28.11.2007 | 14:18
Jóhanna Sigurðardóttir og Fjöryrkja Fjör í morgunn
Jæja þá erum við búin að hitta Jóhönnu Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra og afhenda undirskriftarlistana. Við hittumst fyrst á Kaffi París kl.10 og spjölluðum. Svo röltum við yfir í Félagsmálaráðuneytið, áttum tíma hjá Jóhönnu kl.11:30, Hrannar B. tók á móti okkur og áttum við gott spjall við hann svo kom Jóhanna og tók við undirskriftunum og Ásdís Yfirfjöryki las upp bréf sem hún hafði skrifað fyrir okkar hönd.
Fjölmiðlar höfðu verið látnir vita, en þeir einu sem höfðu áhuga og mættu var RÚV, sem tók upp afhendinguna.
Ég hef mikla trú á henni Jóhönnu Sigurðardóttur, hún hefur í mörg ár sínt áhuga og talað um málefni lífeyrisþega. Hún er búin að koma í gang nefnd sem mun skoða og yfirfara allt þetta TR kerfi, og vonandi verða gerðar stórar breytingar á því flókna kerfi til betrunar, bæði fyrir lífeyrisþegana og starfsfólk stofnunarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra, við bíðum spennt eftir að sjá þær breytingar sem verða gerðar í framtíðinni á þessu öllu saman þegar þú tekur við þessum málaflokki um áramótin.
Takk kærlega fyrir að gefa þér tíma til að taka á móti okkur.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtileg kynni,vonandi hittumst við sem oftast.
Hef fulla trú á að Jóhanna komi málum í betra og viðunandi horf.
Magnús Paul Korntop, 28.11.2007 kl. 14:48
Ingunn, þetta var alveg frábært í morgun að hitta Jóhönnu. Hún er náttúrulega kjarnakona og kemur örugglega skiljanlegum og mannúðlegum skikk á málefni öryrkja og eldri borgara.
Svo var líka yndislegt að hitta ykkur aftur og hitta ykkur hin sem ég hafði ekki séð áður.
knús og kveðjur Ingunn mín, sjáumst með myndavélarnar einvhersstaðar
Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 16:17
Nákvæmlega Jóhanna rokkar hehehe og við með.
Takk fyrir daginn Ingunn.
Linda litla, 28.11.2007 kl. 21:26
Jóhanna er náttúrulega bara LANG flottust! Ofboðslega var ég ánægð með að vera fjöryrki í dag!
Takk Ingunn mín fyrir morguninn. Þú ert alveg frábær!
Kveðja, Arna fjöryrki ... og STOLT af því!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.