Er að verða kominn á fulla ferð.

Hef fengið nokkrar fyrirspurnir um heilsuna eftir aðgerðirnar, þannig að þá er best að koma með fréttir af því. Ég er öll að hressast, er farinn að keyra fyrir nokkru síðan eða um leið og jólafríinu hjá bílnum mínum lauk.  Fæ ekki lengur verki í hnéið þegar ég stíg á kúplinguna, þannig að doksa hefur tekist að laga  það og mjöðmin orðin það góð að ég er farinn að geta sofið aftur á uppáhalds hliðinni, þeirri vinstri.

Að vísu kom smá bakslag á Gamlárskvöld, ein rakettan var ekki til í að fara upp í loft eins og ráð var gert fyrir, ég stóð rétt hjá henni á betri fætinum, til að hvíla hinn, svo þegar að við sáum að bölvaði flugeldurinn ætlaði bara að springa við lappirnar á okkur, þá var ekkert um annað að ræða en að koma sér undann. Karlinn tók prinsessuna í fangið og stökk af stað, ég snéri mér við og stökk yfir hekkið og þar sem ég stóð í betri fótinn að þá var ekkert um annað að velja en að lenda á þeim veikari. Ég verð að viðurkenna að hnéið mótmælti hástöfum og ég fann fyrir því alla nóttina, þannig að í staðinn fyrir að fá mér kampavínið um miðnætti, þá var það bara kók(Drykkurinn) og verkjatöflur.  Mig grunar að það er kominn vökvi inn á hnéið þannig að doksi verður þá að tappa af eftir helgina þegar ég á endurkomutíma, á dýra nýja taxtanum.Angry

Doksi er algjör snillingur í saumaskapnum, örið var bara mjög flott þegar ég tók umbúðirnar af, ég er ofboðslega ánægð hvað það leit vel út, þar sem það er 12 cm. langt. Doksi var að vísu í sama skóla og ég, þannig að ég veit að hann fékk frábæra kennslu í handavinnu hjá Ingibjörgu og Helgu handóðu eins og við kölluðum hana og svo var líka mjög góð smíðakennslan hjá Lalla staur. Þess vegna valdi ég hann sem lækni, vissi að hann hafði fengið góða handavinnu og smíðakennslu í barnaskólanum, sem nýtist honum vel sem bæklunarlækniW00t Nei, svona án gríns þá er hann alveg frábær doksi, einn af fáum sem ég treysti 100% fyrir mínum dýrmæta líkamaWhistling. Svo er hann náttúrulega gall harður Frammari eins og ég, sem er ekki verraLoL  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jedúddamía!  Þetta hefur ekki verið gott   Vona að þú sért búin að ná þér aftur upp á nýtt.  Gott að vita að þú hafir svona fínan lækni   Reyndar er verra þetta með Framarann í honum, það er auðvitað VALUR sem rúlar sko!  En reyndu eins og þú getur að fara varlega, litli ofvirki sjúklingurinn minn   Kveðja úr Blómabænum......

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ æ æ æ æ!!! úff hvað þetta hlýtur að hafa verið vont! Ég vona að ekkert hafi skemmst. Gott að aðgerðin tókst vel og vonandi að allt bara gangi vel áfram, þrátt fyrir svona leikfimi á nýjársnótt Ingunn mín. Alltaf að fara varlega í líkamsæfingunum hástökk og langstökk kannski ekki alveg það besta. ..... Hefði kannski ekki verið gott heldur að vera of nálægt rakettu að springa....

Knús og kveðjur og óskir um góðan bata

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra hvað gengur vel. Ég er að reyna að koma á sambandi við doksann þinn, nú er ég að nota dóttur mina eina sem millilið, hún er að fara í aðgerð hjá einhverjum sænskum sérfræðingi sem er að koma á vegum Gauta ofl. hún er með mjög spes galla í mjöðm. Ég get alveg orðið Frammari um tíma ef það hjálpar eitthvað hí hí. Hlakka til að hitta þig fljótlega þegar veðrið fer að haga sér almennilega.  Eigðu góða helgi og farðu vel með þig mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Solla Guðjóns

ÆJJJJJJ ekki gott vona að ekkert hafi skemmst.....bévítans ragettan að láta svona....ein gerði atlögu að okkur hér en lennti á vegg og fretaði þar úr sér

OG sjáðu til ég er Famari en er eiginlega bara að fylgjast með handbotlastrákunum....mínir uppáhalds eru Björgvin Páll markvörður og Jói mágur hans og auðvitað Karen í kvennahandboltanum(mark)

Solla Guðjóns, 5.1.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Ólafur fannberg

að stunda hástökk á þeim veikari er ekki gott

Ólafur fannberg, 7.1.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband