Risaeðla í Páfagarði

Páfinn lofar náttúrulegar fjölskyldur, sem er hjónaband karls og konu, segir það vöggu lífsins og ástarinnar og frumkraftur og ófrávíkjanleg skilyrði friðar.

Talar Páfinn af reynslu?  Þvílíkur forneskju hugsunarháttur hjá manninum. Hvað er hann að meina, að ef allir væru gagnkynhneigðir að þá væri alheimsfriður? Er maðurinn að halda því fram að hommar og lesbíur eru megin orsök ófriðar í heiminum? Páfinn er nú yfirmaður Kaþólsku kirkjunnar og fréttir seinustu ára hafa nú ekki verið góðar fyrir hans vinnustað og hans undirmenn, veit ekki betur en ein mesta misnotkun á ungum drengjum eigi sér stað innan kirkjunnar sem hann er í forsvari fyrir. Eru ekki flestir ítalskir mafíósar kaþólikkar?  Þvílíkur hroki í blessaða manninum, hann er eins og strúturinn með hausinn ofan í sandinum.

Flest allur ófriður í heiminum er tengdur trú og trúarofstæki. Og hefur ekkert með hjónaband karls og konu að gera, og það er alveg örugglega ekki samkynhneigðum að kenna að það er stríð og ófriður í heiminum í dag.

 


mbl.is Lofar náttúrulegar fjölskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum náttúrulega öll fjölskyldur en veit ekki með náttúruna í öðrum, mín er o.k.  hí hí   hvernig líður þér annars stelpa.  ?? heyrumst. Smile 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála þessu með risaeðluna

Ólafur fannberg, 2.1.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt nýár gæskan.

Veit ekkert hvað Páfinn er að gala þetta...

Allir fæðast náttúrulega eða hvað?????

Já Græðgi og trúarofstæki valda ófrið í dag  og eins langt aftur heimildir ná.

Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega...... talar hann af reynslu ?? hehe

Linda litla, 3.1.2008 kl. 00:10

5 identicon

Þegar maður kynnir sér tildrög stríðs þá kemst maður að því að sjaldnast eru það trúarástæður sem liggja að baki stríðs.  Þær eru þó stundum notaðar sem afsakanir.  Það kom mér til dæmis mikið á óvart þegar ég rak augun í það að flestir sjálfsmorðsárásarmenn á árabilinu 1980-2003 væru trúleysingjar en ekki múslimar.  Hafði alltaf þær grillur að þeir væri fjölmennastir.

Davíð (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband