7.1.2008 | 18:12
Bloggletin búin
Þjáðist af einhverri bloggleti um helgina, var að vinna í myndunum mínum og prenta á striga sem koma bara ofboðslega vel út, prentaði gamla krúttlega mynd sem ég á af pabba, ég er alls ekki hlutlaus en mikið ofboðslega var pabbi mikið krútt þegar hann var lítill
Í dag átti ég svo tíma í endurkomu hjá doksa, fékk betri upplýsingar um aðgerðirnar, hann sagði mér reyndar frá þeim strax eftir aðgerðirnar, en þær upplýsingar fóru inn um annað og út um hitt, maður meðtekur lítið sem ekkert þegar svæfingin er enn í hausnum á manni. Ytri liðþófinn í hnénu var illa farinn og þurfti að fjarlægja hann næstum alveg, svo var þó nokkuð slit undir hnéskelinni sem var hreinsað og henni komið fyrir á sínum stað. Hnéið var mikið verr farið en myndirnar sýndu, en nú er það komið í lag. Liðbandið í mjöðminni var allt of strekt og stíft, sem olli bölvuðum kvölum, smellir og fóturinn endalaust að gefa sig. Um leið og doksi skar í liðbandið þá gliðnaði það strax og tognaði á því, hann þurfti að skera nokkrar raufar í það, gerði spagettí úr því þannig að nú er bara að bíða og sjá hvort að þetta hafi nú ekki hjálpað til við það vandamál. Ég á alla vega auðveldara með að sitja, það eru ekki nema tæpar 3 vikur síðan aðgerðirnar voru gerðar, þannig að það tekur víst smá tíma að jafna sig og komast á fullt skrið. Hann sagði að það voru miklar líkur á því að liðbandið hefði slitnað ef ég hefði ekki farið í aðgerðina, þar sem það var svona strekt.
Doksi bannaði mér allt hásökk og langstökk og hlaup í heilan mánuð stökkið mitt á Gamlárskvöld var ekki planað, bara ósjálfráð viðbrögð. Eftir stökkið kom vökvi inn í liðinn og bólgur, þannig að ég verð að fara í sjúkraþjálfun, ég ekki alveg sammála en hann sagði að ég ætti að lifa það af að fara í þjálfun, þar sem ég hef aldrei farið eftir neina aðgerð hjá honum og honum finnst nauðsynlegt að þjálfa fótinn eftir 3 aðgerðir á sama fæti á hálfu ári. OK, ég verð að hlíða, þá kemst ég fyrr af stað út með myndavélina.
Litli guttinn fór loks í dag til taugasálfræðingsins, það var 2 klukkutíma próf, spurningar og spjall, svo eigum við og kennarar að svara spurningarlistum og skila til hans. Þannig að við fáum svör úr því öllu eftir mánuð. Þar sem Gunnlaugur Þór er búin að breyta kerfinu, þá þurftum við ekkert að borga fyrir að fara með guttan til taugasálfræðingsins í dag, hann tók á móti honum á göngudeildinni á Barnaspítalanum, en ef við hefðum komið til hans á stofunni út í bæ, þá hefði þetta kostað um það bil 30-35.000 kr. Þvílkur mismunur, eftir því hvert maður fær tíma á spítala eða á stofu út í bæ
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís. Krútt hann pabbi þinn, alveg sammála. Gott að heyra þetta með liðbandið, ég er uppfull af von um að þeta sé mitt vandamál og ég geti lagast, get varla nokkuð setið af viti og alltaf að dofna. Dóttir mín ein var hjá Gauta í dag, hún er að fara í aðgerð hjá sænskum sérfræðingi næsta mánud. hún talaði við Gauta fyrir mig og ég er búin að fá tíma 15.jan. eigum við ekki bara að hittast þá?? getum hringt í Rggu og Heiðu ofl. ef okkur langar og hist á kaffihúsi. Verum í bandi og kær kveðja elskið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 18:18
Já, ég mun passa mig, er ekki búin að plana neitt stökk alveg á næstunni. Fjöryrkjahittningur hljómar alveg æðislega, ég er að fara að fá fráhvarfseinkenni Það væri mjög sniðugt að hittast þegar Ásdís kemur að hitta Gauta, Elsku Ásdís mín, vona að þér gangi vel hjá honum, hann er alveg frábær doksi.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:14
sætur gaur..bið að heilsa þeim óvirka og takk fyrir áramótarafheimakortið hehe...
Ólafur fannberg, 7.1.2008 kl. 22:15
Vá þvílíkt lokkaflóð á yndisfríðu andlitinu.......
Gott að öll börn komist til læknis frítt......en hvað er að hjá guttanum?
Og ekkert flikk flakk
Solla Guðjóns, 7.1.2008 kl. 23:56
Pabbi þinn hefur verið svona hjartabræðari Þvílíka dúllan!
Ég held áfram að vona og biðja að þú náir góðri heilsu dúfan mín. Einnig sonur þinn. Gott að hann sé kominn í þetta ferli og frábært að það kosti ykkur minna en áður.
Knús á þig!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:59
Oh sætt, var pabbi þinn með svona "prinsakrullur"? kjút.
Gott að heyra að þetta gangi allt vel hjá þér og ykkur með læknana. Svo er það æfingar, oh ég veit, þær eru ekkert spennandi en það er ákveðin "gulrót" að hugsa um myndagöngur þegar þú ert orðin hressari.
Við sjáumst vonandi bara fljótlega, ég get sótt þig á bíl Ingunn. verðum í sambandi
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.1.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.