5.12.2007 | 20:04
Góð jólagjöf fyrir lífeyrisþegana
Þetta eru vægast sagt frábærar fréttir.
Í dag er ekki nema ein vika síðan við nokkrir fjöryrkjar, með yfirfjöryrkjan Ásdísi Sigurðardóttir í broddi fylkingar fórum á fund Jóhönnu Sigurðardóttur og afhentum henni undirskriftarlistann "Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra"
Ásdís Sigurðar las upp bréf sem hún skrifaði fyrir hönd okkar allra, Ásdís mikið ofboðslega hefur þú verið sannfærandi. Ekki grunaði mig að við fjöryrkjar fengjum svona skjót viðbrögð.
Þetta er ansi góð Jólagjöf fyrir lífeyrisþegana. Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra, takk kærlega fyrir. Þvílík hörkukona hún Jóhanna og Ásdís þú er algjör hetja.
Tekjur maka skerði ekki bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 38084
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk elsku Ingunn, mér finnst nú lofið mikið, en ég segi samt takk. Ég er mjög stolt af Jóhönnu og ætla að senda henni þakkir frá okkur fjöryrkjum, hvernig var úti??? hlakka til að hitta þig fljótlega mín kæra.
Kveðj Ásdís
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 20:19
Já þetta eru frábærar fréttir!!
Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 20:59
Þetta eru vissulega frábærar fréttir, en gleymum okkur ekki, það mun ekkert gerast fyrr en í vor í fyrsta lagi. Staðreyndin er ennþá sú að skerðingin er að fara illa með fólk akkúrat í dag. En vonin sem er gefin heldur manni eitthvað á floti.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:57
Við höldum bara stórt FJÖRYRKJAPARTÝ, jú það var æðislegt úti og frábært að vera kominn heim aftur.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 23:27
Alveg meiriháttar!!! Fáum okkur kaffi og konfekt hahaha
Ragnhildur Jónsdóttir, 6.12.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.