Æðislegar fréttir

Hringdi í læknin hjá  syni mínum í morgunn. Mig var virkilega farið að lengja eftir svari úr segulómuninni af höfði sem hann fór í fyrir 3 vikum síðan. Það lék grunur á áverkum á heila eftir bílslysið sem hann lenti í í ágúst, en sem betur fer var enginn skaði á heila sjáanlegur á myndunum. Mikið ofboðslega var mér létt, ég gæti dansað af kæti.Wizard

Taugasálfræðingurinn sem hann átti að fara til í seinasta mánuði, þurfti að fresta tímanum, svo áttum við tíma í gær og aftur þurfti að fresta tímanum. En nú vona ég að það verða ekki fleirri frestanir á þessu, svo hægt verði nú að fara að vinna í hans málum. Næsti tími er áætlaður 7.janúar. 

Honum gengur alveg ferlega illa í skólanum, er næstum algjörlega vanvirkur og námsgetan fer versnandi. Skapið alveg að fara með hann, minnisleysi og lífið getur stundum verið alveg ferlega erfitt hjá honum. En reyndar hefur hann verið mjög viðkvæmur og óöruggur síðan slysið varð, en seinustu 5-6 vikurnar hafa verið erfiðar og hann hefur alveg sleppt sér og loksins fór hann svo að brotna saman af og til, og gráta. Hann hefur varla grátið neitt eftir slysið, þannig að ég varð bara svo ánægð að hann fór loks að gráta reglulega og losna við þann draug sem er búin að liggja á honum innbyrgður eins og mara. Mér finnst það gott að hann sleppir tárunum loksins út og grætur, það er sárt að horfa á það, en eftir á líður honum betur, þannig að það er bara gott.

En eins og læknirinn sagði að þótt ekkert sjáist á myndunum þá erum við samt að tala um langan tíma áður en hann verður búin að jafna sig, og vonandi með tíð og tíma fáum við gamla drenginn okkar aftur eins og hann var. Hann er alveg yndislegur, en hans vegna er það vonandi að andlega og líkamlega fari honum að líða betur. Það er svolítið erfitt að horfa upp á hann breytast úr duglegum, kátum fjörkálfi sem var alltaf úti og duglegur og snöggur að læra, í það að vera uppstökkur og skapstyggur, eiga ferlega erfitt með að læra og vera lengi að því, og svo ofboðslega viðkvæmur. En þetta kemur allt með tíð og tíma eins og læknirinn sagði, þetta mun lagast þegar verður farið að vinna með drenginn og hjálpa honum. Þannig að nú bíðum við bara fram í janúar og vonum að það verði ekki aftur frestur á tímanum hjá lækninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru aldeilis góðar fréttir Ingunn mín.  Ég vona að drengurinn þinn fái alla þá hjálp sem hann mögulega getur fengið.  Eins og þú veist er erfitt að lenda í svona áfalli.  Hann býr vel að því að hafa þig sér við hlið.  Gangi ykkur vel.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Ólafur fannberg

góðar fréttir með drenginn. Og takk fyrir póstinn og afmælisgjöfina Bið að heilsa karlinum (þessum óvirka bloggalka)

Ólafur fannberg, 11.12.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku drengurinn, það er heilmikið áfall fyrir allan skrokkinn og "andlega skrokkinn" að lenda í svona. En gott að ekkert varanlegt sést á myndunum, þá ætti þetta að lagast smátt og smátt.

Sendi honum knús og góðar hugsanir og þér líka Ingunn mín.

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.12.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Agný

Ekki gott að heyra þetta með drenginn þinn... En höfuð og´hálsáverki eru ferlega lúmskir. Þarf ekki að sjáist neitt á muynd, en málið er að hálsinn er það rör sem öll taugaboð þurfa að fara í gegnum til og frá "stjórnstöðinni" það er heilabúinu.. Ætla ekki að troða mér beint ( kanski óbeint..) upp á þig , en mig langar að biðja þig um að lesa þetta hér  

FÆÐINGARÁVERKAR. Getur Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð komið að gagni?http://www.agny.blog.is/blog/agny/entry/370639/

HÖFUÐBEINA OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN & ANDLITS LYFTING ÁN SKURÐARAÐGERÐAR

http://www.agny.blog.is/blog/agny/entry/362277/ það sakar allavega ekki að skoða alla möguleika ef þú ert ekki sátt þó svo ´æknarnir finni ekkert að viðkomandi er það kanski ekki alltaf rétt og sama hvað sagt er við þig þá finnst þér þetta aldrei passa.P.S. Ég er víst líka í þessum hopi sem "yrkir mjög ört"

Agný, 12.12.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband