Gunnlaugur Þór, hvernig á þetta að ganga upp?

Mikið ofboðslega er ég fegin að málefni öryrkja og aldraðra var flutt frá Gunnlaugi Þór Heilbrigðismálaráðherra og yfir til Jóhönnu Félagsmálaráðherra.

Undanfarið hef ég haft það á tilfinningunni að hann Gunnlaugur horfir aldrei á fréttir eða viti ekki hvað er í gangi í þjóðfélaginu, alla vega ekki hjá þeim sem minnst hafa. Maðurinn hækkar öll gjöld á öryrkja og aldraða varðandi komur til lækna. Það er sá hópur fólks sem þarf mest að leita sér lækninga, við erum óvinnufær vegna veikinda og slysa. Ekki hækkuðu nú bæturnar um það marga hundraðkalla að það bætir möguleika okkar mikið á betra lífi. Margir í þessum hópi sjúklinga höfðu ekki efni á því að fara til lækna í fyrra og ekki bætir það úr skák þegar að Gunnlaugur hækkar gjaldið á þennan hóp í ársbyrjun.

Fínt mál að hann lækkar og fellur niður gjöld vegna komu barna til lækna á heilsugæslu og á göngudeildir spítala og á slysó. Ég þurfti að fara í gær með yngri son minn til taugasálfræðings, hann lenti í slysi í fyrra, hann var á hjóli og það var keyrt á hann. Sem betur fer slapp hann frekar vel, engin beinbrot en höfuðhöggið olli miklum persónuleikabreytingum hjá honum, einnig fékk hann slæma hryggskekkju. En eins og ég segi fórum við með hann í gær á göngudeild Barnaspítalans og þurftum ekkert að borga, auðvitað var það fínt, en ef við hefðum hins vegar fengið tíma hjá þessum sama sérfræðing á stofu þá hefði skoðunin og matið kostað okkur um 30-35.000 krónur. Svo hefði partur af því verið endurgreiddur frá TR þar sem börn fá afsláttarkort eftir að 7.000 króna greiðslu er náð.

Þannig að börn sem koma til sérfræðings á spítala borga ekkert, en aftur á móti þarf að borga fyrir að hitta sama sérfræðing á stofu.

Það sem ég hef mikið verið að hugsa um er að þar sem að foreldrar þurfa ekkert að borga fyrir komu með börnin á slysó, hvort að foreldrar fari ekki að hlaupa með börnin sín þangað í tíma og ótíma, að nausynjalausu í mörgum tilfellum og þar með muni biðtíminn þar lengjast um nokkra klukkutíma í viðbót við það sem hann er nú þegar???? 

Svo horfði ég á viðtal við Gunnlaug Þór í seinustu viku þar sem hann var að tala um að fara að flytja inn sjúklinga að utan, við værum með gott og fært starfsfólk á spítulum og því þótti honum þetta sniðug hugmynd. En mig langar að vita hvernig Gunnlaugur ætlar að fara að þessu, það er þá og þegar það mikil mannekla á spítulunum að Íslendingar eru á margra mánaða biðlistum eftir að komast í aðgerðir.  Spítlaranir eiga að skera meira niður og spara, en svo kemur hann með svona snilldarhugmyndirShocking Auðvitað kemur einhver peningur með sjúklingunum að utan, EN ÞAÐ ER EKKI TIL STARFSFÓLK.  Hvar ætlar Gunnlaugur að fá starfsfólk á spítalana, það er mannekla og fólk hættir að vinna þar vegna lélegra launa, hvernig ætlar hann að framkvæma þetta? Vegna sparnaðar og niðurskurðar ( FJÁRSVELT) í heilbrigðiskerfinu er sú áætlun í gangi að það á ekki að ráða nýtt fólk í stað þess sem hættir. Þannig að þeir sem eftir verða eiga þá bara að sjá um þetta, þá getur starfsfólk spítalana bara flutt þangað og verið á vakt allan sólahringinn.

Nei, þetta reikningsdæmi hjá Gunnlaugi Þór heilbrigðismálaráðherra og ríkisstjórninni er ekki alveg að virka, það er ekki hægt að spara og skera niður, flytja inn sjúklinga að utan, Íslendingar eru á margra mánaðar biðlistum eftir læknismeðferðum, byggja heljarinnar stórt nýtt hátæknisjúkrahús og reka það án starfsfólks og peninga.

Heilbrigðiskerfið er að fara í hundana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sér það hver maður að hann er bara að svelta þetta kerfi tímabundið til að geta sýnt fram á nauðsyn einkavæðingar. Þegar það er komið í gegn sér hann fyrir sér að hægt verði að snarhækka launin, bæta við starfsfólki, auka þjónustu og borga þetta síðan að hluta til með tekjum frá erlendum sjúklingum.

Það er auðvitað tær geðveiki, en þetta er það sem fólk kaus í kjörklefanum. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Linda litla

Það er nokkuð ljóst að þessi maður hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera.

Linda litla, 8.1.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir
Móðir, áhugaljósmyndar og tekjuhár öryrki. Og Fjöryrki  ingunnjg@internet.is
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 512_IMG_8569
  • 512_IMG_8534
  • 512_IMG_8509
  • 512_IMG_8485
  • 512_IMG_8609

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband