5.12.2007 | 23:15
Komin heim í hitann
Jæja, þá er Minneapolisferðin liðin, búin að versla eins og sannur Íslendingur og líkamlega búin á því. Ferðin var æðislega og vélin full á leiðinni út af Íslendingum í verslunarham, vélin varla lent fyrr en við brunuðum inn á hótelið að henda töskunum inn á herbergi og svo farið strax í búðarráp, þótt maður væri drulluþreyttur eftir sex og hálfs tíma flug, þá fórum við samt af stað.
En mikið ógeðslega var kalt í Minneapolis, það var allt að 16 stiga frost, ekki það besta fyrir ónýtan líkama og það snjóaði næstum því stöðugt. Það olli náttúrulega miklum umferðartöfum, þar er bannað að keyra á nagladekkjum og engin skylda að vera á vetrardekkjum, þannig að það voru bílar fastir í öllum sköflum. En þar sem það var næstum stöðug snjókoma þá var lítið hægt að taka myndir, og ekkert hægt að fara í útssýnisferðir, enda kuldin mikill. Þannig að mestur tíminn fór í að rölta um í Mall of America og versla og skoða.
Svo tók maðurinn upp á því að veikjast, magavandamál, hita og kuldaköst og leið hryllilega illa, en hann lét það nú ekki stoppa sig, leitaði alltaf fyrst að salernum í hverri verslun og hvarf reglulega Ég held að þetta hafi bara verið svona gífurlegur kvíði í honum þar sem hann var að verða fertugur, aldurinn fór eitthvað illa í hann. Hann átti afmæli í gær og þá var hann búin að jafna sig, ég náttúrulega svo mikill púki að ég sagði honum af hverju ég ákvað að vera í USA á afmælisdeginum hans, það var eingöngu gert til að tefja fyrir ellinni hjá honum, tíminn þar 6 tímum á eftir okkar, þannig að hann græddi nokkra klukkutíma.
Í gær áttum við að fljúga af stað heim klukkan 19 á staðartíma, þannig að það var mæting 3 klukkutímum fyrir brottför, en samt náð að hendast smá í MOA að versla seinustu gjafirnar. Það var þó nokkur snjókoma í gær, þannig að öll umferð í rugli, það tók einn og hálfan tíma að komast frá mollinu að hótelinu og svo á flugvöllinn, ferð sem tekur tæpan hálftíma á góðum degi. Svo seinkaði fluginu um tvo klukkutíma vegna þess að áhöfnin var sat föst í umferðinni. Á vellinum var bara stuð á Íslendingum eins og alltaf, hópur hressra kvenna sungu afmælissönginn fyrir eina sem varð þrítug og svo sungu þær fyrir mannin minn sem varð fertugur, sem var fínt, því ég hafði ekki sungið einsöng fyrir hann En út af seinkun á fluginu þá fengum við nikótínsjúklingarnir leifi til að fara út í smók, og við létum okkur hafa það að fara í gegnum allt tékkið og eftirlitið aftur á eftir. En það var alveg ferlega skrítið að koma heim í morgunn og tala um það hvað það væri nú hlýtt og gott að komast aftur heim til Íslands. En þetta var æðisleg ferð, mikið verslað á börnin og næstum allar jólagjafirnar búnar.
En ég verð að viðurkenna það að ég var komin með blogg fráhvarfseinkenni og gott að koma heim og geta loksins kíkt á ykkur öll aftur, ég saknaði ykkar
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim elsku Ingunn! Og til hamingju með manninn þinn Nú þarf bara að ná áttum, lúlla úr sér þreytuna og jafna skrokkinn. Þetta er ekkert smá álag að fara í svona verslunarferð! Endalaus þeytingur og labb og labb og það í ííííískulda, búahahahahahaaaa, fæ alveg hroll!
En aldrei hef ég heyrt að það sé gott að koma heim í HLÝJUNA! Alveg mergjað.
Hafðu það sem allra best vinkona. Kveðja, Arna fjöryrki
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:57
Takk kærlega fyrir það elsku Arna, úff, já það er mikil þreyta og verkir. Hafðu það gott og góða drauma, ástar og saknaðar kveðja Ingunn Fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 6.12.2007 kl. 00:05
Velkomin heim Ingunn. Já, ég held við vitum varla hvað kuldi er fyrr en við förum á svona slóðir eins og Minnesota og þar norðar. brrrrrrrrrrrrr Svo hafa þau bara snjó fram á vor! hvað er nú það? Get svosem ekki kvartað yfir snjóleysi hér á meðan jörð er enn hvít eftir nóttina hérna á SV horninu, svona þennan morguninn. Reyna að ná myndum af honum um leið og birtir betur
Hafðu það gott
Ragnhildur Jónsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:50
Veið þið öll velkominn í hitan hjá okkur og gleði fréttir varðandi Öryrkjana og fl.
Kjartan D Kjartansson, 6.12.2007 kl. 12:46
Ég gleimdi
Til hamingju með stóafmælis barnaið "bóndan sjálfan"
Kjartan D Kjartansson, 6.12.2007 kl. 12:48
Velkomin heim elsku vinkona. Gott að allt gekk vel. Hlakka til að hitta þig vonandi sem fyrst. Kær kveðja úr flensubælinu á Selfossi.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:15
velkominn heim bið að heilsa karli bónda
Ólafur fannberg, 10.12.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.