Elsku Börnin

Nokkrir  Gullmolar frá börnunum.

Í gær varð ég að útskýra fyrir dótturinni sem er 5 ára að ég væri að fara á spítalann í aðgerð, hún þurfti að fá miklar og nákvæmar útskýirngar á því öllu saman. Hún vildi vita afhverju ég þurfti að fara á spítalann ég sagði henni að það þarf að laga fótinn, sem sagt mjöðm og hné, hún sá enga ástæðu fyrir því að ég þurfti á því að halda að láta laga fótinn neitt. Hún sgði við mig "Mamma þú getur alveg labbað, af hverju þarf þá að skera í fótinn", hún er eitthvað ósátt við  það að ég fari á spítalann núna. Þannig að ég varð að sýna henni og útskýra allt að nú ætti að laga fótinn svo að ég losna við alla verkina og gæti þá labbað meira og lengra, en hún heldur fast í sína meiningu "Þú getur alveg labbað og þarft ekki að fara á spítalann. En skutlan jafnaði sig smá saman þegar ég sagði henni að ég yrði nú kominn heim fyrir Jól, þá varð hún sáttari og ég fékk leifi til að fara í viðgerðina.

Í gærkvöldi fékk ég svo spurningu frá henni upp úr þurru, "Mamma hvert ætli þið að flytja þegar ég verð stór" ????? Ég sagði við hana að við ætluðum ekki að flytja, planið er að búa áfram hér. Hún var ekki alveg sammála því, þar sem að hún ætlar að eiga heima hér þegar hún verður stór, þannig að við þurfum að flytja og finna okkur annað heimili, því hún ætlar ekki að flytja þetta er hennar heimili W00t

Fyrir nokkrum árum var elsti sonurinn að ræða málin, ég sagði honum að maður ætti alltaf að reyna að vinna sér inn peninga og leggja til hliðar og spara, hann spurði afhverju, ég sagði honum að þegar maður verður unglingur þá langar öllum t.d. að eignast bíl þegar þeir fá bílpróf. Honum fannst það sniðug hugmynd að spara peningana, en sá enga ástæði til að kaupa sér bíl. Ég sagði við hann að flest allir kaupa sér bíl þegar þeir eru unglingar, hann sagði mér að hann þurfti ekki að kaupa sér neinn bílWoundering . Ég var ekki alveg að skilja hann, fyrr en hann sagði mér " Mamma ég þarf ekki að kaupa mér bíl, ég nota bara ykkar" þá spurði ég hann hvað hann ætlar að gera þegar hann flytur, hann snöggur að svara, "Ég nota bara ykkar bíl" ????? Hann ætlaði að kaupa bara íbúðina fyrir ofan okkur, þannig að þá gæti hann áfram notað okkar bíl þótt hann væri fluttur. Þannig að hann ætlaði að spara sína peninga til að kaupa bara íbúðina í staðinnWink

Fyrir mörgum árum var svo yngri sonurinn alveg að gera út af við okkur með frekju, við fengum nóg og sögðum við hann að ef hann væri ósattur við þær reglur sem væru á heimilinu, þá mætti hann alveg pakka og flytja eitthvað annað.  Litli kúturinn fór á bleyjunni inn í herbergi og náði í töskuna, við hjálpuðum honum að pakka smá af dótinum hans. Hann klæddi sig og svo fór hann inn í geymsluna og stóð fyrir framan frystkistuna. Við spurðum hvað hann væri að gera?  Hann ætlaði að fá smá mat með sér í töskuna svo hann yrði ekki svangur þarna  útiInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg börn, ekki spurning.  Gangi þér vel í aðgerðinni gullið mitt.  Hvað ætlar hann nákvæmlega að gera?? ég þarf að fræðast meira um þetta mál.  Segulómun sýnir enga stór breytingu í beinum þannig að það er ekki það sem veldur mér verkjunum heldur sinar, festur eða eitthvað eins og læknirinn sagði svo snilldarlega. Hefur enga lausn fyrir mig nema sterasprautur og þjálfun, hingað til hefur það ekki dugað og mér versnar bara.  Ef þú hefur tíma til að hringja í mig þá er ég með síma 8658698

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 12:58

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þau geta verið ansi skondin gullkornin sem koma frá þessum dúllum!

Gangi þér vel í aðgerðinni

Huld S. Ringsted, 18.12.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Takk fyri kveðjurnar elsku bloggvinkonur, kem vonandi fljótt aftur.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 19.12.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 37900

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband