heimili og þurfi að lifa langt undir fátækramörkum. 

Jebb, Heiða mín við erum ekki með mestu peningana, en við látum nú bæta úr því. Og já við erum ríkar á margan annan hátt, það eru stundum forréttindi að vera Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 22.11.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vonandi að þetta húsnæðisvandatímabil standi ekki lengi. Skil ekki alveg hvernig fólk fer að, ég verð að segja eins og er. En bestu kveðjur og góða nótt

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 37883

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband