Er ekki mannekla í Grunnskólum landsins!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hverju á þetta að breyta eða bæta? Ég veit ekki betur að það fáist ekki kennarar, það vantar marga kennara í dag í grunnskólana og svo á að fara að leggja fram frumvarp um að lengja kennaranámið.

Þannig að útlitið í skólamálum á greinilega eftir að versna til muna, þar sem það segir sig sjálft að við lengingu á námi kennara, þá muni myndast gat og kennarar útskrifast seinna. Er ekki verið að ganga frá grunnskólanum með þessu, kennarar flýja í önnur störf vegna lélegra launa miðað við þeirra menntun.  Og er svo búist við því að með lengingu á náminu hjá þeim að þá  muni þeir eitthvað frekar fara í kennarastörfin.

Með þessu áframhaldi er ég ansi hrædd um að grunskólarnir muni eiga enn erfiðara með að manna stöðurnar, ekki gengur það upp í dag og þetta er alveg örugglega ekki til að bæta ástandið. Manneklan í grunnskólum landsins á eftir að versna til muna með þessum tillögum.


mbl.is Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski við fáum hæfari kennara, sem kunna meira í því fagi sem þeir eru að kenna? Ég held að þetta fyrirkomulag sé í flestum þeim löndum sem við miðum okkur oft við (norðurlönd, USA). Ég held að það sé litil vöntun á kennara menntuðu fólk, þeir skila sér hins vegar illa í skólana. Annars hef ég fá göngn um málið, byggii tal mitt einungis á almannarómi og tilfinningu.

Ásdís (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:38

2 identicon

Hefðbundnar kvennastéttir hafa löngum reynt að sækja sér betri kjör með því að auka þær kröfur sem eru gerðar til þeirra starfa. Þetta hefur fólgist í því að færa menntun fyrir störfin á háskólastig. Þetta hefur gerst með kennaranám, fósturnám (nú leikskólakennaranám), þroskaþjálfanám o.s.frv. Ég geri ráð fyrir að þetta sé örvæntingarfull tilraun til þess að reyna að hækka launin að krefjast lengra náms.

Daníel (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Guðný Lára

Manneklan er nú einungis vegna slæmra kjara kennara! Námið er nú 3-4 ár... eftir því hvernig þú tekur þetta! Launin eru svo bara bull... það liggur við að þú hafir það bara betra á námslánunum á námstímanum..  ég hef ekki áhuga á að fara að kenna þó svo að stutt sé í útskrift hjá mér... Hæfileikar mínir eru dýrari en það..

Guðný Lára, 26.11.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Nei, það er til fullt af kennara menntuðu fólki. Launin eru náttúrulega það sem veldur manneklunni, og það þarf að hækka þau all verulega. En mun það duga? Kennarar eru að flýja vegna launa, en ég er ansi hrædd um að lengra nám muni ekki breyta miklu. Staðan er slæm í dag og það er greinilegt að með þessari tillögu, þá muni Grunnskólakerfið eiga nokkur ár í það að ná því að verða full mannað aftur. Veit ekki til þess að fríkort í Húsdýragarðinn, sundstaði og söfnin til kennara hafi breytt neinu, hvað varðar manneklu.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Úfff, Guðmundur, þetta fer allt að hrynja í hausinn á okkur, ef lægstu launin fara ekki að hækka all verulega og skattleysismörkin hækkuð, til að þeir lægst launuðu fari nú að geta haft efni á því að lifa.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 22:54

6 Smámynd: Egill Óskarsson

Daníel, það er oftast betra að hugsa áður en maður talar. Hvernig í ósköpunum færðu það út að þegar Menntamálráðuneytið leggur fram frumvarp þá sé það dæmi um örvæntingafulla tilraun til að hækka laun?

Ég sé ekkert að þessari breytingu, það er verið að færa þetta í sama horf og er í fjölmörgum öðrum löndum. Auðvitað á að hækka launin líka, það er bara allt önnur umræða.  

Egill Óskarsson, 27.11.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband