18.12.2007 | 00:42
Allt á fullu
Þá er ég búin að setja í Owerdrive fyrir jólin, verð víst að drífa í að klára allan jólaundirbúning á morgunn. Ég á víst að mæta á spítalann á miðvikudaginn í tvær aðgerðir, þannig að það er ekki mikill tími til stefnu.
En ég er búin að vera þokkalega dugleg í dag, klippti karlinn eftir hádegi, hann neitar að fara á stofu honum finnst enginn klippa hann nógu vel, þannig að þá verð ég að redda því. Yngri strákurinn klipptur núna í kvöld, en hann er svo hagsýnn og vill því að ég klippi hann og hann fær peninginn í staðinn Við kíktum í Byko og fjárfestum í nokkrum seríum, sem ég er búin að skutla upp og nokkrar jólagjafir keyptar.
Svo fórum við í Holtagarðana í nýju Hagkaup og Max, þar þurftum við að þræða á milli bala og fata sem voru út um allt á gólfunum vegna leka í þakinu Ekki mikil meðmæli með íslenskum byggingariðnaði, hélt að þetta væri bara heima hjá mér. Svo tók ég eftir því þegar ég var búin að borga fyrir það sem við versluðum í Hagkaup að það var bara ekkert samræði á milli verðs í hillu og á kassa, þannig að við hentumst inn aftur og skoðuðum, svo tókum við bara hilluverðmiðana með okkur á þjónustuborðið til að skammast, var búin að leita að starfsfólki í búðinni og gafst upp á því. Daman sem var á þjónustuborðinu var engan veginn búin að gera sér grein fyrir því að það stóð stórum stöfum fyrir aftan hana ÞJÓNUSTUBORÐ, því hún var svo ferlega fúl að ég hélt hún ætlaði engan veginn að ráða við það að leiðrétta verðið og endurgreiða okkur. OMG hvað ég þoli ekki þjónustufólk með enga þjónustulund, mig langaði að spyrja hana hvort hún gleymdi að taka lyfin sín í morgunn, en jólaandinn í mér kom í veg fyrir það
Á morgunn er svo loka handboltaæfingin fyrir jól, með tilheyrandi jólafjöri, kökur gos og nammi, ofboðslega verða strákarnir hressir á þeirri æfingu. Svo þarf litli prinsinn að fara beint í afmæli niður í Keiluhöll eftir æfinguna, og þá verð ég að nýta tímann og klára seinustu jólagjafirnar.
Jæja, nú er ég greinilega búin að ofgera mér og verkirnir orðnir frekar pirrandi, þannig að ég er að pæla í að henda mér í rúmið, enda nóg að gera á morgunn þar sem ég verða að klára það sem eftir er fyrir jólin áður en ég fer á spítalann á miðvikudaginn.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frekar mikið álag les ég. Vona að þér gangi vel í aðgerðunum. Hugsa vel til þín kæra vina.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 00:50
Fátt meira pirrandi en að þurfa að leita að starfsfólki með stækkunargleri, síðan er þetta atriði að lenda á svona óþjónustulunduðu afgreiðslufólki til að toppa það væri nú fullmikið fyrir mig í sömu ferð. Annars óska ég þér góðs gengis inni á spítalanum.
Eiríkur Harðarson, 18.12.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.