Komin heim

Ég kom heim í dag. Búin að sofa næstum allan daginn, það er bara svo gott að sofa í heima hjá sér og í eigin rúmi.  Aðgerðirnar gengu vel, hnéið aðeins verra farið en myndirnar sýndu, doksi hreinsaði eitthvað af brjóskinu innan úr hnéskelinni og svo kom í ljós að liðþófinn var rifinn og tætur, þannig að hann þurfti að fjarlægja eitthvað af honum. Einnig þurfti að laga liðbandið í mjöðminni, sem var í því að smella og valda mér bölvuðum verkjumCrying Liðbandið var svo ferlega strekt, þannig að doksi skar inn að liðbandinu og klauf það í spagettí strimla, þetta á að hjálpa liðbandinu að slakkna og lengjast.

Annars fór mikið af því sem hann sagði við mig í gær inn um annað eyra og út um hitt. Maður er pínu ruglaður eftir svæfinguna og hausinn ekki að virka vel þegar maður er á sterkum verkjalyfjum.

Nóttin var erfið, þó nokkrir verkir og alltaf erfitt að sofa vel í öðrum rúmum en manns eigins og með fullt herbergi af stynjandi sjúklingum í kringum sig. Mikið ofboðslega er gott að vera komin heim aftur.

Jæja, vildi bara láta vita að allt gekk vel, ég er á lífi og komin heim.  Ætla að fara að koma mér í rúmið, er orðin virkilega sljó og þreytt.

Elsku bloggvinir takk kærlega fyrir allar hlýju kveðjurnar frá ykkur.InLoveKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég glöð að heyra að þetta gekk svona vel.  Ég býð spennt eftir því að komast í skoðun hjá honum. Fór út í búð í gærkvöldi og rölti aðeins um, hrundi þrisvar eins og auli og auðvitað alltaf einhver vitni að því.  Hafðu það gott mín kæra og við tölumst.   knús  Blow A Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Ólafur fannberg

velkominn heim

Ólafur fannberg, 21.12.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Takk fyrir kveðjurnar, já það er æðislegt að vera komin heim

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.12.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 37865

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband