8.1.2008 | 18:31
Lífshamingja á Íslandi
Er það ekki furðulegt að bílaumboðin eru öll samstíga með að hækka bílaverð? Gengið á seinasta ári lækkaði verulega, en það sáust engar lækkanir á bílum né neinum öðrum vörum í þessu blessaða landi. Því við Íslendingar tökum þessu öllu þegjandi, kvörtum og tuðum aðeins hver í sínu horni og förum svo út í búð að versla vörurnar á uppsprengdu verði. Sem betur fer erum við ekki að kaupa bíla reglulega, en matvörur þurfum við að kaupa, og verðið á þeim er löngu komið upp fyrir það verð sem var áður en vaskurinn var lækkaður í mars. Hverjir eru að græða og taka neytendur í ra......???? Ekki eru neytendur að kvarta mikið um það að verðið er orðið miklu hærra með lægri vask
Allar verslanir hafa verið hálftómar síðan um áramót, en það er út af verðhækkunum. Byrgjarnir hækka flest allir sínar vörur um áramót, enda löng hefð fyrir því og við hugsum þeim þegjandi þörfina, svo er alls ekki ólíklegt að verslanirnar nái sér í nokkrar krónur í sinn vasa í leiðinni.
Hvað gerum við, hinn almenni neytandi, við höldum áfram að versla og versla og versla og tuða og tuða og tuða, en verslum samt. Launahækkanir hjá almenningi er ekki nærri jafn há og hækkanir á öllum vörum og opinberum gjöldum hjá því opinbera um áramótin, en við sættum okkur samt við þetta. Að launahækkunin er löngu farinn í allar hækkanirnar áður en við náum að fá þessar nokkrar krónur í vasann.
Það er farið að vanta smá franskt blóð í okkur, þannig að við virkilega förum að mótmæla þessu ástandi, ekki bara tuða heldur mótmæla með látum og aðgerðum. Eða eru allir sáttir við endalausar hækkanir á öllu, nema laununum???? Er þetta ástæðan fyrir því að við mælumst sem ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum???? Eru allir svo ánægðir með hátt verð á öllu og lág laun, ÞVÍLÍK LÍFSHAMINGJA
Ég veit ekki með ykkur hin, en ég er alla vega orðin drullu aum í rassgatinu og það eykur ekki mína lífshamingju, helvítis hækkanir á öllu.
Verð á nýjum bílum hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Tenglar
Signý Björk
Vinkona
Færeyjar
Ýmislegt
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 38083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það vanti þessa Frönsku samstöðu í Íslendinga, við erum föst í vananum að sitja heima og tuða í litlum hópum en gerum ekkert róttækt í málunum.
Huld S. Ringsted, 8.1.2008 kl. 23:35
það vantar danska samstöðu og franska framkvæmd hérna Landinn þegir og kvartar í hljóði hver i sínu horni og þetta vita fyrirtækin og ganga á lagið.
Ólafur fannberg, 8.1.2008 kl. 23:47
og afturendinn á mér er ekkert aumur allavega ekki enn sem komið er hehehe
Ólafur fannberg, 8.1.2008 kl. 23:48
Nokkuð góð í the a-hole en er ekki sátt við verðhækkanir. Sleppi því bara að versla allt nema það nauðsynlegasta. Gengur bara vel hjá mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.